Handbolti

Leið yfir landsliðsmarkvörðinn í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrine Lunde hefur lengi verið í hópi bestu markvarða heims. Hún er hins vegar orðið 43 ára gömul.
Katrine Lunde hefur lengi verið í hópi bestu markvarða heims. Hún er hins vegar orðið 43 ára gömul. EPA-EFE/CLAUS FISKER

Norski landsliðsmarkvörðurinn Katrine Lunde endaði á bráðamóttökunni í gærkvöldi eftir óhugnanlegt atvik í leik Vipers Kristiansand og Romerike Ravens í norsku deildinni.

Undir lok fyrri hálfleiksins leið yfir Lunde í miðjum leik. Staðan var þá 9-8 og 21 mínúta liðin af leiknum. Liðsfélagi hennar kom í veg fyrir að Lund skall í gólfið. Hún settist niður á gólfið.

Læknar og sjúkraþjálfarar liðanna huguðu að Lunde á gólfinu og hún gat síðan gengið sjálf af velli þremur og hálfri mínútu síðar.

„Hana svimaði og líklega vegna lítils blóðþrýstings. Við erum að láta athuga hana betur á bráðamóttökunni. Fyrir utan það þá get ekki ekki tjáð mig meira,“ sagði Trond Solvang, sjúkraþjálfari Vipers, við staðarblaðið Fædrelandsvennen.

„Þetta var mjög óhugguleg reynsla en sem betur fer virðist vera í lagi með hana. Ég hafði miklar áhyggjur,“ sagði liðsfélagi hennar Anna Vjakhireva við umrætt blað.

Katrine Lunde og félagar urðu bikarmeistarar á dögunum og vann hún þá sinn 46. stóra titil á ferlinum með félagsliði eða landsliði. Lunde er 43 ára og hefur spilað 350 landsleiki fyrir Noreg.

Julie Stokkendal Poulsen kom í staðinn í markið og hjálpaði Vipers að vinna 33-27. Þetta var tuttugasti deildarsigur liðsins í röð.

Umfjöllun Verdens Gang á netinu.Skjámynd/VG



Fleiri fréttir

Sjá meira


×