Thelma hitti úr 14 af 15 þriggja stiga skotum og vann keppni kynjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 10:00 Thelma Dís Ágústsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi um helgina. Vísir/Hulda Margrét Keflvíska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir er mjög öflug þriggja stiga skytta og það sýndi hún í verki á Nettómótinu un helgina. Thelma Dís var auðvitað ekki að keppa á sjálfu mótinu, enda lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu og Nettómótið er fyrir yngsta körfuboltafólkið okkar. Mikilvægur hluti af mótinu er hins vegar lokahófið í Blue-höllinni í Keflavík þar sem allir krakkarnir safnast saman og boðið er upp á skemmtiatriði eins og tónlistaratriði og körfuboltatilþrif. Klippa: Skotsýning Thelmu Það vantaði ekki körfuboltatilþrifin því meðal þess sem var boðið upp í ár var þriggja stiga skotkeppni sem Thelma Dís pakkaði saman. Hún hitti úr 14 af 15 skotum sínum í úrslitunum sem er svakaleg hittni. Thelma vann undanúrslit stelpnanna á móti Söru Rún Hinriksdóttur úr Keflavík og Njarðvíkingunum Önnu Lilju og Láru Ösp Ásgeirsdætrum. Hjá körlunum komst Keflvíkingurinn Igor Maric í úrslit en hann vann undanúrslit karlanna þar sem Njarðvíkingurinn Chaz Williams var meðal keppenda. Igor átti hins vegar engin svör við svakalegri skotnýtingu Thelmu í úrslitunum. Krakkarnir fylltu húsið og sköpuðu frábæra stemmningu í kringum keppnina. Thelma kveikti síðan í netinu og húsinu með skotsýningu sinni. „Mér fannst þetta bara mjög gaman og geggjað að sjá svona marga krakka. Man náttúrulega bara eftir því að hafa verið þarna sjálf sem keppandi á Nettómótinu að fylgjast með þessum keppnum og fannst þetta allt svo geggjað,“ segir Thelma Dís í stuttu spjalli við Vísi. Sabrina Ionescu á metið á stjörnuleik NBA og WNBA því hún hitti úr 25 af 27 þriggja stiga skotum á sínum tíma sem gerir ótrúlega 92,6 prósent nýtingu. Nýting Thelmu var aftur á móti 93,3 prósent. Sabrina tapaði einmitt skotkeppni kynjanna á móti Stephen Curry á Stjörnuhelgi NBA í ár. Bjarki Ármann Oddsson var í Blue höllinni og tók upp þetta myndband hér fyrir neðan af skotsýningu Thelmu. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Thelma Dís var auðvitað ekki að keppa á sjálfu mótinu, enda lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu og Nettómótið er fyrir yngsta körfuboltafólkið okkar. Mikilvægur hluti af mótinu er hins vegar lokahófið í Blue-höllinni í Keflavík þar sem allir krakkarnir safnast saman og boðið er upp á skemmtiatriði eins og tónlistaratriði og körfuboltatilþrif. Klippa: Skotsýning Thelmu Það vantaði ekki körfuboltatilþrifin því meðal þess sem var boðið upp í ár var þriggja stiga skotkeppni sem Thelma Dís pakkaði saman. Hún hitti úr 14 af 15 skotum sínum í úrslitunum sem er svakaleg hittni. Thelma vann undanúrslit stelpnanna á móti Söru Rún Hinriksdóttur úr Keflavík og Njarðvíkingunum Önnu Lilju og Láru Ösp Ásgeirsdætrum. Hjá körlunum komst Keflvíkingurinn Igor Maric í úrslit en hann vann undanúrslit karlanna þar sem Njarðvíkingurinn Chaz Williams var meðal keppenda. Igor átti hins vegar engin svör við svakalegri skotnýtingu Thelmu í úrslitunum. Krakkarnir fylltu húsið og sköpuðu frábæra stemmningu í kringum keppnina. Thelma kveikti síðan í netinu og húsinu með skotsýningu sinni. „Mér fannst þetta bara mjög gaman og geggjað að sjá svona marga krakka. Man náttúrulega bara eftir því að hafa verið þarna sjálf sem keppandi á Nettómótinu að fylgjast með þessum keppnum og fannst þetta allt svo geggjað,“ segir Thelma Dís í stuttu spjalli við Vísi. Sabrina Ionescu á metið á stjörnuleik NBA og WNBA því hún hitti úr 25 af 27 þriggja stiga skotum á sínum tíma sem gerir ótrúlega 92,6 prósent nýtingu. Nýting Thelmu var aftur á móti 93,3 prósent. Sabrina tapaði einmitt skotkeppni kynjanna á móti Stephen Curry á Stjörnuhelgi NBA í ár. Bjarki Ármann Oddsson var í Blue höllinni og tók upp þetta myndband hér fyrir neðan af skotsýningu Thelmu.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira