Hrannar: „Mér er drull, svona er ég“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. mars 2024 22:21 Hrannar Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét Stjarnan er úr leik í Powerade bikarnum eftir að hafa tapað gegn Val í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 26-32 í leik þar sem Stjarnan átti á brattann að sækja stærstan hluta leiksins. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir sína menn hafa komið sér í erfiða stöðu á lokakafla fyrri hálfleiksins. „Við misstum þetta niður undir lok fyrri hálfleiksins, staðan var 13-11 og endar í 17-11. Það var helvíti dýrt. Valur náttúrulega með best mannaða lið landsins og bara geggjað lið. Við töpuðum bara fyrir betra liði.“ Aðspurður hver skilaboðin hafi verið í hálfleik þá hafði Hrannar þetta að segja. „Bara upp með hausinn og áfram með þetta, við gefumst ekki upp og við sýndum það alveg. Við gáfumst ekki upp. Jú, jú það voru sveiflur en við sýndum það alveg að við gáfumst ekki upp.“ Hann var ánægður með síðari hálfleikinn hjá sínum mönnum þrátt fyrir að það hafi aldrei verið spurning hvar sigurinn myndi enda. „Allt í lagi. Við skoruðum 16 mörk, sóknarlega flottir, varnarlega líka bara flottir á köflum. Ódýr mörk sem við fáum á okkur sem naga mig ógeðslega mikið.“ Hrannar var mjög líflegur á hliðarlínunni og lét vel í sér heyra gagnvart leikmönnum sínum. „Þú ert bara að vinna og að reyna að kveikja í þessu og maður er að sýna tilfinningar og örugglega að segja eitthvað sem maður á ekki að vera að segja. Mér er drull, svona er ég.“ Næsti leikur Stjörnunnar er eftir rúmlega tvær vikur, enda landsleikjahlé að ganga í garð. Hrannar segir sitt lið muni taka smá pásu og svo undirbúa sig vel fyrir lokakafla Olís-deildarinnar. „Við bara æfum eins og menn. Tökum smá pásu núna. Við erum búnir að spila svolítið þétt eftir áramót og við þurfum aðeins bara að safna orku, svo bara fulla ferð,“ sagði Hrannar að lokum. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir sína menn hafa komið sér í erfiða stöðu á lokakafla fyrri hálfleiksins. „Við misstum þetta niður undir lok fyrri hálfleiksins, staðan var 13-11 og endar í 17-11. Það var helvíti dýrt. Valur náttúrulega með best mannaða lið landsins og bara geggjað lið. Við töpuðum bara fyrir betra liði.“ Aðspurður hver skilaboðin hafi verið í hálfleik þá hafði Hrannar þetta að segja. „Bara upp með hausinn og áfram með þetta, við gefumst ekki upp og við sýndum það alveg. Við gáfumst ekki upp. Jú, jú það voru sveiflur en við sýndum það alveg að við gáfumst ekki upp.“ Hann var ánægður með síðari hálfleikinn hjá sínum mönnum þrátt fyrir að það hafi aldrei verið spurning hvar sigurinn myndi enda. „Allt í lagi. Við skoruðum 16 mörk, sóknarlega flottir, varnarlega líka bara flottir á köflum. Ódýr mörk sem við fáum á okkur sem naga mig ógeðslega mikið.“ Hrannar var mjög líflegur á hliðarlínunni og lét vel í sér heyra gagnvart leikmönnum sínum. „Þú ert bara að vinna og að reyna að kveikja í þessu og maður er að sýna tilfinningar og örugglega að segja eitthvað sem maður á ekki að vera að segja. Mér er drull, svona er ég.“ Næsti leikur Stjörnunnar er eftir rúmlega tvær vikur, enda landsleikjahlé að ganga í garð. Hrannar segir sitt lið muni taka smá pásu og svo undirbúa sig vel fyrir lokakafla Olís-deildarinnar. „Við bara æfum eins og menn. Tökum smá pásu núna. Við erum búnir að spila svolítið þétt eftir áramót og við þurfum aðeins bara að safna orku, svo bara fulla ferð,“ sagði Hrannar að lokum.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira