Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 06:37 Ísraelsmenn eru ósáttir við að Hamas neiti að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. AP/Leo Correa Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, var ómyrk í máli um stöðu mála í ræðu sem hún hélt þegar hún heimsótti Edmund Pettus-brúnna í Selmu í Alabama, þar sem lögreglumenn börðu niður friðsamleg mótmæli fyrir sex áratugum. Harris kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og sagði Ísraelsmenn verða að tryggja aukna mannúðaraðstoð á Gasa. „Engar afsakanir,“ sagði hún. Opna þyrfti nýjar leiðir inn á svæðið, aflétta óþarfa takmörkunum á aðflutningi neyðargagna, standa vörð um hjálparstarfsmenn og koma aftur á grunnþjónustu. Þá gagnrýndi hún Ísraela fyrir framgöngu hersins þegar yfir hundrað manns voru drepnir við bifreið með hjálpargögn í síðustu viku. „Við sáum hungrað, örvæntingafullt fólk nálgast flutningabifreiðar með neyðargögn til að reyna að tryggja fjölskyldum sínum mat eftir vikur af engri aðstoð í norðurhluta Gasa og þeim var mætt með bysskuskotum og glundroða,“ sagði Harris. Varaforsetinn sendi hins vegar einnig út skýr skilaboð til Hamas. „Hamas-liðar segjast vilja vopnahlé. Jæja, það er samkomulag á borðinu. Og eins og við höfum sagt; Hamas þarf að ganga að því samkomulagi. Komum á vopnahléi. Komum gíslunum aftur til fjölskyldna sinna. Og komum aðstoð umsvifalaust til íbúa Gasa.“ Fulltrúar Hamas mættu til viðræðnanna í Kaíró í gær en Reuters hafði eftir palestínskum embættismanni að samkomulag væri ekki í höfn. Ísraelsmenn tjáðu sig ekki um viðræðurnar í gær. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Sjá meira
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, var ómyrk í máli um stöðu mála í ræðu sem hún hélt þegar hún heimsótti Edmund Pettus-brúnna í Selmu í Alabama, þar sem lögreglumenn börðu niður friðsamleg mótmæli fyrir sex áratugum. Harris kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og sagði Ísraelsmenn verða að tryggja aukna mannúðaraðstoð á Gasa. „Engar afsakanir,“ sagði hún. Opna þyrfti nýjar leiðir inn á svæðið, aflétta óþarfa takmörkunum á aðflutningi neyðargagna, standa vörð um hjálparstarfsmenn og koma aftur á grunnþjónustu. Þá gagnrýndi hún Ísraela fyrir framgöngu hersins þegar yfir hundrað manns voru drepnir við bifreið með hjálpargögn í síðustu viku. „Við sáum hungrað, örvæntingafullt fólk nálgast flutningabifreiðar með neyðargögn til að reyna að tryggja fjölskyldum sínum mat eftir vikur af engri aðstoð í norðurhluta Gasa og þeim var mætt með bysskuskotum og glundroða,“ sagði Harris. Varaforsetinn sendi hins vegar einnig út skýr skilaboð til Hamas. „Hamas-liðar segjast vilja vopnahlé. Jæja, það er samkomulag á borðinu. Og eins og við höfum sagt; Hamas þarf að ganga að því samkomulagi. Komum á vopnahléi. Komum gíslunum aftur til fjölskyldna sinna. Og komum aðstoð umsvifalaust til íbúa Gasa.“ Fulltrúar Hamas mættu til viðræðnanna í Kaíró í gær en Reuters hafði eftir palestínskum embættismanni að samkomulag væri ekki í höfn. Ísraelsmenn tjáðu sig ekki um viðræðurnar í gær.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Sjá meira