Velkomnir Svíar Þórir Guðmundsson skrifar 7. mars 2024 10:15 Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. Svíar hafa í raun tekið síaukinn þátt í varnarsamstarfi á vegum NATO undanfarin misseri í aðdraganda aðildarinnar. En formleg aðildi skiptir máli því þá virkjast fimmta grein stofnsáttmála bandalagsins um að árás á einn sé árás á alla. Eftir að Sovétríkin hrundu 1991var Rússum á margan hátt tekið opnum örmum af samfélagi vestrænna þjóða. Ásamt með öðrum Austur-Evrópuríkjum tók Rússland þátt í formlegu samstarfi við NATO, samstarfi í þágu friðar, og frá 1997 tók Rússlandsforseti þátt í G-8 fundum valdamestu ríkja heims. Flest NATO ríki töldu sig geta andað léttar og varið fjármunum til aukinnar uppbyggingar heima fyrir fremur en í vopn. En svo hrönnuðust upp óveðursský í austri. Í vel á annan áratug hefur stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sýnt klærnar gagnvart löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eða Rússlandi keisaratímans. Um það vitna innrásir í Georgíu 2008 og Úkraínu 2014. Eftir hina misheppnuðu allsherjarinnrás í Úkraínu 24. febrúar 2022 hafa rússnesk stjórnvöld dælt fjármunum í herinn sem aldrei fyrr í því skyni að koma í veg fyrir niðurlægjandi ósigur. Efnahagslífið snýst nú um stríðsreksturinn og er farið að líkjast á vissan hátt gamla sovéska hagkerfinu, með mikilli framleiðslu og lítilli neyslu - en töluverðri getu til að heyja stríð. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár - Eistland, Lettland og Litháen - þreytast ekki við að benda bandamönnum sínum í NATO á hættuna sem stafar af Rússum. Æðstu ráðamenn í Moskvu tala vart lengur undir rós þegar þeir ógna þessum fámennu þjóðum. Þær hafa notið sjálfstæðis síðastliðna þrjá áratugi og ætla ekki að missa það aftur. Í Eistlandi efast ráðamenn ekkert um vilja Rússa til að fara gegn sínum gömlu nýlendum, en telja að þeir hafi varla getu til þess fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Við þær aðstæður er innganga Svía í Atlantshafsbandalagið Eystrasaltsþjóðunum gífurlegur styrkur. Til viðbótar landbrúnni yfir til NATO-ríkjanna á meginlandi Evrópu í gegnum svokallað Suwalki-hlið til suðurs geta þau nú einnig reitt sig á stuðning Finna og Svía úr norðri. Athafnarými Rússa í Eystrasaltinu þrengist svo um munar. Til staðfestingar ætlun sinni að verja Eystrasaltsríkin árásum ráðgera Svíar að senda herlið til Lettlands undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Með öflugri vörnum heima fyrir og fjölgun bandamanna í nánasta umhverfi telja Eystrasaltsþjóðirnar þrjár sig mega vona að gamla heimsveldið í austri hugsi sig um tvisvar, og jafnvel þrisvar, áður en það rennir aftur hýru auga til þeirra. Á norðurslóðum styrkist varnarsamstarf norrænna ríkja enn meir. Ekki er lengur stór hvít eyða á NATO-kortinu þar sem Svíþjóð er. Samanlagt eiga Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland 230 orrustuflugvélar, fleiri en til dæmis Bretar og Þjóðverjar einir. Sænskir flugmenn hafa þegar æft lendingar Gripen orrustuflugvéla á finnskum vegum, sem sýnir hvort tveggja, hversu náið norrænt varnarsamstarf er nú þegar og hversu mikilvægt það er fyrir Finna að hafa Svía sér að baki sem formlega bandamenn ef til átaka kemur á 1.340 kílómetra landamærunum við Rússland. Biðin eftir inngöngu Svía hefur verið löng og tekið á taugar margra. Með henni sýna vestræn lönd samtakamátt á tímum vaxandi viðsjár. Árásarstríð Rússa í Úkraínu, sem hefur kostað hundruð þúsunda manna lífið, minnir á það hvað er í húfi. Margir munu því anda því léttar þegar gengið hefur verið frá skjölunum sem staðfesta aðild Svíþjóðar í Washington í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Guðmundsson NATO Svíþjóð Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. Svíar hafa í raun tekið síaukinn þátt í varnarsamstarfi á vegum NATO undanfarin misseri í aðdraganda aðildarinnar. En formleg aðildi skiptir máli því þá virkjast fimmta grein stofnsáttmála bandalagsins um að árás á einn sé árás á alla. Eftir að Sovétríkin hrundu 1991var Rússum á margan hátt tekið opnum örmum af samfélagi vestrænna þjóða. Ásamt með öðrum Austur-Evrópuríkjum tók Rússland þátt í formlegu samstarfi við NATO, samstarfi í þágu friðar, og frá 1997 tók Rússlandsforseti þátt í G-8 fundum valdamestu ríkja heims. Flest NATO ríki töldu sig geta andað léttar og varið fjármunum til aukinnar uppbyggingar heima fyrir fremur en í vopn. En svo hrönnuðust upp óveðursský í austri. Í vel á annan áratug hefur stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sýnt klærnar gagnvart löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eða Rússlandi keisaratímans. Um það vitna innrásir í Georgíu 2008 og Úkraínu 2014. Eftir hina misheppnuðu allsherjarinnrás í Úkraínu 24. febrúar 2022 hafa rússnesk stjórnvöld dælt fjármunum í herinn sem aldrei fyrr í því skyni að koma í veg fyrir niðurlægjandi ósigur. Efnahagslífið snýst nú um stríðsreksturinn og er farið að líkjast á vissan hátt gamla sovéska hagkerfinu, með mikilli framleiðslu og lítilli neyslu - en töluverðri getu til að heyja stríð. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár - Eistland, Lettland og Litháen - þreytast ekki við að benda bandamönnum sínum í NATO á hættuna sem stafar af Rússum. Æðstu ráðamenn í Moskvu tala vart lengur undir rós þegar þeir ógna þessum fámennu þjóðum. Þær hafa notið sjálfstæðis síðastliðna þrjá áratugi og ætla ekki að missa það aftur. Í Eistlandi efast ráðamenn ekkert um vilja Rússa til að fara gegn sínum gömlu nýlendum, en telja að þeir hafi varla getu til þess fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Við þær aðstæður er innganga Svía í Atlantshafsbandalagið Eystrasaltsþjóðunum gífurlegur styrkur. Til viðbótar landbrúnni yfir til NATO-ríkjanna á meginlandi Evrópu í gegnum svokallað Suwalki-hlið til suðurs geta þau nú einnig reitt sig á stuðning Finna og Svía úr norðri. Athafnarými Rússa í Eystrasaltinu þrengist svo um munar. Til staðfestingar ætlun sinni að verja Eystrasaltsríkin árásum ráðgera Svíar að senda herlið til Lettlands undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Með öflugri vörnum heima fyrir og fjölgun bandamanna í nánasta umhverfi telja Eystrasaltsþjóðirnar þrjár sig mega vona að gamla heimsveldið í austri hugsi sig um tvisvar, og jafnvel þrisvar, áður en það rennir aftur hýru auga til þeirra. Á norðurslóðum styrkist varnarsamstarf norrænna ríkja enn meir. Ekki er lengur stór hvít eyða á NATO-kortinu þar sem Svíþjóð er. Samanlagt eiga Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland 230 orrustuflugvélar, fleiri en til dæmis Bretar og Þjóðverjar einir. Sænskir flugmenn hafa þegar æft lendingar Gripen orrustuflugvéla á finnskum vegum, sem sýnir hvort tveggja, hversu náið norrænt varnarsamstarf er nú þegar og hversu mikilvægt það er fyrir Finna að hafa Svía sér að baki sem formlega bandamenn ef til átaka kemur á 1.340 kílómetra landamærunum við Rússland. Biðin eftir inngöngu Svía hefur verið löng og tekið á taugar margra. Með henni sýna vestræn lönd samtakamátt á tímum vaxandi viðsjár. Árásarstríð Rússa í Úkraínu, sem hefur kostað hundruð þúsunda manna lífið, minnir á það hvað er í húfi. Margir munu því anda því léttar þegar gengið hefur verið frá skjölunum sem staðfesta aðild Svíþjóðar í Washington í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun