Cantona hefði getað spilað fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 09:12 Eric Cantona var frábær á fimm tímabilum með Manchester United. Getty/Anton Want/ Graeme Souness var knattspyrnustjóri Liverpool þegar Eric Cantona kom inn í ensku úrvalsdeildina. Það er honum að kenna að Cantona spilaði ekki fyrir Liverpool heldur fór frekar í Leeds. Cantona átti síðan risastóran þátt í velgengni Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar. Cantona er elskaður og dáður meðal stuðningsmanna Manchester United og ekki að ástæðulausu enda átti hann fimm mögnuð tímabil hjá félaginu þar sem hann vann sex stóra titla. Souness sagði frá því í viðtali hjá Talksport að honum hafi verið boðið að fá Cantona til Liverpool á sínum tíma. Michel Platini kom á skrifstofuna til hans eftir Evrópuleik Liverpool og franska liðsins Auxerre og sagðist vera með frábæran leikmann fyrir hann. Hér fyrir neðan segir Souness söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=psOSERL4FDY">watch on YouTube</a> Platini sagði að Cantona hefði verið til vandræða í franska fótboltanum en að hann væri frábær leikmaður. Cantona fékk mánaðarbann í Frakklandi fyrir að henda bolta í dómara og það var síðan lengt í tvo mánuði eftir að hinn skapbráði Cantona kallaði alla í aganefndinni hálfvita. Cantona tilkynnti þá að hann væri hættur í fótbolta en Platini, sem var landsliðsþjálfari Frakka á þeim tíma, vildi finna nýtt lið fyrir hann utan Frakklands. Platini sannfærði Cantona um að hætta við að hætta og reyndi að koma honum að í enska boltanum. Souness sagði frá því að hann hefði hafnað því að fá Cantona af því að hann vildi ekki fleiri vandræðagemlinga í klefann hjá Liverpool. Cantona endaði því hjá Leeds og varð enskur meistari á fyrsta ári. Leeds seldi hann óvænt til Manchester United þar sem Cantona vann fjóra meistaratitla á fimm tímabilum. Eina tímabilið sem United vann ekki með hann innanborðs var þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að sparka niður áhorfanda í janúar. Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Cantona er elskaður og dáður meðal stuðningsmanna Manchester United og ekki að ástæðulausu enda átti hann fimm mögnuð tímabil hjá félaginu þar sem hann vann sex stóra titla. Souness sagði frá því í viðtali hjá Talksport að honum hafi verið boðið að fá Cantona til Liverpool á sínum tíma. Michel Platini kom á skrifstofuna til hans eftir Evrópuleik Liverpool og franska liðsins Auxerre og sagðist vera með frábæran leikmann fyrir hann. Hér fyrir neðan segir Souness söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=psOSERL4FDY">watch on YouTube</a> Platini sagði að Cantona hefði verið til vandræða í franska fótboltanum en að hann væri frábær leikmaður. Cantona fékk mánaðarbann í Frakklandi fyrir að henda bolta í dómara og það var síðan lengt í tvo mánuði eftir að hinn skapbráði Cantona kallaði alla í aganefndinni hálfvita. Cantona tilkynnti þá að hann væri hættur í fótbolta en Platini, sem var landsliðsþjálfari Frakka á þeim tíma, vildi finna nýtt lið fyrir hann utan Frakklands. Platini sannfærði Cantona um að hætta við að hætta og reyndi að koma honum að í enska boltanum. Souness sagði frá því að hann hefði hafnað því að fá Cantona af því að hann vildi ekki fleiri vandræðagemlinga í klefann hjá Liverpool. Cantona endaði því hjá Leeds og varð enskur meistari á fyrsta ári. Leeds seldi hann óvænt til Manchester United þar sem Cantona vann fjóra meistaratitla á fimm tímabilum. Eina tímabilið sem United vann ekki með hann innanborðs var þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að sparka niður áhorfanda í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira