Heimamenn komu til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 15:01 Sigurmarkinu fagnað. Catherine Ivill/Getty Images Manchester City lagði Manchester United 2-1 í stórleik ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Gestirnir komust óvænt yfir og leiddu í hálfleik en tvö mörk frá Phil Foden tryggðu heimamönnum sigurinn. Erling Braut Håland kórónaði svo sigurinn í blálokin. Man City byrjaði leikinn af miklum krafti og sóttu án afláts fyrstu mínúturnar. Það kom því verulega á óvart þegar Marcus Rashford kom gestunum yfir með marki úr efstu hillu. Markvörðurinn André Onana negldi boltanum þá fram á Bruno Fernandes sem tók hlaupið. Portúgalinn ákvað að gefa ekki á Scott McTominay sem tók fyrsta hlaupið, þess í stað renndi Fernandes boltanum á Rashford sem þrumaði honum í slá og inn vel fyrir utan teig. Stunning https://t.co/4oISSOKraq pic.twitter.com/gjfuLgATok— Premier League (@premierleague) March 3, 2024 Eftir þetta sóttu heimamenn án afláts án þess þó að skapa sér opið marktækifæri, það er þangað til á 45. mínútu. Þá var boltinn klipptur út á Foden sem var hægra megin í vítateig gestanna, hann smellti boltanum í fyrsta inn á teig þar sem hinn norski Håland gat ekki annað en skorað, eða hvað? Håland hefur raðað inn mörkm á leiktíðinni en ef marka má xG (vænt mörk) færa hans þá ætti hann að hafa skorað nokkur til viðbótar og það átti líka við hér. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum að skófla boltanum yfir þverslánna í stað þess að þruma honum í netið. Not every day you see Haaland miss from here pic.twitter.com/oQAmEWNEN1— B/R Football (@brfootball) March 3, 2024 Þökk sé þessu ótrúlega klúðri var Man Utd enn 1-0 yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Færa má ágætis rök fyrir að það hafi verið ósanngjarnt en ef horft er í færi liðanna þá hafði Man City átt 18 skot, skapað sér xG upp á 2,7 og verið 73prósent með boltann. Marcus Rashford's shot = 0.03 xGErling Haaland's shot = 0.89 xG One somehow went in, the other inexplicably didn't...#MCIMUN | #MUFC | #MCFC pic.twitter.com/tGy1NdLTib— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 3, 2024 Það tók heimamenn ekki langan tíma að skapa sér sitt fyrsta færi í síðari hálfleik og fór það svo að Phil Foden jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hann fékk boltann úti hægra megin, keyrði inn á völlinn og þrumaði boltanum með vinstri fæti upp í samskeytin vinstra megin. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 1-1. Gestirnir voru ekki sáttir en í aðdraganda marksins virtist Kyle Walker brjóta á Rashford sem með boltann ofarlega á vallarhelmingi heimamanna. Phil Foden skoraði bæði mörk Man City í dag.Michael Regan/Getty Images Það var svo þegar tíu mínútur voru til leiksloka sem Foden steig upp á nýjan leik og tryggði sigurinn. Markið kom eftir frábært spil Man City vinstra megin í teig gestanna. Julián Álvarez fann þá Foden sem skoraði með fínu skoti úr þröngu færi. Má setja spurningamerki við Onana í marki Man Utd en ef til vill hefði hann átt að gera betur. Phil Foden with a goal.Manchester City lead Manchester United. pic.twitter.com/Wdewrh0Myi— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 3, 2024 Þá var stuðningsfólk Man Utd ósátt með að liðið hafi ekki fengið víti skömmu áður þegar Ederson hafði komið askvaðandi úr marki sínu og straujað Alejandro Garnacho eftir að hafa náð örlítilli snertingu á boltann á undan. Man United var aldrei líklegt til að jafna metin og segja má að yfirburðir heimamanna hafi verið algjörir. Það var hins vegar eftir kómísk mistök í vörn heimaliðsins sem Håland slapp í gegn og lagði boltann niðri í hornið vinstra megin. Lokatölur á Etihad-vellinum í Manchester 3-1 City í vil. Það þýðir að City er nú með 62 stig í 2. sæti, með stigi minna en topplið Liverpool þegar bæði lið eiga 11 leiki eftir. Man Utd er á sama tíma í 6. sæti með 44 stig. Enski boltinn Fótbolti
Manchester City lagði Manchester United 2-1 í stórleik ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Gestirnir komust óvænt yfir og leiddu í hálfleik en tvö mörk frá Phil Foden tryggðu heimamönnum sigurinn. Erling Braut Håland kórónaði svo sigurinn í blálokin. Man City byrjaði leikinn af miklum krafti og sóttu án afláts fyrstu mínúturnar. Það kom því verulega á óvart þegar Marcus Rashford kom gestunum yfir með marki úr efstu hillu. Markvörðurinn André Onana negldi boltanum þá fram á Bruno Fernandes sem tók hlaupið. Portúgalinn ákvað að gefa ekki á Scott McTominay sem tók fyrsta hlaupið, þess í stað renndi Fernandes boltanum á Rashford sem þrumaði honum í slá og inn vel fyrir utan teig. Stunning https://t.co/4oISSOKraq pic.twitter.com/gjfuLgATok— Premier League (@premierleague) March 3, 2024 Eftir þetta sóttu heimamenn án afláts án þess þó að skapa sér opið marktækifæri, það er þangað til á 45. mínútu. Þá var boltinn klipptur út á Foden sem var hægra megin í vítateig gestanna, hann smellti boltanum í fyrsta inn á teig þar sem hinn norski Håland gat ekki annað en skorað, eða hvað? Håland hefur raðað inn mörkm á leiktíðinni en ef marka má xG (vænt mörk) færa hans þá ætti hann að hafa skorað nokkur til viðbótar og það átti líka við hér. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum að skófla boltanum yfir þverslánna í stað þess að þruma honum í netið. Not every day you see Haaland miss from here pic.twitter.com/oQAmEWNEN1— B/R Football (@brfootball) March 3, 2024 Þökk sé þessu ótrúlega klúðri var Man Utd enn 1-0 yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Færa má ágætis rök fyrir að það hafi verið ósanngjarnt en ef horft er í færi liðanna þá hafði Man City átt 18 skot, skapað sér xG upp á 2,7 og verið 73prósent með boltann. Marcus Rashford's shot = 0.03 xGErling Haaland's shot = 0.89 xG One somehow went in, the other inexplicably didn't...#MCIMUN | #MUFC | #MCFC pic.twitter.com/tGy1NdLTib— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 3, 2024 Það tók heimamenn ekki langan tíma að skapa sér sitt fyrsta færi í síðari hálfleik og fór það svo að Phil Foden jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hann fékk boltann úti hægra megin, keyrði inn á völlinn og þrumaði boltanum með vinstri fæti upp í samskeytin vinstra megin. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 1-1. Gestirnir voru ekki sáttir en í aðdraganda marksins virtist Kyle Walker brjóta á Rashford sem með boltann ofarlega á vallarhelmingi heimamanna. Phil Foden skoraði bæði mörk Man City í dag.Michael Regan/Getty Images Það var svo þegar tíu mínútur voru til leiksloka sem Foden steig upp á nýjan leik og tryggði sigurinn. Markið kom eftir frábært spil Man City vinstra megin í teig gestanna. Julián Álvarez fann þá Foden sem skoraði með fínu skoti úr þröngu færi. Má setja spurningamerki við Onana í marki Man Utd en ef til vill hefði hann átt að gera betur. Phil Foden with a goal.Manchester City lead Manchester United. pic.twitter.com/Wdewrh0Myi— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 3, 2024 Þá var stuðningsfólk Man Utd ósátt með að liðið hafi ekki fengið víti skömmu áður þegar Ederson hafði komið askvaðandi úr marki sínu og straujað Alejandro Garnacho eftir að hafa náð örlítilli snertingu á boltann á undan. Man United var aldrei líklegt til að jafna metin og segja má að yfirburðir heimamanna hafi verið algjörir. Það var hins vegar eftir kómísk mistök í vörn heimaliðsins sem Håland slapp í gegn og lagði boltann niðri í hornið vinstra megin. Lokatölur á Etihad-vellinum í Manchester 3-1 City í vil. Það þýðir að City er nú með 62 stig í 2. sæti, með stigi minna en topplið Liverpool þegar bæði lið eiga 11 leiki eftir. Man Utd er á sama tíma í 6. sæti með 44 stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti