ADHD ég og vinnumarkaðurinn Sunna Arnardóttir skrifar 3. mars 2024 17:30 Fjölbreytileiki er mikið í umræðunni, og horfum við mikið á sjáanleg atriði sem hafa þarf í huga á vinnustað til að öll telji sig velkomin. En við megum ekki gleyma ósjáanlegum einkennum, hegðunarmynstrum sem eru talin „óæskileg“ eða „skrítin“ einfaldlega vegna þess að við búum í samfélagi sem er búið að festa ákveðið hegðunarmynstur sem öll eiga að fylgja möglunarlaust og hver svo sem dirfist að fara þar út fyrir þann ramma er umsvifalaust málað upp sem vandamál. Þessi „öðruvísi“ hegðunarmynstur koma meðal annars fram hjá einstaklingum sem eru með ADHD. Þennan hræðilega stimpil sem segir að „þessi einstaklingur er erfiður í umgengni, skapvondur, og mögulega ekki vinnustöðum hæfur“ vegna þess að heili þessara einstaklinga kallar fram hegðunarmynstur sem venjulega fólkinu finnst skrítið að vinna með. En með það núverandi ákall um að efla eigi fjölbreytileika á vinnustað og vinnustaðir keppast við að leyfa sjáanlegan breytileika á vinnustaðnum, er þá ekki tilvalið að byrja að efla vinnustaði til þess að nýta mismunandi hegðunarmynstur sér til framdráttar? Athuga skal að neðangreindur listi er ekki tæmandi af mögulegum einkennum ADHD. ADHD hefur margvíslegar birtingarmyndir og einkenni þar á, og er misjafnt eftir einstaklingum hver birtingarmyndin er hverju sinni. En þetta gefur hugmynd af þeim ríku auðlindum sem atvinnurekendur missa af, er fólk með ADHD fær ekki að njóta sín til fulls á vinnumarkaði. Hvatvísi Við með ADHD tökum ákvarðanir á núll-einni og förum beint í að fylgja ákvörðuninni eftir. Þetta er kallað hvatvísi og flokkað sem vandamál því venjulega fólkið á oft erfitt með þetta, og eru því bremsur settar á vinnu-aðferðir okkar svo þessar elskur eigi auðveldara með að fylgja okkur eftir. Bremsur sem virka á okkur eins og sífelldar andlegar barsmíðar sem berja úr okkur allan þrótt til að sinna þessu tiltekna verkefni til streitu. Heili einstaklinga með ADHD vinnur úr gífurlegu magni upplýsinga á hraða sem venjulegt fólk áttar sig ekki á. Við með ADHD erum einnig alin upp við það að halda að fyrst heilinn í okkur vinnur svona hratt og kemur svona hratt að niðurstöðu, þá sé það „slæm ákvörðun“. En það að við hugsum hratt er ekki einkenni „slæmra ákvarðana“, heldur styttir allan úrvinnslutíma verkefna. „Hvatvísin“ okkar er jafnframt sýnileiki þeirrar orku sem við munum hella í það verkefni sem við erum að sinna hverju sinni, og fái hvatvísin lausan tauminn þá getum við fært heilu fjöllin án þess að pústa úr nös. Ef aðeins atvinnurekendur áttuðu sig á þeim krafti sem þessir einstaklingar hefðu að geyma, og ynnu að því að setja upp vinnuaðstæður í kringum þessa einstaklinga sem leyfði þessari taumlausu orku að njóta sín, og pössuðu jafnframt upp á að nauðsynleg eftirmeðferð væri til staðar. Tímastjórnun // Fundir og samskiptaflæði Klukkan er einn versti óvinur einstaklings með ADHD. Við getum mætt til vinnu og byrjað daginn á skemmtilegu verkefni sem við ætlum að sinna fyrsta hálftíma vinnudagsins, og þegar við lítum upp er búið að ganga frá vinnustaðnum fyrir helgina, allir farnir nema við, við misstum af hádegismatnum með vinum okkar og tveimur fundum sem mikilvægt var að mæta á svo verkefni annarra deilda staðni ekki. Byrjum á þessu mikilvæga sem atvinnurekendur kvarta mest yfir, að missa af fundum og röskun á samskiptaflæði vegna þessa: Mikið af atvinnurekendum halda að fundir séu einhver gæðastimpill á verkefni, og er mikið af venjulegu fólki sem virðist jafnframt halda að því fleiri fundi sem það þurfi að sækja því mikilvægara sé það í starfi sínu. Þetta er sitthvað sem fólk með ADHD á erfitt með að skilja, þar sem fundir bæði brjóta upp vinnuflæði okkar sem og vinnugleðina. Fyrir einstakling með ADHD sem er sífellt að fá skammir fyrir að gleyma fundum, eða mikið er rætt að „það þurfi alltaf að minna viðkomandi á að mæta á fundi“ þá er starfsumhverfið orðið neikvætt og niðurrífandi. Ekki aðeins eru fundirnir að brjóta niður þær vinnuaðferðir sem henta okkur best sem myndar togstreitu innra með okkur, heldur skynjum við það sem svo að við séum ekki að sinna starfi okkar nægilega vel og erum að gera samstarfsfólki okkar erfitt fyrir með „lélegri fundarmætingu okkar“. Mikilvægt er fyrir atvinnurekendur að átta sig á að mismunandi samskiptaflæði er lykillinn að góðum samskiptum. Fólk með ADHD er í framlínu er kemur að því að benda atvinnurekendum á að fundir sem hefðu getað verið tölvupóstar, eða hægt hefði verið að leysa með samtali í gegnum Slack eða annan miðil er oft hagkvæmara heldur en sífelld fundarseta. En svo er það seinni punkturinn sem lítur að tímastjórnun beint: Það að fólk með ADHD á það til að vinna fram eftir því það gleymir að hætta eða missir af hádegismat vegna vinnugleði virðist útaf einhverri óútskýranlegri ástæðu ekki vera vandamál fyrir atvinnurekendur. En þetta er vandamál fyrir fólk með ADHD þar sem of mikil vinna leiðir til þess að við brennum út hraðar í starfi. Kulnun hjá launtaka er vandamál fyrir atvinnurekendur og er því mikilvægt að atvinnurekendur kunni að setja upp aðstæður á vinnustaðnum sem stuðla að heilbrigðari tímastjórnun fyrir ADHD einstaklinga. Málgleði Fólk með ADHD hefur heila sem vinnur á 100.000.000.000.000… snúningum per millisekúndu, sem gerir það að verkum að þegar við tölum þá getum við talað mikið, hratt, og farið úr einu í annað og oft án þess að nokkur sjái tengingu þar á milli. Við með ADHD eigum að brosa og taka til okkar hversu skemmdir heilarnir í okkur eru þegar venjulega fólk segir við okkur „þú talar svo hratt“, en þegar við segjum við venjulega fólkið „þú talar svo hægt“ erum við dónaleg og eigum að skammast okkar. Allir með ADHD þekkja hamingjuflæðið sem verður í heila okkar þegar við hittum jafningja okkar og við getum talað hratt og farið úr einu í annað án þess að hafa áhyggjur af því að elsku greyið geti ekki fylgt eftir. Af hverju það sé svo erfitt að kenna venjulegu fólki að þekkja háhraða tjáningarmáta ADHD einstaklinga, og læra að vinna með þeim tjáningarmáta frekar en að setja útá einstaklingana er í besta falli mjög skrítið. Þessi háhraða tjáningarmáti kemur vegna þeirrar hæfni ADHD fólks að vinna hratt úr upplýsingum, hæfni sem atvinnurekendur ættu að berjast við að fullnýta þar sem úrvinnsla og úrlausnir verkefna og vandamála myndu skjótt leysast sé þessi hæfni vandlega nýtt og eina sem þarf er lágmarksþekking á nýtingu samskiptaflæðis meðal starfsfólks. Sittu kyrr! ADHD getur komið fram í mikilli líkamlegri orku, og fyrir þá einstaklinga er kyrrseta erfið. Það að hafa hemil á þessari orku ekki bara skapar erfitt skap hjá viðkomandi aðila heldur myndar einnig gífurlegt andlegt álag þar sem heilinn er á fullu við að berja niður kröfur líkamans um að vera á hreyfingu. Frá barnsaldri hefur fólk með ADHD sem á við mikla líkamlega orku að ráða verið sagt að það verði að sitja kyrrt til þess að „vera húsum hæft“. Við berjumst við þá skömm að við eigum erfitt með að sitja kyrr, og oft mikla uppbyggða vanlíðan þar sem þessi orka er ekki nýtt eða vegna þess andlega álags sem fylgir að berja þessa orku í sífellu niður. Þetta er í sjálfu sér ekki vandamál, þar sem auðvelt er fyrir atvinnurekendur að setja upp vinnuaðstæður hvers einstaklings þannig að líkamleg þörf hvers og eins er mætt. Eina sem þarf er atvinnurekandi sem þorir að horfa framhjá þessari samfélagslegri kröfu um að „sitja rétt“ sé samasem merki um góðan starfskraft. Rannsóknir hafa meira að segja ítrekað sýnt að kyrrseta er ekki holl, en venjulega fólkið rígheldur samt enn í þetta einhverja hluta vegna. Streituviðnám Fólk með ADHD á bæði erfitt og auðvelt með að takast á við streitu. Já, við erum fólkið sem mun halda atvinnurekandanum gangandi í gegnum krísutíma því við vinnum mjög vel undir álagi. Heilinn í okkur vinnur hratt úr aðstæðum, við eigum auðvelt með að taka ákvarðanir (líka þær erfiðu), koma ákvörðun okkar í gang, og við getum keyrt erfið verkefni áfram án mikillar fyrirhafnar þar sem við erum bókstaflega hönnuð til þess að vinna í þessum aðstæðum. En við getum ekki unnið við þessar aðstæður lengi. Við brennum hratt út í þessum aðstæðum, og er því mikilvægt að atvinnurekendur átti sig á því að það starfsfólk sem er í essinu sínu þegar allt fer til fjandans, er líka það starfsfólk sem þarf á góðri eftirmeðferð að halda er aðstæðum er lokið. Að sama skapi þá eigum við ADHD fólkið erfitt með streituvaldandi aðstæður sem leyfa ekki viðbrögð við aðstæðunum. Við munum bregðast illa við séum við sett í neikvætt og niðurrífandi starfsumhverfi þar sem við fáum ekki að vinna úr aðstæðum og breyta þeim til hins betra. Já, við elskum að vinna við vissa streitu, en eingöngu að því marki að aðstæður leyfa sífellda úrvinnslu úr streitunni svo heilinn og líkaminn okkar fái sífellt að skila af sér uppsafnaðri neikvæðri orku. Talað er um að fólk með ADHD sé svo skapstórt, eða erfitt í skapi, þegar oft er um einstakling að ræða sem er í streituvaldandi aðstæðum með enga leið til þess að vinna jafnóðum úr aðstæðunum. Auðvelt er fyrir atvinnurekendur að sjá til þess að streituvaldandi aðstæður safnist ekki upp hjá fólki með ADHD, með því að leyfa sjálfstæð vinnubrögð, tafarlausa úrvinnslu, og sjái til þess að niðurrífandi ofbeldismenning sé ekki leyfileg á vinnustaðnum. Eftirmeðferð En hver er þessi eftirmeðferð sem sífellt er verið að tala um? Jú, við með ADHD erum með gífurlega andlega og líkamlega orku og ef við fáum að leysa hana úr læðingi þá getum við gert kraftaverk á skömmum tíma! En við brennum hratt út ef við erum sífellt að ganga á þessa taumlausu orku, því hún er jú taumlaus en ekki endalaus. Mikilvægt er fyrir atvinnurekendur að átta sig á að setja þarf upp varnagla í starfsumhverfið sem leyfa fólki með ADHD að fylla batteríin milli verkefnalota eða vinnustunda. Misjafnt er eftir einstaklingum hvaða eftirmeðferð henti hverju sinni, og er því mikilvægt fyrir atvinnurekendur að taka sér nauðsynlegan tíma til að kynnast einstaklingum innan hóps starfsliðs síns til þess að sjá hverjum hættir til að brenna sjálfan sig út af vinnugleði, og hvaða varnagla hægt sé að setja í gang til að ganga úr skugga um að svo gerist ekki. Haldi atvinnurekandi rétt á spilum sínum gagnvart fólki með ADHD, þá eru þarna launtakar sem munum telja grettistak vera eðlilegt lágmarks vinnuframlag, munu endast lengi og þrífast vel í sínum vinnuaðstæðum og þannig launa atvinnurekanda sínum margfalt tilbaka. Sjálfsumhyggja fyrir fólk með ADHD Mikilvægt er fyrir einstaklinga með ADHD að skilja hvernig heilinn sinn virkar. Jújú, hægt er að fara á TikTok og hlusta á endalaus myndbönd um hvað fólk útí heimi segir, en langbest er að fara til sérfræðings þar sem það eru aðilar sem eru menntaðir til þess að kenna sjálfsumhyggju (og eftirmeðferð) fyrir einstaklinga með ADHD, sérfræðingar sem munu ekki bara kenna handahófskenndar aðferðir heldur liðsinna hverjum og einum við að finna þær aðferðir sem henta hverjum einstaklingi best. Fólk með ADHD á það til að gleyma að já, heilinn í þeim er bæði fær um og hreinlega öskrar á það að vinna sífellt við erfið og krefjandi verkefni, og líkaminn fylgir oft þar með. En þrátt fyrir það þá höfum við með ADHD sama orkuforðabú og venjulegt fólk, við erum bara alltaf að ganga hraðar og grimmar á það orkubú. Því er mikilvægt að við lærum á okkur sjálf, sinnum sjálfsumhyggju, og eftirmeðferð í sífellu, svo orkubúið okkar haldist sem næst fullhlaðið sem lengst. Að lokum Það að stuðla að fjölbreytileika á vinnustað er mikilvægt fyrir okkur öll. Við öll eigum skilið tækifæri til að vera hluti af vinnumarkaðinum, við öll eigum skilið að blómstra í starfi og fá að nýta hæfni okkar til hins ýtrasta, við öll eigum það skilið að vera sýnilega alveg eins og við erum. Þetta gildir fyrir alla, óháð útliti, hreyfigetu, kynþætti, kyhneigð, hegðunarmynsturs, og fleiri þáttum. Við eigum öll jafnrétti skilið á vinnumarkaði. En gleymum ekki að jafnrétti er ekki að allir aðilar fái sama hlutinn, heldur að allir aðilar fái sömu tækifærin og til þess þurfum við mismunandi tæki og tól. Því er mikilvægt að atvinnurekendur leggi þá vinnu á sig að meta hvern einstakling fyrir sig og finna þær aðferðir sem styðja hvern aðila fyrir sig hverju sinni. Við starfsfólkið erum jú öll þess virði. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar og sérfræðingur í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Vinnustaðurinn Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreytileiki er mikið í umræðunni, og horfum við mikið á sjáanleg atriði sem hafa þarf í huga á vinnustað til að öll telji sig velkomin. En við megum ekki gleyma ósjáanlegum einkennum, hegðunarmynstrum sem eru talin „óæskileg“ eða „skrítin“ einfaldlega vegna þess að við búum í samfélagi sem er búið að festa ákveðið hegðunarmynstur sem öll eiga að fylgja möglunarlaust og hver svo sem dirfist að fara þar út fyrir þann ramma er umsvifalaust málað upp sem vandamál. Þessi „öðruvísi“ hegðunarmynstur koma meðal annars fram hjá einstaklingum sem eru með ADHD. Þennan hræðilega stimpil sem segir að „þessi einstaklingur er erfiður í umgengni, skapvondur, og mögulega ekki vinnustöðum hæfur“ vegna þess að heili þessara einstaklinga kallar fram hegðunarmynstur sem venjulega fólkinu finnst skrítið að vinna með. En með það núverandi ákall um að efla eigi fjölbreytileika á vinnustað og vinnustaðir keppast við að leyfa sjáanlegan breytileika á vinnustaðnum, er þá ekki tilvalið að byrja að efla vinnustaði til þess að nýta mismunandi hegðunarmynstur sér til framdráttar? Athuga skal að neðangreindur listi er ekki tæmandi af mögulegum einkennum ADHD. ADHD hefur margvíslegar birtingarmyndir og einkenni þar á, og er misjafnt eftir einstaklingum hver birtingarmyndin er hverju sinni. En þetta gefur hugmynd af þeim ríku auðlindum sem atvinnurekendur missa af, er fólk með ADHD fær ekki að njóta sín til fulls á vinnumarkaði. Hvatvísi Við með ADHD tökum ákvarðanir á núll-einni og förum beint í að fylgja ákvörðuninni eftir. Þetta er kallað hvatvísi og flokkað sem vandamál því venjulega fólkið á oft erfitt með þetta, og eru því bremsur settar á vinnu-aðferðir okkar svo þessar elskur eigi auðveldara með að fylgja okkur eftir. Bremsur sem virka á okkur eins og sífelldar andlegar barsmíðar sem berja úr okkur allan þrótt til að sinna þessu tiltekna verkefni til streitu. Heili einstaklinga með ADHD vinnur úr gífurlegu magni upplýsinga á hraða sem venjulegt fólk áttar sig ekki á. Við með ADHD erum einnig alin upp við það að halda að fyrst heilinn í okkur vinnur svona hratt og kemur svona hratt að niðurstöðu, þá sé það „slæm ákvörðun“. En það að við hugsum hratt er ekki einkenni „slæmra ákvarðana“, heldur styttir allan úrvinnslutíma verkefna. „Hvatvísin“ okkar er jafnframt sýnileiki þeirrar orku sem við munum hella í það verkefni sem við erum að sinna hverju sinni, og fái hvatvísin lausan tauminn þá getum við fært heilu fjöllin án þess að pústa úr nös. Ef aðeins atvinnurekendur áttuðu sig á þeim krafti sem þessir einstaklingar hefðu að geyma, og ynnu að því að setja upp vinnuaðstæður í kringum þessa einstaklinga sem leyfði þessari taumlausu orku að njóta sín, og pössuðu jafnframt upp á að nauðsynleg eftirmeðferð væri til staðar. Tímastjórnun // Fundir og samskiptaflæði Klukkan er einn versti óvinur einstaklings með ADHD. Við getum mætt til vinnu og byrjað daginn á skemmtilegu verkefni sem við ætlum að sinna fyrsta hálftíma vinnudagsins, og þegar við lítum upp er búið að ganga frá vinnustaðnum fyrir helgina, allir farnir nema við, við misstum af hádegismatnum með vinum okkar og tveimur fundum sem mikilvægt var að mæta á svo verkefni annarra deilda staðni ekki. Byrjum á þessu mikilvæga sem atvinnurekendur kvarta mest yfir, að missa af fundum og röskun á samskiptaflæði vegna þessa: Mikið af atvinnurekendum halda að fundir séu einhver gæðastimpill á verkefni, og er mikið af venjulegu fólki sem virðist jafnframt halda að því fleiri fundi sem það þurfi að sækja því mikilvægara sé það í starfi sínu. Þetta er sitthvað sem fólk með ADHD á erfitt með að skilja, þar sem fundir bæði brjóta upp vinnuflæði okkar sem og vinnugleðina. Fyrir einstakling með ADHD sem er sífellt að fá skammir fyrir að gleyma fundum, eða mikið er rætt að „það þurfi alltaf að minna viðkomandi á að mæta á fundi“ þá er starfsumhverfið orðið neikvætt og niðurrífandi. Ekki aðeins eru fundirnir að brjóta niður þær vinnuaðferðir sem henta okkur best sem myndar togstreitu innra með okkur, heldur skynjum við það sem svo að við séum ekki að sinna starfi okkar nægilega vel og erum að gera samstarfsfólki okkar erfitt fyrir með „lélegri fundarmætingu okkar“. Mikilvægt er fyrir atvinnurekendur að átta sig á að mismunandi samskiptaflæði er lykillinn að góðum samskiptum. Fólk með ADHD er í framlínu er kemur að því að benda atvinnurekendum á að fundir sem hefðu getað verið tölvupóstar, eða hægt hefði verið að leysa með samtali í gegnum Slack eða annan miðil er oft hagkvæmara heldur en sífelld fundarseta. En svo er það seinni punkturinn sem lítur að tímastjórnun beint: Það að fólk með ADHD á það til að vinna fram eftir því það gleymir að hætta eða missir af hádegismat vegna vinnugleði virðist útaf einhverri óútskýranlegri ástæðu ekki vera vandamál fyrir atvinnurekendur. En þetta er vandamál fyrir fólk með ADHD þar sem of mikil vinna leiðir til þess að við brennum út hraðar í starfi. Kulnun hjá launtaka er vandamál fyrir atvinnurekendur og er því mikilvægt að atvinnurekendur kunni að setja upp aðstæður á vinnustaðnum sem stuðla að heilbrigðari tímastjórnun fyrir ADHD einstaklinga. Málgleði Fólk með ADHD hefur heila sem vinnur á 100.000.000.000.000… snúningum per millisekúndu, sem gerir það að verkum að þegar við tölum þá getum við talað mikið, hratt, og farið úr einu í annað og oft án þess að nokkur sjái tengingu þar á milli. Við með ADHD eigum að brosa og taka til okkar hversu skemmdir heilarnir í okkur eru þegar venjulega fólk segir við okkur „þú talar svo hratt“, en þegar við segjum við venjulega fólkið „þú talar svo hægt“ erum við dónaleg og eigum að skammast okkar. Allir með ADHD þekkja hamingjuflæðið sem verður í heila okkar þegar við hittum jafningja okkar og við getum talað hratt og farið úr einu í annað án þess að hafa áhyggjur af því að elsku greyið geti ekki fylgt eftir. Af hverju það sé svo erfitt að kenna venjulegu fólki að þekkja háhraða tjáningarmáta ADHD einstaklinga, og læra að vinna með þeim tjáningarmáta frekar en að setja útá einstaklingana er í besta falli mjög skrítið. Þessi háhraða tjáningarmáti kemur vegna þeirrar hæfni ADHD fólks að vinna hratt úr upplýsingum, hæfni sem atvinnurekendur ættu að berjast við að fullnýta þar sem úrvinnsla og úrlausnir verkefna og vandamála myndu skjótt leysast sé þessi hæfni vandlega nýtt og eina sem þarf er lágmarksþekking á nýtingu samskiptaflæðis meðal starfsfólks. Sittu kyrr! ADHD getur komið fram í mikilli líkamlegri orku, og fyrir þá einstaklinga er kyrrseta erfið. Það að hafa hemil á þessari orku ekki bara skapar erfitt skap hjá viðkomandi aðila heldur myndar einnig gífurlegt andlegt álag þar sem heilinn er á fullu við að berja niður kröfur líkamans um að vera á hreyfingu. Frá barnsaldri hefur fólk með ADHD sem á við mikla líkamlega orku að ráða verið sagt að það verði að sitja kyrrt til þess að „vera húsum hæft“. Við berjumst við þá skömm að við eigum erfitt með að sitja kyrr, og oft mikla uppbyggða vanlíðan þar sem þessi orka er ekki nýtt eða vegna þess andlega álags sem fylgir að berja þessa orku í sífellu niður. Þetta er í sjálfu sér ekki vandamál, þar sem auðvelt er fyrir atvinnurekendur að setja upp vinnuaðstæður hvers einstaklings þannig að líkamleg þörf hvers og eins er mætt. Eina sem þarf er atvinnurekandi sem þorir að horfa framhjá þessari samfélagslegri kröfu um að „sitja rétt“ sé samasem merki um góðan starfskraft. Rannsóknir hafa meira að segja ítrekað sýnt að kyrrseta er ekki holl, en venjulega fólkið rígheldur samt enn í þetta einhverja hluta vegna. Streituviðnám Fólk með ADHD á bæði erfitt og auðvelt með að takast á við streitu. Já, við erum fólkið sem mun halda atvinnurekandanum gangandi í gegnum krísutíma því við vinnum mjög vel undir álagi. Heilinn í okkur vinnur hratt úr aðstæðum, við eigum auðvelt með að taka ákvarðanir (líka þær erfiðu), koma ákvörðun okkar í gang, og við getum keyrt erfið verkefni áfram án mikillar fyrirhafnar þar sem við erum bókstaflega hönnuð til þess að vinna í þessum aðstæðum. En við getum ekki unnið við þessar aðstæður lengi. Við brennum hratt út í þessum aðstæðum, og er því mikilvægt að atvinnurekendur átti sig á því að það starfsfólk sem er í essinu sínu þegar allt fer til fjandans, er líka það starfsfólk sem þarf á góðri eftirmeðferð að halda er aðstæðum er lokið. Að sama skapi þá eigum við ADHD fólkið erfitt með streituvaldandi aðstæður sem leyfa ekki viðbrögð við aðstæðunum. Við munum bregðast illa við séum við sett í neikvætt og niðurrífandi starfsumhverfi þar sem við fáum ekki að vinna úr aðstæðum og breyta þeim til hins betra. Já, við elskum að vinna við vissa streitu, en eingöngu að því marki að aðstæður leyfa sífellda úrvinnslu úr streitunni svo heilinn og líkaminn okkar fái sífellt að skila af sér uppsafnaðri neikvæðri orku. Talað er um að fólk með ADHD sé svo skapstórt, eða erfitt í skapi, þegar oft er um einstakling að ræða sem er í streituvaldandi aðstæðum með enga leið til þess að vinna jafnóðum úr aðstæðunum. Auðvelt er fyrir atvinnurekendur að sjá til þess að streituvaldandi aðstæður safnist ekki upp hjá fólki með ADHD, með því að leyfa sjálfstæð vinnubrögð, tafarlausa úrvinnslu, og sjái til þess að niðurrífandi ofbeldismenning sé ekki leyfileg á vinnustaðnum. Eftirmeðferð En hver er þessi eftirmeðferð sem sífellt er verið að tala um? Jú, við með ADHD erum með gífurlega andlega og líkamlega orku og ef við fáum að leysa hana úr læðingi þá getum við gert kraftaverk á skömmum tíma! En við brennum hratt út ef við erum sífellt að ganga á þessa taumlausu orku, því hún er jú taumlaus en ekki endalaus. Mikilvægt er fyrir atvinnurekendur að átta sig á að setja þarf upp varnagla í starfsumhverfið sem leyfa fólki með ADHD að fylla batteríin milli verkefnalota eða vinnustunda. Misjafnt er eftir einstaklingum hvaða eftirmeðferð henti hverju sinni, og er því mikilvægt fyrir atvinnurekendur að taka sér nauðsynlegan tíma til að kynnast einstaklingum innan hóps starfsliðs síns til þess að sjá hverjum hættir til að brenna sjálfan sig út af vinnugleði, og hvaða varnagla hægt sé að setja í gang til að ganga úr skugga um að svo gerist ekki. Haldi atvinnurekandi rétt á spilum sínum gagnvart fólki með ADHD, þá eru þarna launtakar sem munum telja grettistak vera eðlilegt lágmarks vinnuframlag, munu endast lengi og þrífast vel í sínum vinnuaðstæðum og þannig launa atvinnurekanda sínum margfalt tilbaka. Sjálfsumhyggja fyrir fólk með ADHD Mikilvægt er fyrir einstaklinga með ADHD að skilja hvernig heilinn sinn virkar. Jújú, hægt er að fara á TikTok og hlusta á endalaus myndbönd um hvað fólk útí heimi segir, en langbest er að fara til sérfræðings þar sem það eru aðilar sem eru menntaðir til þess að kenna sjálfsumhyggju (og eftirmeðferð) fyrir einstaklinga með ADHD, sérfræðingar sem munu ekki bara kenna handahófskenndar aðferðir heldur liðsinna hverjum og einum við að finna þær aðferðir sem henta hverjum einstaklingi best. Fólk með ADHD á það til að gleyma að já, heilinn í þeim er bæði fær um og hreinlega öskrar á það að vinna sífellt við erfið og krefjandi verkefni, og líkaminn fylgir oft þar með. En þrátt fyrir það þá höfum við með ADHD sama orkuforðabú og venjulegt fólk, við erum bara alltaf að ganga hraðar og grimmar á það orkubú. Því er mikilvægt að við lærum á okkur sjálf, sinnum sjálfsumhyggju, og eftirmeðferð í sífellu, svo orkubúið okkar haldist sem næst fullhlaðið sem lengst. Að lokum Það að stuðla að fjölbreytileika á vinnustað er mikilvægt fyrir okkur öll. Við öll eigum skilið tækifæri til að vera hluti af vinnumarkaðinum, við öll eigum skilið að blómstra í starfi og fá að nýta hæfni okkar til hins ýtrasta, við öll eigum það skilið að vera sýnilega alveg eins og við erum. Þetta gildir fyrir alla, óháð útliti, hreyfigetu, kynþætti, kyhneigð, hegðunarmynsturs, og fleiri þáttum. Við eigum öll jafnrétti skilið á vinnumarkaði. En gleymum ekki að jafnrétti er ekki að allir aðilar fái sama hlutinn, heldur að allir aðilar fái sömu tækifærin og til þess þurfum við mismunandi tæki og tól. Því er mikilvægt að atvinnurekendur leggi þá vinnu á sig að meta hvern einstakling fyrir sig og finna þær aðferðir sem styðja hvern aðila fyrir sig hverju sinni. Við starfsfólkið erum jú öll þess virði. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun