Thelma hitti úr 14 af 15 þriggja stiga skotum og vann keppni kynjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 10:00 Thelma Dís Ágústsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi um helgina. Vísir/Hulda Margrét Keflvíska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir er mjög öflug þriggja stiga skytta og það sýndi hún í verki á Nettómótinu un helgina. Thelma Dís var auðvitað ekki að keppa á sjálfu mótinu, enda lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu og Nettómótið er fyrir yngsta körfuboltafólkið okkar. Mikilvægur hluti af mótinu er hins vegar lokahófið í Blue-höllinni í Keflavík þar sem allir krakkarnir safnast saman og boðið er upp á skemmtiatriði eins og tónlistaratriði og körfuboltatilþrif. Klippa: Skotsýning Thelmu Það vantaði ekki körfuboltatilþrifin því meðal þess sem var boðið upp í ár var þriggja stiga skotkeppni sem Thelma Dís pakkaði saman. Hún hitti úr 14 af 15 skotum sínum í úrslitunum sem er svakaleg hittni. Thelma vann undanúrslit stelpnanna á móti Söru Rún Hinriksdóttur úr Keflavík og Njarðvíkingunum Önnu Lilju og Láru Ösp Ásgeirsdætrum. Hjá körlunum komst Keflvíkingurinn Igor Maric í úrslit en hann vann undanúrslit karlanna þar sem Njarðvíkingurinn Chaz Williams var meðal keppenda. Igor átti hins vegar engin svör við svakalegri skotnýtingu Thelmu í úrslitunum. Krakkarnir fylltu húsið og sköpuðu frábæra stemmningu í kringum keppnina. Thelma kveikti síðan í netinu og húsinu með skotsýningu sinni. „Mér fannst þetta bara mjög gaman og geggjað að sjá svona marga krakka. Man náttúrulega bara eftir því að hafa verið þarna sjálf sem keppandi á Nettómótinu að fylgjast með þessum keppnum og fannst þetta allt svo geggjað,“ segir Thelma Dís í stuttu spjalli við Vísi. Sabrina Ionescu á metið á stjörnuleik NBA og WNBA því hún hitti úr 25 af 27 þriggja stiga skotum á sínum tíma sem gerir ótrúlega 92,6 prósent nýtingu. Nýting Thelmu var aftur á móti 93,3 prósent. Sabrina tapaði einmitt skotkeppni kynjanna á móti Stephen Curry á Stjörnuhelgi NBA í ár. Bjarki Ármann Oddsson var í Blue höllinni og tók upp þetta myndband hér fyrir neðan af skotsýningu Thelmu. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Thelma Dís var auðvitað ekki að keppa á sjálfu mótinu, enda lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu og Nettómótið er fyrir yngsta körfuboltafólkið okkar. Mikilvægur hluti af mótinu er hins vegar lokahófið í Blue-höllinni í Keflavík þar sem allir krakkarnir safnast saman og boðið er upp á skemmtiatriði eins og tónlistaratriði og körfuboltatilþrif. Klippa: Skotsýning Thelmu Það vantaði ekki körfuboltatilþrifin því meðal þess sem var boðið upp í ár var þriggja stiga skotkeppni sem Thelma Dís pakkaði saman. Hún hitti úr 14 af 15 skotum sínum í úrslitunum sem er svakaleg hittni. Thelma vann undanúrslit stelpnanna á móti Söru Rún Hinriksdóttur úr Keflavík og Njarðvíkingunum Önnu Lilju og Láru Ösp Ásgeirsdætrum. Hjá körlunum komst Keflvíkingurinn Igor Maric í úrslit en hann vann undanúrslit karlanna þar sem Njarðvíkingurinn Chaz Williams var meðal keppenda. Igor átti hins vegar engin svör við svakalegri skotnýtingu Thelmu í úrslitunum. Krakkarnir fylltu húsið og sköpuðu frábæra stemmningu í kringum keppnina. Thelma kveikti síðan í netinu og húsinu með skotsýningu sinni. „Mér fannst þetta bara mjög gaman og geggjað að sjá svona marga krakka. Man náttúrulega bara eftir því að hafa verið þarna sjálf sem keppandi á Nettómótinu að fylgjast með þessum keppnum og fannst þetta allt svo geggjað,“ segir Thelma Dís í stuttu spjalli við Vísi. Sabrina Ionescu á metið á stjörnuleik NBA og WNBA því hún hitti úr 25 af 27 þriggja stiga skotum á sínum tíma sem gerir ótrúlega 92,6 prósent nýtingu. Nýting Thelmu var aftur á móti 93,3 prósent. Sabrina tapaði einmitt skotkeppni kynjanna á móti Stephen Curry á Stjörnuhelgi NBA í ár. Bjarki Ármann Oddsson var í Blue höllinni og tók upp þetta myndband hér fyrir neðan af skotsýningu Thelmu.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira