Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 21:22 Íslenska liðið mátti þola stórt tap í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og gaf Svíunum ekki tommu eftir á upphafsmínútum leiksins. Íslensku stelpurnar náðu tveggja marka forskoti í tvígang snemma leiks og hraður sóknarleikur þeirra virtist koma þeim sænsku í opna skjöldu. Vísir/Hulda Margrét Svíar náðu þó áttum eftir um tíu mínútna leik og náðu tökum á leiknum. Sænska vörnin gerði íslensku sókninni erfitt fyrir og oftar en ekki þurftu íslensku stelpurnar að taka erfið skot þegar höndin var komin upp hjá dómurum leiksins. Hægt og bítandi byggðu Svíar upp gott forskot og gulklæddu gestirnir fóru að lokum með fimm marka forskot inn í hálfleikshléið í stöðunni 12-17. Vísir/Hulda Margrét Líkt og í fyrri hálfleik byrjaði íslenska liðið leikinn vel í þeim síðari. Svíar héldu fimm marka forskoti fyrstu mínúturnar, en íslensku stelpurnar skoruðu þá þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Sænska liðið var þó ekki lengi að svara og skoraði næstu fjögur mörk og góður kafli Íslands var þar með þurrkaður út á einu bretti. Vísir/Hulda Margrét Svíar héldu íslensku stelpunum í hæfilegri fjarlægð þar til að um tíu mínútur voru til leiksloka. Þá tóku við kæruleysislegar lokamínútur hjá íslensku stelpunum sem Svíar nýttu sér til hins ýtrasta. Sænska liðið skoraði tíu af seinustu tólf mörkum leiksins og vann að lokum 13 marka sigur, 24-37. Svíar tróna því einir á toppi riðils 7 í undankeppni EM með sex stig af sex mögulegum. Íslenska liðið situr í öðru sæti með fjögur stig, en liðin mætast aftur ytra næstkomandi laugardag. Landslið kvenna í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og gaf Svíunum ekki tommu eftir á upphafsmínútum leiksins. Íslensku stelpurnar náðu tveggja marka forskoti í tvígang snemma leiks og hraður sóknarleikur þeirra virtist koma þeim sænsku í opna skjöldu. Vísir/Hulda Margrét Svíar náðu þó áttum eftir um tíu mínútna leik og náðu tökum á leiknum. Sænska vörnin gerði íslensku sókninni erfitt fyrir og oftar en ekki þurftu íslensku stelpurnar að taka erfið skot þegar höndin var komin upp hjá dómurum leiksins. Hægt og bítandi byggðu Svíar upp gott forskot og gulklæddu gestirnir fóru að lokum með fimm marka forskot inn í hálfleikshléið í stöðunni 12-17. Vísir/Hulda Margrét Líkt og í fyrri hálfleik byrjaði íslenska liðið leikinn vel í þeim síðari. Svíar héldu fimm marka forskoti fyrstu mínúturnar, en íslensku stelpurnar skoruðu þá þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Sænska liðið var þó ekki lengi að svara og skoraði næstu fjögur mörk og góður kafli Íslands var þar með þurrkaður út á einu bretti. Vísir/Hulda Margrét Svíar héldu íslensku stelpunum í hæfilegri fjarlægð þar til að um tíu mínútur voru til leiksloka. Þá tóku við kæruleysislegar lokamínútur hjá íslensku stelpunum sem Svíar nýttu sér til hins ýtrasta. Sænska liðið skoraði tíu af seinustu tólf mörkum leiksins og vann að lokum 13 marka sigur, 24-37. Svíar tróna því einir á toppi riðils 7 í undankeppni EM með sex stig af sex mögulegum. Íslenska liðið situr í öðru sæti með fjögur stig, en liðin mætast aftur ytra næstkomandi laugardag.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti