Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:06 Tjaldbúðir í Rafah. AP/Hatem Ali Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. Yfirvöld í Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa unnið að vopnahléssamkomulagi á milli Ísrael og Hamas og þrátt fyrir nokkuð misvísandi fregnir af gangi mála síðustu daga hefur BBC eftir fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, að hann sé nokkuð bjartsýnn. „Ég held við séum ansi nálægt þessu,“ hefur miðillinn eftir Haim Tomer, sem hefur reynslu af samningaviðræðum milli aðila. Viðræður standa nú yfir í Katar og eru fulltrúar Katar og Egyptalands sagðir fara á milli sendinefnda Ísraelsmanna og Hamas með skilaboð. Fátt virðist niðurneglt og enn rætt um fjölda Palestínumanna sem sleppt verður fyrir gísla í haldi Hamas og um leið fyrir íbúa Gasa til að snúa aftur heim. Kallað eftir lausn gísla Hamas í Tel Aviv.AP/Ohad Zwigenberg Tomer vísaði hins vegar til ummæla sem Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Katar, lét falla í gær en hann sagði samtökin sýna sveigjanleika í viðræðunum, til að vernda „blóð þjóðar okkar“ og til að binda enda á þjáningu fólksins í „útrýmingarherferð“ Ísraela. BBC gerir því skóna að umræddur „sveigjanleiki“ sem Haniyeh vísar til gæti þýtt að Hamas hafi fallið frá því að krefjast endaloka átaka og brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Haniyeh ítrekaði hins vegar að Hamas-liðar myndu berjast áfram ef þörf krefði og hvatti Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jerúsalem til að fjölmenna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á meðan Ramadan stæði yfir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 30 þúsund látna í árásum Ísraelsmanna. Engin leið er fyrir utanaðkomandi að staðfesta töluna og þá er ekki greint á milli almennra borgara og bardagamanna Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Yfirvöld í Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa unnið að vopnahléssamkomulagi á milli Ísrael og Hamas og þrátt fyrir nokkuð misvísandi fregnir af gangi mála síðustu daga hefur BBC eftir fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, að hann sé nokkuð bjartsýnn. „Ég held við séum ansi nálægt þessu,“ hefur miðillinn eftir Haim Tomer, sem hefur reynslu af samningaviðræðum milli aðila. Viðræður standa nú yfir í Katar og eru fulltrúar Katar og Egyptalands sagðir fara á milli sendinefnda Ísraelsmanna og Hamas með skilaboð. Fátt virðist niðurneglt og enn rætt um fjölda Palestínumanna sem sleppt verður fyrir gísla í haldi Hamas og um leið fyrir íbúa Gasa til að snúa aftur heim. Kallað eftir lausn gísla Hamas í Tel Aviv.AP/Ohad Zwigenberg Tomer vísaði hins vegar til ummæla sem Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Katar, lét falla í gær en hann sagði samtökin sýna sveigjanleika í viðræðunum, til að vernda „blóð þjóðar okkar“ og til að binda enda á þjáningu fólksins í „útrýmingarherferð“ Ísraela. BBC gerir því skóna að umræddur „sveigjanleiki“ sem Haniyeh vísar til gæti þýtt að Hamas hafi fallið frá því að krefjast endaloka átaka og brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Haniyeh ítrekaði hins vegar að Hamas-liðar myndu berjast áfram ef þörf krefði og hvatti Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jerúsalem til að fjölmenna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á meðan Ramadan stæði yfir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 30 þúsund látna í árásum Ísraelsmanna. Engin leið er fyrir utanaðkomandi að staðfesta töluna og þá er ekki greint á milli almennra borgara og bardagamanna Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33
Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21