Alþjóðlegur dagur heyrnar Telma Sigtryggsdóttir skrifar 3. mars 2024 07:01 Höldum virkni og lífsgæðum með forvörnum og aðstoð við kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum” Í dag er alþjóðlegur dagur heyrnar og í tilefni þess langar mig að fjalla um þau áhrif sem að heyrnartap getur haft á líf þess sem fyrir því verður. Heyrnartap getur átt sér stað á mismunandi tíma æviskeiðsins allt frá því að geta komið framm á barnsaldri, unglingsárum, fullorðinsárum eða elliárum. Alveg sama hvenær heyrnartap á sér stað þá hefur það óhjákvæmlega áhrif á líf einstaklingsins. Þegar að einstaklingur uppgötvar heyrnartap sitt og fær staðfestingu á því verður hann óneitanlega fyrir sorg. Sorg yfir því að vera búin að missa eitthvað sem er óafturkræfanlegt í flest öllum tilvikum. Því fylgir einnig mikið óöryggi og spurningar eins og “ hversu fljótt missi ég alla heyrn” “mun ég missa alla heyrn”, “ á ég ekki eftir að geta heyrt í börnunum mínum, manninum mínum, barnabörnum, vinum?” “ á ég eftir að geta unnið jafnt á við mína jafnaldra?” vakna. Afleiðingar heyrnartaps geta verið margslungnar. Sem dæmi má nefna að einstaklingar með heyrnartap geta farið að einangra sig, forðast að vera í fjölmenni, finna fyrir aukinni þreytu og pirring sem að jafnvel getur þróast í þunglyndi. Andlega þreytan við að vera alltaf að berjast við að reyna að heyra það sem framm fer í umhverfinu getur verið svo yfirþyrmandi. Það er þess vegna einstaklega mikilvægt að einstaklingur með heyrnartap eigi möguleika á að nýta sér öll þau hjálpartæki sem að í boði eru. Með því að eiga kost á því að eignast gæðaheyrnartæki og geta fengið stuðning við kaup á tækjum sem að geta aðstoðað í daglegu lífi heldur einstaklingnum virkum í samfélaginu í mun lengri tíma en ella. Því miður er rauninn samt ekki sú að auðvelt aðgengi sé að heyrnarmælingum eða niðurgreiðsla heyrnartækja eða annarra hjálpartækja sé viðunandi hér á landi. Langt í frá. Fjölmargir einstaklingar með heyrnartap neyðast til þess að bíða í meira en tvö ár eftir fyrstu mælingu og fjölmargir einstaklingar sem að þurfa að nota heyrnartæki hafa ekki efni á að kaupa sér tæki sem að nýtast þeim. Þetta getur orðið til þess að einstaklingar með heyrnartap hafa þegar dregið sig í skel, hafa fundið fyrir auknu óöryggi og litlu sjálfsmati og janvel þunglyndi þegar að loksins þeir fá tíma í mælingu og fræðslu um hvað gæti hjálpað þeim. Sumir hafa jafnvel hætt að vinna vegna þessa og hafa minnkað samskipti við fjölskyldu og vini. Það átta sig flestir á því hve mikilvægt forvarnarstarf er og hversu mikla fjármuni það getur oft skapað. Að grípa fólk fljótt með því að aðstoða það við það halda í sína getu og virkni sem lengst hlýtur að vera það bæði ríkinu, samfélaginu og einstaklingnum sem þjáist af heyrnatapi fyrir bestu. Almenn lífsgæði ættu að vera í boði fyrir alla. Höfundur er stjórnarmaður í Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra og varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Höldum virkni og lífsgæðum með forvörnum og aðstoð við kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum” Í dag er alþjóðlegur dagur heyrnar og í tilefni þess langar mig að fjalla um þau áhrif sem að heyrnartap getur haft á líf þess sem fyrir því verður. Heyrnartap getur átt sér stað á mismunandi tíma æviskeiðsins allt frá því að geta komið framm á barnsaldri, unglingsárum, fullorðinsárum eða elliárum. Alveg sama hvenær heyrnartap á sér stað þá hefur það óhjákvæmlega áhrif á líf einstaklingsins. Þegar að einstaklingur uppgötvar heyrnartap sitt og fær staðfestingu á því verður hann óneitanlega fyrir sorg. Sorg yfir því að vera búin að missa eitthvað sem er óafturkræfanlegt í flest öllum tilvikum. Því fylgir einnig mikið óöryggi og spurningar eins og “ hversu fljótt missi ég alla heyrn” “mun ég missa alla heyrn”, “ á ég ekki eftir að geta heyrt í börnunum mínum, manninum mínum, barnabörnum, vinum?” “ á ég eftir að geta unnið jafnt á við mína jafnaldra?” vakna. Afleiðingar heyrnartaps geta verið margslungnar. Sem dæmi má nefna að einstaklingar með heyrnartap geta farið að einangra sig, forðast að vera í fjölmenni, finna fyrir aukinni þreytu og pirring sem að jafnvel getur þróast í þunglyndi. Andlega þreytan við að vera alltaf að berjast við að reyna að heyra það sem framm fer í umhverfinu getur verið svo yfirþyrmandi. Það er þess vegna einstaklega mikilvægt að einstaklingur með heyrnartap eigi möguleika á að nýta sér öll þau hjálpartæki sem að í boði eru. Með því að eiga kost á því að eignast gæðaheyrnartæki og geta fengið stuðning við kaup á tækjum sem að geta aðstoðað í daglegu lífi heldur einstaklingnum virkum í samfélaginu í mun lengri tíma en ella. Því miður er rauninn samt ekki sú að auðvelt aðgengi sé að heyrnarmælingum eða niðurgreiðsla heyrnartækja eða annarra hjálpartækja sé viðunandi hér á landi. Langt í frá. Fjölmargir einstaklingar með heyrnartap neyðast til þess að bíða í meira en tvö ár eftir fyrstu mælingu og fjölmargir einstaklingar sem að þurfa að nota heyrnartæki hafa ekki efni á að kaupa sér tæki sem að nýtast þeim. Þetta getur orðið til þess að einstaklingar með heyrnartap hafa þegar dregið sig í skel, hafa fundið fyrir auknu óöryggi og litlu sjálfsmati og janvel þunglyndi þegar að loksins þeir fá tíma í mælingu og fræðslu um hvað gæti hjálpað þeim. Sumir hafa jafnvel hætt að vinna vegna þessa og hafa minnkað samskipti við fjölskyldu og vini. Það átta sig flestir á því hve mikilvægt forvarnarstarf er og hversu mikla fjármuni það getur oft skapað. Að grípa fólk fljótt með því að aðstoða það við það halda í sína getu og virkni sem lengst hlýtur að vera það bæði ríkinu, samfélaginu og einstaklingnum sem þjáist af heyrnatapi fyrir bestu. Almenn lífsgæði ættu að vera í boði fyrir alla. Höfundur er stjórnarmaður í Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra og varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar