Leit að miðjumanni stendur yfir Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 14:00 Arnar Grétarsson (t.v.) ásamt Sigurði Heiðari Höskuldssyni. Sigurður var aðstoðarþjálfari Arnars með Val í fyrra en er nú þjálfari Þórs og fékk Birki til liðs við félagið. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir félagið vera að leita að miðjumanni eftir brotthvarf Birkis Heimissonar á dögunum. Það sé ekki gengið að því að finna mann í hans stað. Athygli vakti þegar Birkir skipti úr Val yfir í Lengjudeildarlið Þórs í vikunni. Arnar segir Valsmenn ekki hafa ætlað sér að selja leikmenn en tilboð Þórs hafi verið þess eðlis að ákveðið var að standa ekki í vegi fyrir Birki. „Við vorum í raun búnir að taka ákvörðun um það að það væri enginn að fara. Við vorum búnir að fá fyrirspurnir í hann en ætluðum ekki að neinum í burtu en þegar kemur þetta tilboð frá Þór, er það þess eðlis, þá lögðum við spilin í hendurnar á honum,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Erfitt að finna leikmenn Valsmenn höfðu þegar misst tvo miðjumenn í Hauki Páli Sigurðssyni, sem hætti til að verða aðstoðarþjálfari liðsins, og Hlyn Frey Karlsson sem samdi við Haugesund í Noregi, sem stýrt er af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Elfar Freyr Helgason, sem hefur leikið sem miðvörður allan sinn feril, hefur leyst stöðu djúps miðjumanns í síðustu leikjum liðsins. „Við höfum verið að leita að miðjumanni en við tökum ekki hvern sem er. Við þurfum að taka helvíti góðan gæja ef við ætlum að fá einhvern inn. Við erum að skoða þetta en við erum með góðan hóp og góða leikmenn. Það þarf að vera maður sem er að fara að spila,“ „Það er ekkert létt að finna leikmenn sem við getum borgað og eru eins góðir og við viljum að þeir séu. Það er bara erfitt,“ segir Arnar. Æfir áfram með Val Birkir er að stíga upp úr meiðslum og er með gifs á hendinni næstu tvær vikur eða svo. Þá á hann von á barni á næstu dögum og mun því ekki fara norður í bráð. Þegar hann stígur upp úr meiðslunum mun hann æfa áfram með Valsmönnum þrátt fyrir að hafa samið við annað félag. Arnar segir sjálfsagt að hann sé í æfingahópi Valsmanna. „Við vorum bara spurðir hvort hann mætti vera á æfingum og það var alveg sjálfsagt. Hann er búinn að vera hérna í nokkur ár og orðinn Valsari. Þeir eru í annarri deild en við og það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Arnar. Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Athygli vakti þegar Birkir skipti úr Val yfir í Lengjudeildarlið Þórs í vikunni. Arnar segir Valsmenn ekki hafa ætlað sér að selja leikmenn en tilboð Þórs hafi verið þess eðlis að ákveðið var að standa ekki í vegi fyrir Birki. „Við vorum í raun búnir að taka ákvörðun um það að það væri enginn að fara. Við vorum búnir að fá fyrirspurnir í hann en ætluðum ekki að neinum í burtu en þegar kemur þetta tilboð frá Þór, er það þess eðlis, þá lögðum við spilin í hendurnar á honum,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Erfitt að finna leikmenn Valsmenn höfðu þegar misst tvo miðjumenn í Hauki Páli Sigurðssyni, sem hætti til að verða aðstoðarþjálfari liðsins, og Hlyn Frey Karlsson sem samdi við Haugesund í Noregi, sem stýrt er af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Elfar Freyr Helgason, sem hefur leikið sem miðvörður allan sinn feril, hefur leyst stöðu djúps miðjumanns í síðustu leikjum liðsins. „Við höfum verið að leita að miðjumanni en við tökum ekki hvern sem er. Við þurfum að taka helvíti góðan gæja ef við ætlum að fá einhvern inn. Við erum að skoða þetta en við erum með góðan hóp og góða leikmenn. Það þarf að vera maður sem er að fara að spila,“ „Það er ekkert létt að finna leikmenn sem við getum borgað og eru eins góðir og við viljum að þeir séu. Það er bara erfitt,“ segir Arnar. Æfir áfram með Val Birkir er að stíga upp úr meiðslum og er með gifs á hendinni næstu tvær vikur eða svo. Þá á hann von á barni á næstu dögum og mun því ekki fara norður í bráð. Þegar hann stígur upp úr meiðslunum mun hann æfa áfram með Valsmönnum þrátt fyrir að hafa samið við annað félag. Arnar segir sjálfsagt að hann sé í æfingahópi Valsmanna. „Við vorum bara spurðir hvort hann mætti vera á æfingum og það var alveg sjálfsagt. Hann er búinn að vera hérna í nokkur ár og orðinn Valsari. Þeir eru í annarri deild en við og það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Arnar.
Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira