Nú er búið að staðfesta bardaga á milli fyrrum þungavigtarmeistarans Mike Tyson og Youtube-stjörnunnar Jake Paul. Bardaginn fer fram þann 20. júlí.
Það sem meira er þá verður bardaginn í beinni útsendingu á Netflix og fer fram á heimavelli Dallas Cowboys, AT&T-vellinum.
MVP + Netflix - A Heavyweight Fight
— Most Valuable Promotions (@MostVpromotions) March 7, 2024
Jake Paul vs Mike Tyson
El Gallo vs The Baddest Man Ever
Live globally on Netflix to all 260 million subscribers.#PaulTyson pic.twitter.com/X10rgAgJle
Tyson verður 58 ára gamall í júní en hann barðist síðast árið 2020. Það var sýningarbardagi við Roy Jones Jr.
Jake Paul er aftur á móti 27 ára gamall og hefur verið að boxa síðan árið 2018. Hann barðist síðast um síðustu helgi er hann hafði betur gegn Ryan Bourland.
Netflix er smám saman að hasla sér völl í beinum útsendingum og þessi risaútsending á eftir að gera mikið fyrir þá í þeim efnum. Þó svo mörgum finnist bardaginn heimskulegur hafa miklu fleiri áhuga á að fylgjast með.
It’s JAKE PAUL vs. MIKE TYSON — yes, really! — in a LIVE BOXING event at AT&T Stadium you won’t want to miss. Airing live on Netflix Saturday, July 20 #PaulTyson pic.twitter.com/ULXVeCYeH6
— Netflix (@netflix) March 7, 2024