Fyrirliðinn tjáir sig um brotthvarf arftaka Freys Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2024 23:00 Marcel Rømer og Sævar Atli Magnússon. Lars Ronbog/Getty Images Magne Hoseth tók við af Frey Alexanderssyni hjá danska Íslendingaliðinu Lyngby. Hann entist aðeins 50 daga í starfi eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Nú hefur Marcel Römer, fyrirliði Lyngby, tjáð sig um málið. Fyrr í dag var greint frá því að Hoseth hefði verið látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki við stjórnvölin. Hinn norski Hoseth náði frábærum árangri með KÍ Klakvík í Færeyjum og taldi Lyngby hann vera rétta manninn til að leysa Frey af hólmi eftir að hann samdi við KV Kortrijk. Fyrirliðinn Römer ræddi brotthvarf þjálfarans við Tipsbladet. Þar segir hann að það hafi einfaldlega ekki verið nægilegt traust borið til nýs þjálfara. „Ef ég væri stjórnarmaður félagsins hefði ég eflaust komist að sömu niðurstöðu,“ sagði Römer áður en hann nefndi helsta muninn á þeim Frey og Hoseth. „Freyr útskýrði hvert einasta smáatriði fimm sinnum á meðan Magne hélt hlutunum meira fyrir sig. Helsti munurinn var skýrleiki skilaboðanna. Það er óþægilegt að vera inn á vellinum og vera ekki með hlutina hundrað prósent á hreinu.“ „Þetta er leiðinlegt, maður tengist fólkinu á staðnum. Magne er fær í sínu starfi og þegar maður talaði við hann einn á einn var hann frábær. Vandamálið var skýrleiki skilaboðanna, það er það eina sem ég get sett út á.“ - Dette var den største forskel på Hoseth og Freyr #sldk https://t.co/wLn61UUqY4— tipsbladet.dk (@tipsbladet) March 1, 2024 Lyngby tapaði báðum leikjum sínum undir stjórn Hoseth og er að sogast niður í fallbaráttu. Liðið mætir botnliði Hvidovre á sunnudaginn kemur, 3. mars. Þó Freyr – og Gylfi Þór Sigurðsson – séu farnir frá Lyngby er enn um Íslendingalið að ræða þar sem Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru enn á mála hjá félaginu. Þá gæti Gylfi Þór snúið til baka þegar endurhæfingu hans á Spáni lýkur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Hoseth hefði verið látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki við stjórnvölin. Hinn norski Hoseth náði frábærum árangri með KÍ Klakvík í Færeyjum og taldi Lyngby hann vera rétta manninn til að leysa Frey af hólmi eftir að hann samdi við KV Kortrijk. Fyrirliðinn Römer ræddi brotthvarf þjálfarans við Tipsbladet. Þar segir hann að það hafi einfaldlega ekki verið nægilegt traust borið til nýs þjálfara. „Ef ég væri stjórnarmaður félagsins hefði ég eflaust komist að sömu niðurstöðu,“ sagði Römer áður en hann nefndi helsta muninn á þeim Frey og Hoseth. „Freyr útskýrði hvert einasta smáatriði fimm sinnum á meðan Magne hélt hlutunum meira fyrir sig. Helsti munurinn var skýrleiki skilaboðanna. Það er óþægilegt að vera inn á vellinum og vera ekki með hlutina hundrað prósent á hreinu.“ „Þetta er leiðinlegt, maður tengist fólkinu á staðnum. Magne er fær í sínu starfi og þegar maður talaði við hann einn á einn var hann frábær. Vandamálið var skýrleiki skilaboðanna, það er það eina sem ég get sett út á.“ - Dette var den største forskel på Hoseth og Freyr #sldk https://t.co/wLn61UUqY4— tipsbladet.dk (@tipsbladet) March 1, 2024 Lyngby tapaði báðum leikjum sínum undir stjórn Hoseth og er að sogast niður í fallbaráttu. Liðið mætir botnliði Hvidovre á sunnudaginn kemur, 3. mars. Þó Freyr – og Gylfi Þór Sigurðsson – séu farnir frá Lyngby er enn um Íslendingalið að ræða þar sem Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru enn á mála hjá félaginu. Þá gæti Gylfi Þór snúið til baka þegar endurhæfingu hans á Spáni lýkur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira