Ráku konuna sem sakar Horner um óviðeigandi hegðun Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2024 14:08 Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing, með eiginkonu sinni Geri Halliwell. fyrir kappaksturinn í Barein um síðastliðna helgi. EPA-EFE/ALI HAIDER Konan, sem starfaði hjá Formúlu 1 liði Red Bull Racing og sakar liðsstjórann Christian Horner um óviðeigandi hegðun, hefur verið leyst frá störfum. Þetta staðfestir talsmaður Red Bull samsteypunnar í samtali við BBC. Konan hafði sakað Horner, sem gegnt hefur stöðu liðsstjóra Red Bull Racing síðan árið 2005, um óviðeigandi og stjórnandi hegðun. Red Bull samsteypan setti af stað innri rannsókn á ásökunum konunnar og var niðurstaðan sú að láta málið niður falla. Nú hefur konan verið leyst frá störfum. Talsmaður Red Bull samsteypunnar vildi lítið tjá sig um málið í samtali við BBC. Samsteypan gæti ekki tjáð sig um innanbúðar mál á borð við þetta. Degi eftir að Red Bull ákvað að láta málið niður falla í kjölfar sinnar rannsóknar var skjáskotum af meintum skilaboðum Horner til konunnar, sem og myndum sem hann á að hafa sent henni, komið á blaðamenn, liðsstjóra í Formúlu 1 sem og hátt setta starfsmenn innan Formúlu 1 og alþjóða akstursíþróttasambandsins. Konan er sögð hafa starfað í höfuðsstöðvum Red Bull Racing liðsins í Milton Keynes á Englandi. Sjálfur hefur Horner ávallt neitað sök í málinu en mikil ólga hefur skapast innan Red Bull Racing liðsins og voru farnar að heyrast raddir þess efnis að Horner ætti að stíga til hliðar. Þrátt fyrir að hafa verið vikið úr starfi segir talsmaður Red Bull samsteypunnar að réttur konunnar, til að áfrýja niðurstöðu rannsóknarinnar, sé enn til staðar. Fréttin verður uppfærð Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Konan hafði sakað Horner, sem gegnt hefur stöðu liðsstjóra Red Bull Racing síðan árið 2005, um óviðeigandi og stjórnandi hegðun. Red Bull samsteypan setti af stað innri rannsókn á ásökunum konunnar og var niðurstaðan sú að láta málið niður falla. Nú hefur konan verið leyst frá störfum. Talsmaður Red Bull samsteypunnar vildi lítið tjá sig um málið í samtali við BBC. Samsteypan gæti ekki tjáð sig um innanbúðar mál á borð við þetta. Degi eftir að Red Bull ákvað að láta málið niður falla í kjölfar sinnar rannsóknar var skjáskotum af meintum skilaboðum Horner til konunnar, sem og myndum sem hann á að hafa sent henni, komið á blaðamenn, liðsstjóra í Formúlu 1 sem og hátt setta starfsmenn innan Formúlu 1 og alþjóða akstursíþróttasambandsins. Konan er sögð hafa starfað í höfuðsstöðvum Red Bull Racing liðsins í Milton Keynes á Englandi. Sjálfur hefur Horner ávallt neitað sök í málinu en mikil ólga hefur skapast innan Red Bull Racing liðsins og voru farnar að heyrast raddir þess efnis að Horner ætti að stíga til hliðar. Þrátt fyrir að hafa verið vikið úr starfi segir talsmaður Red Bull samsteypunnar að réttur konunnar, til að áfrýja niðurstöðu rannsóknarinnar, sé enn til staðar. Fréttin verður uppfærð
Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira