Frelsið er yndislegt Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 1. mars 2024 09:00 „Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í sölu á forræði ríkisins þann 1. mars 1989. Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. Þó náðist lítill áfangasigur á síðasta ári er brugghúsum var heimilt að selja áfengi beint frá sölustað. Innlendir framleiðendur standa höllum fæti Árið 1922 var einkaleyfi til smásölu á áfengi veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í þeim tilgangi að hefta aðgengi landsmanna að áfengi. Rökin fyrir tilvist verslunarinnar í dag þau sömu. Aftur á móti hefur landsmönnum um langt skeið verið heimilt að versla áfengi á netinu, svo lengi sem sú netverslun sé erlend. Þannig standa innlendir framleiðendur á áfengi höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. Ýmsir íslenskir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sínar erlendum vefverslunum sem selja vöruna svo áfram til íslenskra neytenda. Varan ferðast þá frá Íslandi yfir Atlantshafið og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Innlendum framleiðendum á áfengi er því óheimilt að selja vöruna sína annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem getur reynst mikil þrautarganga - nema þeir flytji hana út svo hægt sé að panta hana erlendis frá. Þá hafa innlendir innflytjendur á áfengi opnað vefverslanir sem eru skráðar í öðrum löndum og flokkast þær því sem erlendar vefverslanir. Aftur á móti er lagerinn staðsettur hér á landi og varan send á afhendingarstað skjótt. Þá hafa neytendur jafnvel þann möguleika að panta áfengi á netinu á bílaplani og sækja vöruna nokkrum mínútum seinna af lagernum. Afneitun löggjafans Dæmin hér að ofan sýna að núverandi lagaumhverfi er úrelt. Ítrekað hafa þingmenn, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins, reynt að stíga lítil skref í átt að auknu frelsi með því að heimila innlenda netverslun þannig að innlendir framleiðendur standi jafnfætis erlendum. Þingmenn annarra flokka hafa sýnt málinu lítinn sem engan áhuga og hefur það ekki hlotið framgang. Enn eru stjórnmálamenn sem þrjóskast við og telja að ef annar en ríkisstarfsmaður afgreiði áfengi þá muni samfélagið riða til falls, líkt og Steingrímur J. Sigfússon hélt fram að myndi gerast ef við myndum heimila sölu á bjór. Það er síður en svo rétt enda er hægt að gera sömu kröfur til einkaaðila og ríkisstofnana þegar kemur að sölu áfengis. Þá hefur áfengisverslun ríkisins farið gegn upphaflegum markmiðum stofnun hennar, þ.e. að hefta aðgengi að áfengi þar sem afgreiðslustöðum hefur fjölgað á undanförnum misserum. Áfengi er lögleg vara og er einokun ríkisins á smásölu þess barns síns tíma. Einkaaðilar hafa fundið leiðir framhjá téðri einokun með því að opna erlendar vefverslanir til að selja sína vöru til íslenskra neytenda. Er það virkilega vilji löggjafans? Ég ætla rétt að vona ekki. En þangað til skálum við fyrir frelsinu á bjórdeginum. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna og ætlar að skála fyrir frelsinu í dag! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í sölu á forræði ríkisins þann 1. mars 1989. Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. Þó náðist lítill áfangasigur á síðasta ári er brugghúsum var heimilt að selja áfengi beint frá sölustað. Innlendir framleiðendur standa höllum fæti Árið 1922 var einkaleyfi til smásölu á áfengi veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í þeim tilgangi að hefta aðgengi landsmanna að áfengi. Rökin fyrir tilvist verslunarinnar í dag þau sömu. Aftur á móti hefur landsmönnum um langt skeið verið heimilt að versla áfengi á netinu, svo lengi sem sú netverslun sé erlend. Þannig standa innlendir framleiðendur á áfengi höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. Ýmsir íslenskir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sínar erlendum vefverslunum sem selja vöruna svo áfram til íslenskra neytenda. Varan ferðast þá frá Íslandi yfir Atlantshafið og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Innlendum framleiðendum á áfengi er því óheimilt að selja vöruna sína annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem getur reynst mikil þrautarganga - nema þeir flytji hana út svo hægt sé að panta hana erlendis frá. Þá hafa innlendir innflytjendur á áfengi opnað vefverslanir sem eru skráðar í öðrum löndum og flokkast þær því sem erlendar vefverslanir. Aftur á móti er lagerinn staðsettur hér á landi og varan send á afhendingarstað skjótt. Þá hafa neytendur jafnvel þann möguleika að panta áfengi á netinu á bílaplani og sækja vöruna nokkrum mínútum seinna af lagernum. Afneitun löggjafans Dæmin hér að ofan sýna að núverandi lagaumhverfi er úrelt. Ítrekað hafa þingmenn, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins, reynt að stíga lítil skref í átt að auknu frelsi með því að heimila innlenda netverslun þannig að innlendir framleiðendur standi jafnfætis erlendum. Þingmenn annarra flokka hafa sýnt málinu lítinn sem engan áhuga og hefur það ekki hlotið framgang. Enn eru stjórnmálamenn sem þrjóskast við og telja að ef annar en ríkisstarfsmaður afgreiði áfengi þá muni samfélagið riða til falls, líkt og Steingrímur J. Sigfússon hélt fram að myndi gerast ef við myndum heimila sölu á bjór. Það er síður en svo rétt enda er hægt að gera sömu kröfur til einkaaðila og ríkisstofnana þegar kemur að sölu áfengis. Þá hefur áfengisverslun ríkisins farið gegn upphaflegum markmiðum stofnun hennar, þ.e. að hefta aðgengi að áfengi þar sem afgreiðslustöðum hefur fjölgað á undanförnum misserum. Áfengi er lögleg vara og er einokun ríkisins á smásölu þess barns síns tíma. Einkaaðilar hafa fundið leiðir framhjá téðri einokun með því að opna erlendar vefverslanir til að selja sína vöru til íslenskra neytenda. Er það virkilega vilji löggjafans? Ég ætla rétt að vona ekki. En þangað til skálum við fyrir frelsinu á bjórdeginum. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna og ætlar að skála fyrir frelsinu í dag!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun