Innflytjendur: Að vera mannleg en ekki græn Jovana Pavlović skrifar 28. febrúar 2024 12:01 Árið er 2002, ég er 9 ára og bý í Borgarnesi. Mín áhugamál eru fótbolti, pónýhestar og litabækur. Ég á marga góða vini í bekknum og tvær bestu vinkonur sem eru það ennþá daginn í dag. En það var samt eitthvað skrítið við mig, ég fann alveg að umhverfinu sem ég var í fannst fjölskyldan mín eitthvað skrítín, það var alveg skýrt að við vorum „furðudýr“ í hvert sinn sem við fjölskyldan töluðum serbnesku fyrir framan aðra í bænum. En það var ekki bara þaðm heldur líka margt annað, maturinn sem ég borðaði var skrítin, stafrófið í bókunum okkar var líka furðulegt (kýrílíska), þetta var starfróf „vondu þjóðanna“ í fyrrv. Sóvétríkjunum, þótt að við tilheyrðum ekki fyrrv. Sóvétríkjunum að þá notuðum við samt sem áður þetta „furðulega“ stafróf. Ég leit ekki út eins og flestir aðrir í samfélaginu, né hafði ég íslenskt nafn. Ég skyldi ekkert í þessu, afhverju vorum við svona skrítin? Við vorum líka með jólin 6. janúar, en ekki 24. desember? Þurftum við líka að fylgja einhverju „skrítnu“ dagatali? Við höfðum líka aðra heimssýn, aðrar uppeldisaðferðir, venjur, siði, reglur. Þegar að krakkarnir í bekknum mínum áttu afmæli var mér oft ekki boðið, en þegar að ég átti afmæli að þá bauð ég alltaf öllum, mér fannst ég knúin til þess enda upplifði ég mig sem „grænt furðurdýr“, á meðan að allir aðrir voru mennskir. Það em ég kalla hér „grænt furðudýr“ er sá „annarleiki“ (e. Otherness) eða öðrun sem ég hef lýst hér að ofan, ég er lýsa kápunni af bókinni hans Edward Saids, Orientalism. Orientalism er rit sem ég tek fyrir í námskeiðinu mínu um staðalímyndir. Þetta er fræðibók um það hvernig vestræn samfélög skapa og endurskapa „aðra“ menningarheima sem „fjarlæga,ókunnunga og óæskilega“. Öðrun leiðir til afmennskuvæðingar, eins og kápan, þið sjáið konu sem er græn á litin, hún er með hárskraut og slæðu, henni skortir annað augað, hún er „framandi“, hún er óæskileg og ómannleg. Það þarf varla að fara hér í akademískar útskýringar á því að hugtakið Evrópa hefur átt við um Balkaskagann eftir hentugleika, svona þegar að Luka Doncic í NBA skorar 73 sig í leik er hægt að flokka þann heimshluta sem Evrópu, eða þegar ríki frá þessum heimshluta ganga loksins í „Evrópusambandið“, annars líður mér eins og að ríkjandi viðhorf flestra Íslendinga sé almennt í gegnum einhverja ímynd eins og Íslendingar upplifi mig í gegnum Borat bíomyndina, sem er jú „gamanmynd“ um Kazakstan byggt á grófum staðalímyndum, en hefur líka samtvinnað allar Austur- og suðurevrópskrar staðalímyndir með Þessi mynd er „skemmtun“ og „gamanmynd“ fyrir vestrænan áhorfanda að hlægja að „grænum furðudýrum“. Einn daginn í grunnskóla tók ég hinsvegar þá ákvörðun að ég nennti ekki lengur að vera „græn“, og það var voðalega lítið annað í stöðunni en að hætta tala serbnesku og breyta um nafn. Ég hljóp til kennarans þann morgnunin og tilkynnti henni að ég ætlaði að fara breyta um nafn, úr Jovana Pavlovic yfir í Jóhanna Pálsdóttir. Kennarinn var ótrulega soltur af mér, í þessu augnabliki fannst mér ég í fyrsta skipti að ég tilheyrði, og að þetta væri aðferðin þar sem ég gæti kannski hætt að vera „græn“. Margir af mínum bekkjarfélögum í dag minna mig á það þegar ég „ætlaði að breyta um nafn“, þau gera það því í þeirra hug er þessi minning fyndin og skemmtileg, en ég hef aldrei sagt þeim það hversu mikil sorg bjó á bakvið þessa ákvörðun hjá mér, mér fannst ég vera ósækileg og græn, og vildi vera æskileg og mennsk eins og þau. Ég er þakklát móður minni fyrir að hafa hafnað þeirri tillögu þegar ég var barn, en ég var sár úti móðir mína þegar hún hafnaði þessari tillögu vegna þess að ég var bara að reyna „bjarga“ sjálfri mér, og þeim jafnvel. Síðustu vikur og öll þessi umræða um innflytjendamál hefur látið mér líða eins og ég væri aftur orðin „græn“. Ég tala og skrifa íslensku eins og innfæddir, og ég er með fjórar háskólagráður, ég hef aldrei farið á „öryrkja- eða atvinnuleysisbætur”, en stjórnmálafólk og orðræða samfélagsins getur samt alltaf endurskapað mig og annað fólk af erlendum uppruna sem „grænt“. Þegar að ríkjandi orðræða fjölmiðla og stjórnmálamanna nýtir sér málefni innflytjenda til þess að endurskapa þá sem „fjarlægan, ókunnugan og óæskilegan“ hóp sem er að eyðileggja innviði að þá kemur annar póll sem segir að þeir séu að halda uppi innviðum, þannig er reynt að skapa nálægð, og innflytjendur verða „kunnulegir og æskilegir“. En það sem má ekki gleymast er að innflytjendur eiga ekki að vera samfélaginu „nálægðir, kunnulegir og æskilegir“ útaf því að þeir halda uppi innviðum (eða ekki). Heldur afþví að þeir eru fyrst og fremst mennskir. Innflytjendur eru hvorki „grænar verur“ sem eru að eyðileggja innviði, né „grænar verur“ sem eru að halda innviðum uppi. Innflytjendur eru fyrst og fremst fólk, ekki bara fólk sem fer í háskólanám, gerir tónlist, er „duglegt“ í vinunni, heldur líka fólk sem MÁ nota heilbrigðiskerfið, MÁ hafa „öðruvísi“ nafn, fólk sem MÁ fá frí í vinunni til þess að eyða tímanum með börnum sínum, fólk sem MÁ fá mannsæmileg laun, fólk sem MÁ vera öryrki, fólk sem MÁ fara á atvinnuleysisbætur, fólk sem MÁ líka fara í veikindarleyfi. Fólk sem MÁ halda jólin í janúar, MÁ vera trúlaus, MÁ halda ramadan, fólk sem MÁ hafa annað stafróf, fólk sem MÁ líta allskonar út. Fólk sem á líka rétt á tilfnningum sínum þegar þeim líður, illa, vel, þegar þau eru hamingjusöm, sorgmædd og svo framvegis. Ef við ætlum að fara tala um inngildinu, og berjast á móti fordómum þá hlýtur sú grunnforsenda að vera til staðar að skapa það ríkjandi viðhorf að innflytjendur séu fyrst og fremst mannlegir, en ekki hópur sem inniheldur „grænar verur“ sem eru annaðhvort „að byggja eða eyðileggja“. Höfundur er innflytjandi og mannfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Árið er 2002, ég er 9 ára og bý í Borgarnesi. Mín áhugamál eru fótbolti, pónýhestar og litabækur. Ég á marga góða vini í bekknum og tvær bestu vinkonur sem eru það ennþá daginn í dag. En það var samt eitthvað skrítið við mig, ég fann alveg að umhverfinu sem ég var í fannst fjölskyldan mín eitthvað skrítín, það var alveg skýrt að við vorum „furðudýr“ í hvert sinn sem við fjölskyldan töluðum serbnesku fyrir framan aðra í bænum. En það var ekki bara þaðm heldur líka margt annað, maturinn sem ég borðaði var skrítin, stafrófið í bókunum okkar var líka furðulegt (kýrílíska), þetta var starfróf „vondu þjóðanna“ í fyrrv. Sóvétríkjunum, þótt að við tilheyrðum ekki fyrrv. Sóvétríkjunum að þá notuðum við samt sem áður þetta „furðulega“ stafróf. Ég leit ekki út eins og flestir aðrir í samfélaginu, né hafði ég íslenskt nafn. Ég skyldi ekkert í þessu, afhverju vorum við svona skrítin? Við vorum líka með jólin 6. janúar, en ekki 24. desember? Þurftum við líka að fylgja einhverju „skrítnu“ dagatali? Við höfðum líka aðra heimssýn, aðrar uppeldisaðferðir, venjur, siði, reglur. Þegar að krakkarnir í bekknum mínum áttu afmæli var mér oft ekki boðið, en þegar að ég átti afmæli að þá bauð ég alltaf öllum, mér fannst ég knúin til þess enda upplifði ég mig sem „grænt furðurdýr“, á meðan að allir aðrir voru mennskir. Það em ég kalla hér „grænt furðudýr“ er sá „annarleiki“ (e. Otherness) eða öðrun sem ég hef lýst hér að ofan, ég er lýsa kápunni af bókinni hans Edward Saids, Orientalism. Orientalism er rit sem ég tek fyrir í námskeiðinu mínu um staðalímyndir. Þetta er fræðibók um það hvernig vestræn samfélög skapa og endurskapa „aðra“ menningarheima sem „fjarlæga,ókunnunga og óæskilega“. Öðrun leiðir til afmennskuvæðingar, eins og kápan, þið sjáið konu sem er græn á litin, hún er með hárskraut og slæðu, henni skortir annað augað, hún er „framandi“, hún er óæskileg og ómannleg. Það þarf varla að fara hér í akademískar útskýringar á því að hugtakið Evrópa hefur átt við um Balkaskagann eftir hentugleika, svona þegar að Luka Doncic í NBA skorar 73 sig í leik er hægt að flokka þann heimshluta sem Evrópu, eða þegar ríki frá þessum heimshluta ganga loksins í „Evrópusambandið“, annars líður mér eins og að ríkjandi viðhorf flestra Íslendinga sé almennt í gegnum einhverja ímynd eins og Íslendingar upplifi mig í gegnum Borat bíomyndina, sem er jú „gamanmynd“ um Kazakstan byggt á grófum staðalímyndum, en hefur líka samtvinnað allar Austur- og suðurevrópskrar staðalímyndir með Þessi mynd er „skemmtun“ og „gamanmynd“ fyrir vestrænan áhorfanda að hlægja að „grænum furðudýrum“. Einn daginn í grunnskóla tók ég hinsvegar þá ákvörðun að ég nennti ekki lengur að vera „græn“, og það var voðalega lítið annað í stöðunni en að hætta tala serbnesku og breyta um nafn. Ég hljóp til kennarans þann morgnunin og tilkynnti henni að ég ætlaði að fara breyta um nafn, úr Jovana Pavlovic yfir í Jóhanna Pálsdóttir. Kennarinn var ótrulega soltur af mér, í þessu augnabliki fannst mér ég í fyrsta skipti að ég tilheyrði, og að þetta væri aðferðin þar sem ég gæti kannski hætt að vera „græn“. Margir af mínum bekkjarfélögum í dag minna mig á það þegar ég „ætlaði að breyta um nafn“, þau gera það því í þeirra hug er þessi minning fyndin og skemmtileg, en ég hef aldrei sagt þeim það hversu mikil sorg bjó á bakvið þessa ákvörðun hjá mér, mér fannst ég vera ósækileg og græn, og vildi vera æskileg og mennsk eins og þau. Ég er þakklát móður minni fyrir að hafa hafnað þeirri tillögu þegar ég var barn, en ég var sár úti móðir mína þegar hún hafnaði þessari tillögu vegna þess að ég var bara að reyna „bjarga“ sjálfri mér, og þeim jafnvel. Síðustu vikur og öll þessi umræða um innflytjendamál hefur látið mér líða eins og ég væri aftur orðin „græn“. Ég tala og skrifa íslensku eins og innfæddir, og ég er með fjórar háskólagráður, ég hef aldrei farið á „öryrkja- eða atvinnuleysisbætur”, en stjórnmálafólk og orðræða samfélagsins getur samt alltaf endurskapað mig og annað fólk af erlendum uppruna sem „grænt“. Þegar að ríkjandi orðræða fjölmiðla og stjórnmálamanna nýtir sér málefni innflytjenda til þess að endurskapa þá sem „fjarlægan, ókunnugan og óæskilegan“ hóp sem er að eyðileggja innviði að þá kemur annar póll sem segir að þeir séu að halda uppi innviðum, þannig er reynt að skapa nálægð, og innflytjendur verða „kunnulegir og æskilegir“. En það sem má ekki gleymast er að innflytjendur eiga ekki að vera samfélaginu „nálægðir, kunnulegir og æskilegir“ útaf því að þeir halda uppi innviðum (eða ekki). Heldur afþví að þeir eru fyrst og fremst mennskir. Innflytjendur eru hvorki „grænar verur“ sem eru að eyðileggja innviði, né „grænar verur“ sem eru að halda innviðum uppi. Innflytjendur eru fyrst og fremst fólk, ekki bara fólk sem fer í háskólanám, gerir tónlist, er „duglegt“ í vinunni, heldur líka fólk sem MÁ nota heilbrigðiskerfið, MÁ hafa „öðruvísi“ nafn, fólk sem MÁ fá frí í vinunni til þess að eyða tímanum með börnum sínum, fólk sem MÁ fá mannsæmileg laun, fólk sem MÁ vera öryrki, fólk sem MÁ fara á atvinnuleysisbætur, fólk sem MÁ líka fara í veikindarleyfi. Fólk sem MÁ halda jólin í janúar, MÁ vera trúlaus, MÁ halda ramadan, fólk sem MÁ hafa annað stafróf, fólk sem MÁ líta allskonar út. Fólk sem á líka rétt á tilfnningum sínum þegar þeim líður, illa, vel, þegar þau eru hamingjusöm, sorgmædd og svo framvegis. Ef við ætlum að fara tala um inngildinu, og berjast á móti fordómum þá hlýtur sú grunnforsenda að vera til staðar að skapa það ríkjandi viðhorf að innflytjendur séu fyrst og fremst mannlegir, en ekki hópur sem inniheldur „grænar verur“ sem eru annaðhvort „að byggja eða eyðileggja“. Höfundur er innflytjandi og mannfræðingur.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar