Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 10:01 Þórir Jóhann Helgason hefur ekkert spilað undir stjórn Åge Hareide en lék 16 leiki undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og skoraði í tveimur jafnteflisleikjum við Ísrael í Þjóðadeildinni sumarið 2022. Hann átti líka afar mikilvæga stoðsendingu gegn Albaníu í lokaleik keppninnar. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). En íslenska liðið var langt frá því að tryggja sig inn á EM í gegnum undankeppnina í fyrra, hlaut þar tíu stig í sínum riðli og endaði í 4. sæti. Portúgal og Slóvakía enduðu efst og komust á EM. Þó að Lúxemborg hafi endað í 3. sæti riðilsins, sjö stigum fyrir ofan Ísland, þá eru það samt Íslendingar sem fá að fara í umspilið um síðustu sætin á EM. Unnu ekki leik en gerðu samt nógu vel Það er vegna þess að lokastaðan á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar ræður því hvaða lið komast í umspilið. Það eru sem sagt efstu liðin úr Þjóðadeildinni, sem ekki tryggðu sig svo inn á EM í gegnum undankeppnina, sem fá að fara í umspilið. Ísland gerði tvö jafntefli við Ísrael, og tvö jafntefli við Albaníu, í Þjóðadeildinni 2022 og það dugði á endanum til þess að skila liðinu í EM-umspil.vísir/Hulda Margrét Íslandi gekk samt ekkert vel í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Liðið vann ekki einn einasta leik. En fjögur jafntefli í fjórum leikjum dugðu samt til þess að liðið varð í 2. sæti í sínum riðli, á eftir engum öðrum en Ísraelsmönnum (8 stig) en fyrir ofan Albaníu (2 stig). Þetta var eini þriggja liða riðillinn í B-deildinni. Ísland hafði nefnilega heppnina með sér því liðið dróst í riðil með Rússlandi, sem var rekið úr keppninni eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og þar með sett í neðsta sætið í riðli Íslands. Mark Mikaels gulls ígildi ári síðar Það hefði þó ekki dugað ef Ísland hefði tapað á útivelli gegn Albaníu í lokaleik sínum í keppninni, og staðan var enn 1-0 þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Íslenska liðið hafði auk þess verið manni færra í 80 mínútur eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. En rétt fyrir lokaflautið átti Þórir Jóhann Helgason algjöra snilldarfyrirgjöf sem Mikael Anderson skilaði af öryggi í netið til að jafna metin, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Helstu atvikin úr leik Albaníu og Íslands Það var sem sagt þetta mark, skorað í september 2022, sem kom Íslandi í þá stöðu að geta tryggt sér EM-sæti í mars 2024. Ótrúlegt mikilvægi þessa marks var samt ekki endanlega ljóst fyrr en rúmu ári seinna, eftir að undankeppni EM lauk síðasta haust. Árangurinn í Þjóðadeildinni skilaði Ísrael sömuleiðis í EM-umspilið og úr því að UEFA leyfir Ísrael að vera með, þrátt fyrir stríðið á Gasa, fer leikurinn fram 21. mars. Hann verður þó spilaður í Búdapest í Ungverjalandi eftir að KSÍ harðneitaði að spila leikinn í Ísrael. Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). En íslenska liðið var langt frá því að tryggja sig inn á EM í gegnum undankeppnina í fyrra, hlaut þar tíu stig í sínum riðli og endaði í 4. sæti. Portúgal og Slóvakía enduðu efst og komust á EM. Þó að Lúxemborg hafi endað í 3. sæti riðilsins, sjö stigum fyrir ofan Ísland, þá eru það samt Íslendingar sem fá að fara í umspilið um síðustu sætin á EM. Unnu ekki leik en gerðu samt nógu vel Það er vegna þess að lokastaðan á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar ræður því hvaða lið komast í umspilið. Það eru sem sagt efstu liðin úr Þjóðadeildinni, sem ekki tryggðu sig svo inn á EM í gegnum undankeppnina, sem fá að fara í umspilið. Ísland gerði tvö jafntefli við Ísrael, og tvö jafntefli við Albaníu, í Þjóðadeildinni 2022 og það dugði á endanum til þess að skila liðinu í EM-umspil.vísir/Hulda Margrét Íslandi gekk samt ekkert vel í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Liðið vann ekki einn einasta leik. En fjögur jafntefli í fjórum leikjum dugðu samt til þess að liðið varð í 2. sæti í sínum riðli, á eftir engum öðrum en Ísraelsmönnum (8 stig) en fyrir ofan Albaníu (2 stig). Þetta var eini þriggja liða riðillinn í B-deildinni. Ísland hafði nefnilega heppnina með sér því liðið dróst í riðil með Rússlandi, sem var rekið úr keppninni eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og þar með sett í neðsta sætið í riðli Íslands. Mark Mikaels gulls ígildi ári síðar Það hefði þó ekki dugað ef Ísland hefði tapað á útivelli gegn Albaníu í lokaleik sínum í keppninni, og staðan var enn 1-0 þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Íslenska liðið hafði auk þess verið manni færra í 80 mínútur eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. En rétt fyrir lokaflautið átti Þórir Jóhann Helgason algjöra snilldarfyrirgjöf sem Mikael Anderson skilaði af öryggi í netið til að jafna metin, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Helstu atvikin úr leik Albaníu og Íslands Það var sem sagt þetta mark, skorað í september 2022, sem kom Íslandi í þá stöðu að geta tryggt sér EM-sæti í mars 2024. Ótrúlegt mikilvægi þessa marks var samt ekki endanlega ljóst fyrr en rúmu ári seinna, eftir að undankeppni EM lauk síðasta haust. Árangurinn í Þjóðadeildinni skilaði Ísrael sömuleiðis í EM-umspilið og úr því að UEFA leyfir Ísrael að vera með, þrátt fyrir stríðið á Gasa, fer leikurinn fram 21. mars. Hann verður þó spilaður í Búdapest í Ungverjalandi eftir að KSÍ harðneitaði að spila leikinn í Ísrael. Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn