Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 19:01 Pep Guardiola í leik dagsins. EPA-EFE/ASH ALLEN Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. „Það hefði ekki verið gott hefði okkur ekki tekist að vinna leikinn. Úrslitin voru í takt við frammistöðuna sem var virkilega góð.“ „Við byrjuðum virkilega vel en eftir sjö mínútur kom fyrsti langi boltinn inn fyrir og við vorum ekki í réttri línu. Við vorum aðeins stressaðri á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik en allt í allt var þetta virkilega góður leikur.“ „Þeir eru lið sem er byggt fyrir skyndisóknir og þeir geta drepið þig með slíkum sóknum. Þess vegna máttu ekki tapa boltanum. Ef við sækjum en erum ekki í góðri stöðu þá hefðu þeir getað sótt hratt og skorað seinna markið, það hefði gert leikinn erfiðari.“ Phil Foden hefur verið í aðalhlutverki hjá Man City á leiktíðinni. Hann hefur nú skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Phil Foden var frábær í dag.Michael Regan/Getty Images „Þetta snýst um fjölda leikja sem hann spilar. Hann hefur alltaf verið hæfileikaríkur leikmaður en nú er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað í gegnum miðjuna, úti hægra megin sem og vinstra megin. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ótrúlegur.“ „Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri gleði en allt hitt sem hann gerir. Við þurfum hins vegar ekkert að ræða varnarvinnuna. Þeir sem sinna henni ekki detta úr liðinu. Hann elskar fótbolta, hann lifir fyrir fótbolta. Það er gaman að vinna með honum og hann leggur gríðarlega hart að sér.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stýrt því sem Liverpool, Arsenal eða Aston Villa gera. Þetta snýst um okkur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna í dag, og munum reyna að gera það á miðvikudaginn og næsta sunnudag. Þetta lið er goðsagnakennt.“ „Hvort okkur tekst að vinna titilinn veit ég ekki. Við erum í dag með fleiri stig en á sama tíma í fyrra. Munurinn er Liverpool og sá fjöldi stiga sem liðið er með núna miðað við á síðustu leiktíð. Þegar andstæðingur spilar svona vel óska ég þeim til hamingju. Við munum halda áfram, einn leik í einu,“ sagði Pep að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira
„Það hefði ekki verið gott hefði okkur ekki tekist að vinna leikinn. Úrslitin voru í takt við frammistöðuna sem var virkilega góð.“ „Við byrjuðum virkilega vel en eftir sjö mínútur kom fyrsti langi boltinn inn fyrir og við vorum ekki í réttri línu. Við vorum aðeins stressaðri á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik en allt í allt var þetta virkilega góður leikur.“ „Þeir eru lið sem er byggt fyrir skyndisóknir og þeir geta drepið þig með slíkum sóknum. Þess vegna máttu ekki tapa boltanum. Ef við sækjum en erum ekki í góðri stöðu þá hefðu þeir getað sótt hratt og skorað seinna markið, það hefði gert leikinn erfiðari.“ Phil Foden hefur verið í aðalhlutverki hjá Man City á leiktíðinni. Hann hefur nú skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Phil Foden var frábær í dag.Michael Regan/Getty Images „Þetta snýst um fjölda leikja sem hann spilar. Hann hefur alltaf verið hæfileikaríkur leikmaður en nú er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað í gegnum miðjuna, úti hægra megin sem og vinstra megin. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ótrúlegur.“ „Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri gleði en allt hitt sem hann gerir. Við þurfum hins vegar ekkert að ræða varnarvinnuna. Þeir sem sinna henni ekki detta úr liðinu. Hann elskar fótbolta, hann lifir fyrir fótbolta. Það er gaman að vinna með honum og hann leggur gríðarlega hart að sér.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stýrt því sem Liverpool, Arsenal eða Aston Villa gera. Þetta snýst um okkur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna í dag, og munum reyna að gera það á miðvikudaginn og næsta sunnudag. Þetta lið er goðsagnakennt.“ „Hvort okkur tekst að vinna titilinn veit ég ekki. Við erum í dag með fleiri stig en á sama tíma í fyrra. Munurinn er Liverpool og sá fjöldi stiga sem liðið er með núna miðað við á síðustu leiktíð. Þegar andstæðingur spilar svona vel óska ég þeim til hamingju. Við munum halda áfram, einn leik í einu,“ sagði Pep að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira