Nunez sneri aftur og sótti sigur á ögurstundu Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 17:00 Darwin Nunez skoraði sigurmark Liverpool á níundu mínútu uppbótartíma. Vísir/Getty Liverpool ferðaðist til Skírisskógar í dag og sótti 1-0 sigur á ögurstundu gegn Nottingham Forest. Eins og búast mátti við var Liverpool mun meira með boltann og liðið gerði þónokkrar atlögur að marki heimamanna í fyrri hálfleik, án árangurs. Luis Diaz og Connor Bradley áttu báðir góðar tilraunir en skot þeirra fóru af varnarmanni. Anthony Elanga fékk besta færi fyrri hálfleiksins og gullið tækifæri til að taka forystuna fyrir Nottingham Forest á 22. mínútu þegar hann slapp einn í gegn inn fyrir vörnina, en Caomhin Kelleher, markvörður Liverpool, hafði betur. Þegar komið var út í seinni hálfleik fékk Andy Robertson algjört dauðafæri en líkt og í fyrri hálfleik tókst varnarmönnum Forest að kasta sér fyrir skotið. Áfram svöruðu Forest fyrir sig með snöggum skyndisóknum og sköpuðu sér góð marktækifæri en tókst ekki að nýta þau. Darwin Nunez og Dominik Szoboslai sneru báðir til baka í dag eftir meiðsli og komu inn sem varamenn. Wataru Endo kom sömuleiðis við sögu en hann meiddist lítillega í úrslitaleik deildarbikarsins síðustu helgi. Bæði lið fengu mörg fín færi til að taka forystuna og vinna leikinn en það var varamaðurinn Darwin Nunez sem kom boltanum loks í netið á níundu mínútu uppbótartíma og tryggði Liverpool sigur. Markið kom upp úr hornspyrnu Liverpool, boltinn barst til Mac Allister sem vippaði honum yfir á fjærstöngina og þaðan stýrði Nunez honum í netið. Liverpool er nú með fjögurra stiga forskot í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Man. City er í öðru sæti og mætir Man. United á morgun. Enski boltinn
Liverpool ferðaðist til Skírisskógar í dag og sótti 1-0 sigur á ögurstundu gegn Nottingham Forest. Eins og búast mátti við var Liverpool mun meira með boltann og liðið gerði þónokkrar atlögur að marki heimamanna í fyrri hálfleik, án árangurs. Luis Diaz og Connor Bradley áttu báðir góðar tilraunir en skot þeirra fóru af varnarmanni. Anthony Elanga fékk besta færi fyrri hálfleiksins og gullið tækifæri til að taka forystuna fyrir Nottingham Forest á 22. mínútu þegar hann slapp einn í gegn inn fyrir vörnina, en Caomhin Kelleher, markvörður Liverpool, hafði betur. Þegar komið var út í seinni hálfleik fékk Andy Robertson algjört dauðafæri en líkt og í fyrri hálfleik tókst varnarmönnum Forest að kasta sér fyrir skotið. Áfram svöruðu Forest fyrir sig með snöggum skyndisóknum og sköpuðu sér góð marktækifæri en tókst ekki að nýta þau. Darwin Nunez og Dominik Szoboslai sneru báðir til baka í dag eftir meiðsli og komu inn sem varamenn. Wataru Endo kom sömuleiðis við sögu en hann meiddist lítillega í úrslitaleik deildarbikarsins síðustu helgi. Bæði lið fengu mörg fín færi til að taka forystuna og vinna leikinn en það var varamaðurinn Darwin Nunez sem kom boltanum loks í netið á níundu mínútu uppbótartíma og tryggði Liverpool sigur. Markið kom upp úr hornspyrnu Liverpool, boltinn barst til Mac Allister sem vippaði honum yfir á fjærstöngina og þaðan stýrði Nunez honum í netið. Liverpool er nú með fjögurra stiga forskot í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Man. City er í öðru sæti og mætir Man. United á morgun.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti