Ísrael án stærstu stjörnunnar gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2024 23:31 Manor Solomon var keyptur til Tottenham í fyrrasumar en hefur ekki getað spilað með liðinu síðustu fimm mánuði, vegna meiðsla. Getty/Stephanie Meek Ísraelsmenn hafa orðið fyrir áfalli í aðdraganda leiksins mikilvæga við Ísland, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta, samkvæmt ísraelskum miðlum. Tottenham-maðurinn Manor Solomon, verðmætasti ísraelski leikmaðurinn samkvæmt Transfermarkt, hefur nefnilega ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann hefur glímt við í vetur. Leikur Íslands og Ísraels, sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur, er því of snemma fyrir hann. Solomon spilaði síðast í lok september, í sigri Tottenham á Liverpool, en bati hans hefur gengið hægar en vonast var til í fyrstu og eftir tvær aðgerðir er þess enn beðið að hann hefji æfingar að nýju með Tottenham. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig stuttlega um Solomon í síðustu viku og sagði að hann ætti enn nokkuð í land með að geta hafið æfingar að nýju en um hnémeiðsli er að ræða. Lagði upp mark gegn Íslandi Solomon, sem er 24 ára, var keyptur til Tottenham síðasta sumar frá Fulham, eftir að hafa skorað fjögur mörk í 19 leikjum á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann var áður hjá Shaktar Donetsk en fékk sig lausan þaðan eftir að stríðið í Úkraínu braust út. Hann hefur skorað sjö mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael og lék 90 mínútur í báðum leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í júní 2022, þar sem hann lagði upp eitt mark. Meiðslastaðan hjá íslenska landsliðinu virðist heilt yfir vera góð en þó verður liðið að öllum líkindum án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem báðir hafa glímt við meiðsli síðustu mánuði. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Tottenham-maðurinn Manor Solomon, verðmætasti ísraelski leikmaðurinn samkvæmt Transfermarkt, hefur nefnilega ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann hefur glímt við í vetur. Leikur Íslands og Ísraels, sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur, er því of snemma fyrir hann. Solomon spilaði síðast í lok september, í sigri Tottenham á Liverpool, en bati hans hefur gengið hægar en vonast var til í fyrstu og eftir tvær aðgerðir er þess enn beðið að hann hefji æfingar að nýju með Tottenham. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig stuttlega um Solomon í síðustu viku og sagði að hann ætti enn nokkuð í land með að geta hafið æfingar að nýju en um hnémeiðsli er að ræða. Lagði upp mark gegn Íslandi Solomon, sem er 24 ára, var keyptur til Tottenham síðasta sumar frá Fulham, eftir að hafa skorað fjögur mörk í 19 leikjum á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann var áður hjá Shaktar Donetsk en fékk sig lausan þaðan eftir að stríðið í Úkraínu braust út. Hann hefur skorað sjö mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael og lék 90 mínútur í báðum leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í júní 2022, þar sem hann lagði upp eitt mark. Meiðslastaðan hjá íslenska landsliðinu virðist heilt yfir vera góð en þó verður liðið að öllum líkindum án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem báðir hafa glímt við meiðsli síðustu mánuði.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45
Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01
„Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31
Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00