Ný nafnskírteini renna út eins og heitar lummur Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 19:41 Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá með sýnishorn af gamla nafnskírteininu og tveimur útgáfum að nýja nafnskírteininu. Stöð 2/Sigurjón Þjóðskrá hefur hafið útgáfu á tveimur nýjum nafnskírteinum sem gagnast geta sem ferðaskilríki eða eingöngu til að auðkenna sig. Ísland er fyrst ríkja til að gefa út skilríki sem þessi samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli. Nafnskírteinin hafa litið eins út í áratugi eða eins lengi og elstu menn og konur muna og þykja ekki merkileg skilríki í dag. Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá segir að nú hafi átt sér stað algjör bylting í útgáfu nafnskírteina. Gamla nafnskírteinið var í raun algerlega hætt að gilda sem auðkennanlegt persónuskilríki. Nýju nafnskírteinin eru gefin út samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í desember.Stöð 2/Sigurjón „Jú, svo sannarlega. Þau eru orðin mun handhægari og öruggari að sjáfsögðu. Þau er hægt að fá í tveimur útgáfum,” segir Júlía. Annars vegar nafnskírteini sem jafnframt væri gilt ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og uppfyllti allar öryggiskröfur líkt og vegabréf með lokuðum örgjörfa. Hins vegar væri nafnskírteini sem allir, þar með börn, geti fengið og gildi til auðkenningar. Enda orðin ríkari krafa að börn og ungmenni geti auðkennt sig. Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá segir nýju nafnskírteinin algera byltingu í útgáfu persónuskilríkja á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón „Þau fara í strætó, kaupa kort í heilsuræktarstöðvar. Frá sextán ára aldri geta þau leyst út lyfin sín. Þannig að þetta er orðið gilt persónuskilríki til auðkenningar,“ segir Júlía. Það væri nýlunda að börn geti fengið útgefin skilríki. En skírteinin geta gagnast fleirum. Þau eru samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli sem samþykktur var á fundi á Íslandi og þau fyrstu í heiminum með þessu útliti. „Margt eldra fólk er löngu hætt að ferðast og með útrunnið vegabréf. Eru ekki búin að vera með ökuskírteini lengi. Mörg ungmenni í dag velja að vera ekki með ökuskírteini. Fyrir utan auðvitað að þau eru ekki endilega alveg gild persónuskilríki. Það er líka frekar óþjálft að vera alltaf með vegabréfið á sér,“ segir Júlí. Nafnskírteinið sem einnig gildir sem ferðaskírteini. Sótt er um nafnskírteinin hjá sýslumannsembættunum og frá og með 1. apríl einnig í sendiráðum Íslands í útlöndum.Þjóðskrá Og nýju nafnskírteinin hafa strax slegið í gegn á fyrsta degi. „Síminn hefur ekki stoppað í dag. Við erum búin að vera í góðum samskiptum við sýslumenn sem taka að sjálfsögðu á móti umsóknunum og eru okkar helsti samstarfsaðili. Þar hefur allt gengið vel. Fullt af fólki búið að koma og mjög mikill áhugi virðist vera.“ Nóg til af skilríkjum? „Já, það er nóg til. Við erum vel undirbúin,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir. Einnig verður hægt að sækja um nafnskírteinin í sendiráðum Íslands í öðrum löndum frá og með 1. apríl. Stjórnsýsla Vegabréf Tengdar fréttir Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Nafnskírteinin hafa litið eins út í áratugi eða eins lengi og elstu menn og konur muna og þykja ekki merkileg skilríki í dag. Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá segir að nú hafi átt sér stað algjör bylting í útgáfu nafnskírteina. Gamla nafnskírteinið var í raun algerlega hætt að gilda sem auðkennanlegt persónuskilríki. Nýju nafnskírteinin eru gefin út samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í desember.Stöð 2/Sigurjón „Jú, svo sannarlega. Þau eru orðin mun handhægari og öruggari að sjáfsögðu. Þau er hægt að fá í tveimur útgáfum,” segir Júlía. Annars vegar nafnskírteini sem jafnframt væri gilt ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og uppfyllti allar öryggiskröfur líkt og vegabréf með lokuðum örgjörfa. Hins vegar væri nafnskírteini sem allir, þar með börn, geti fengið og gildi til auðkenningar. Enda orðin ríkari krafa að börn og ungmenni geti auðkennt sig. Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá segir nýju nafnskírteinin algera byltingu í útgáfu persónuskilríkja á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón „Þau fara í strætó, kaupa kort í heilsuræktarstöðvar. Frá sextán ára aldri geta þau leyst út lyfin sín. Þannig að þetta er orðið gilt persónuskilríki til auðkenningar,“ segir Júlía. Það væri nýlunda að börn geti fengið útgefin skilríki. En skírteinin geta gagnast fleirum. Þau eru samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli sem samþykktur var á fundi á Íslandi og þau fyrstu í heiminum með þessu útliti. „Margt eldra fólk er löngu hætt að ferðast og með útrunnið vegabréf. Eru ekki búin að vera með ökuskírteini lengi. Mörg ungmenni í dag velja að vera ekki með ökuskírteini. Fyrir utan auðvitað að þau eru ekki endilega alveg gild persónuskilríki. Það er líka frekar óþjálft að vera alltaf með vegabréfið á sér,“ segir Júlí. Nafnskírteinið sem einnig gildir sem ferðaskírteini. Sótt er um nafnskírteinin hjá sýslumannsembættunum og frá og með 1. apríl einnig í sendiráðum Íslands í útlöndum.Þjóðskrá Og nýju nafnskírteinin hafa strax slegið í gegn á fyrsta degi. „Síminn hefur ekki stoppað í dag. Við erum búin að vera í góðum samskiptum við sýslumenn sem taka að sjálfsögðu á móti umsóknunum og eru okkar helsti samstarfsaðili. Þar hefur allt gengið vel. Fullt af fólki búið að koma og mjög mikill áhugi virðist vera.“ Nóg til af skilríkjum? „Já, það er nóg til. Við erum vel undirbúin,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir. Einnig verður hægt að sækja um nafnskírteinin í sendiráðum Íslands í öðrum löndum frá og með 1. apríl.
Stjórnsýsla Vegabréf Tengdar fréttir Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18