Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2024 09:07 Bubbi Morthens (til hægri) á útför Guðbergs Bergssonar í fyrra. Hann óttast að púðurtunnan sé að fyllast hér á landi vegna rasisma sem grasseri. Vísir/VIlhelm Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. „Við getum haft skoðun á júróvisjón, fyrirkomulaginu, þátttakendum, lögum, textum og RÚV. Við getum haft skoðun á öllum andskotanum, jafnvel hvort keppandi frá Palestínu taki þátt í keppninni 2024 á Íslandi. En það sem gerðist eftir kosningu á samfélagsmiðlum opinberaði kynþáttaníð á jarðskjálftamælum hjartans. Hvað fær afa, ömmur, ungt fólk og miðaldra fólk til að skrifa óþverra á netið undir nafni og opinbera kalið hjarta? Samkennd, samúð og kærleikur eru ekki bara orð heldur sterkasta meðalið gegn allskonar hatri á þjóðum og kynþáttum og virkar alltaf ef fólk temur sér slíkan þankagang,“ segir Bubbi í færslu á Facebook í gær. Hann veltir málum fyrir sér. „Úr hvaða jarðvegi kemur óttinn? Hvílík ótíðindi eru þetta fyrir okkur sem þjóð! Það sem spýttist úr fúlu gini landans í gærkveldi yfir allt netið var áfall fyrir allar hugsandi manneskjur. Síðan voru það gífuryrði og svívirðingar þeirra sem töldu á sig hallað þegar ljóst var að Hera færi áfram, það var nóg af þeim líka.“ Bubbi skýtur á RÚV og segir allt saman hafa verið einhvers konar klúður. „Þau voru búin að koma sér í glataða stöðu með þessa keppni í ár áður en fyrsta kvöldið fór af stað. Það er æ betur að koma í ljós hvílíkur rasismi grasserar hér á landi. Og gott fólk: það er púðurtunna. Klúður yfirvalda undanfarin ár í flóttamannamálum sem og neikvæðar og stöðugar fréttir af ástandi mála hér á landi, hversu slæmt allt sé orðið, það er kveikurinn. Svo einn daginn mun stíga fram manneskja og hrópa: Ég er með lausnina, kjósið mig - og kveikja í.“ Eurovision Innflytjendamál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
„Við getum haft skoðun á júróvisjón, fyrirkomulaginu, þátttakendum, lögum, textum og RÚV. Við getum haft skoðun á öllum andskotanum, jafnvel hvort keppandi frá Palestínu taki þátt í keppninni 2024 á Íslandi. En það sem gerðist eftir kosningu á samfélagsmiðlum opinberaði kynþáttaníð á jarðskjálftamælum hjartans. Hvað fær afa, ömmur, ungt fólk og miðaldra fólk til að skrifa óþverra á netið undir nafni og opinbera kalið hjarta? Samkennd, samúð og kærleikur eru ekki bara orð heldur sterkasta meðalið gegn allskonar hatri á þjóðum og kynþáttum og virkar alltaf ef fólk temur sér slíkan þankagang,“ segir Bubbi í færslu á Facebook í gær. Hann veltir málum fyrir sér. „Úr hvaða jarðvegi kemur óttinn? Hvílík ótíðindi eru þetta fyrir okkur sem þjóð! Það sem spýttist úr fúlu gini landans í gærkveldi yfir allt netið var áfall fyrir allar hugsandi manneskjur. Síðan voru það gífuryrði og svívirðingar þeirra sem töldu á sig hallað þegar ljóst var að Hera færi áfram, það var nóg af þeim líka.“ Bubbi skýtur á RÚV og segir allt saman hafa verið einhvers konar klúður. „Þau voru búin að koma sér í glataða stöðu með þessa keppni í ár áður en fyrsta kvöldið fór af stað. Það er æ betur að koma í ljós hvílíkur rasismi grasserar hér á landi. Og gott fólk: það er púðurtunna. Klúður yfirvalda undanfarin ár í flóttamannamálum sem og neikvæðar og stöðugar fréttir af ástandi mála hér á landi, hversu slæmt allt sé orðið, það er kveikurinn. Svo einn daginn mun stíga fram manneskja og hrópa: Ég er með lausnina, kjósið mig - og kveikja í.“
Eurovision Innflytjendamál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira