Óttast að mál Davíðs ýti undir fordóma gagnvart Víetnömum Bjarki Sigurðsson skrifar 7. mars 2024 20:01 Anh-Dao K. Tran er aðjunkt við Háskóla Íslands og handhafi fálkaorðu. Vísir/Sigurjón Aðjunkt við Háskóla Íslands óttast að mál Davíðs Viðarssonar ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. Hún segist aldrei áður hafa heyrt af því að Víetnamar séu fluttir hingað til lands í vinnumansali. Anh-Dao er fædd og uppalin í Víetnam en flúði til Bandaríkjanna árið 1975 þegar hún var sextán ára gömul en hefur búið á Íslandi síðan árið 1984. Hún er aðjunkt og nýdoktor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur fengið fálkaorðu fyrir sín störf í þágu nýrra Íslendinga. Í rannsóknum sínum hefur Anh-Dao beint sjónum sínum að samfélagi innflytjenda á Íslandi, að mestu leyti Víetnama. Fyrstu flóttamennirnir frá Víetnam komu hingað árið 1979 en síðustu ár hefur innflytjendum þaðan fjölgað ört. Árið 2013 voru þeir 550 talsins en fjöldinn hefur tvöfaldast síðan þá og eru þeir 1223 í dag. Anh-Dao segir aðlögun Víetnama hér ekki ósvipaða þeirra sem koma frá öðrum löndum. „Við viljum í fjölmenningarsamfélagi frekar að fólk haldi þeirra tungumáli og menningu. Ég held að margir Víetnamar sem koma seinna hafa gert það. Börnin fara í skóla, læra íslensku en halda áfram að tala víetnömsku,“ segir Anh-Dao. Klippa: Óttast fordóma Hún segir algengt að fólk frá Víetnam flytji til annarra landa og sendi pening heim. Hún hefur þó ekki heyrt af mansali eins og eigandi Vy-þrifa, Davíð Viðarsson, er sakaður um. Hún óttast að atvikið geti ýtt undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. „Það er alltaf eitthvað um fordóma. Og þegar svona mál kemur upp gefur það fólki meiri afsökun til að vera með fordóma gegn Víetnömum. En þetta rosalega neikvæða mál er mjög góð afsökun fyrir fólk með fordóma til að bæta við þá,“ segir Anh-Dao. Víetnam Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Innflytjendamál Mansal Tengdar fréttir Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Anh-Dao er fædd og uppalin í Víetnam en flúði til Bandaríkjanna árið 1975 þegar hún var sextán ára gömul en hefur búið á Íslandi síðan árið 1984. Hún er aðjunkt og nýdoktor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur fengið fálkaorðu fyrir sín störf í þágu nýrra Íslendinga. Í rannsóknum sínum hefur Anh-Dao beint sjónum sínum að samfélagi innflytjenda á Íslandi, að mestu leyti Víetnama. Fyrstu flóttamennirnir frá Víetnam komu hingað árið 1979 en síðustu ár hefur innflytjendum þaðan fjölgað ört. Árið 2013 voru þeir 550 talsins en fjöldinn hefur tvöfaldast síðan þá og eru þeir 1223 í dag. Anh-Dao segir aðlögun Víetnama hér ekki ósvipaða þeirra sem koma frá öðrum löndum. „Við viljum í fjölmenningarsamfélagi frekar að fólk haldi þeirra tungumáli og menningu. Ég held að margir Víetnamar sem koma seinna hafa gert það. Börnin fara í skóla, læra íslensku en halda áfram að tala víetnömsku,“ segir Anh-Dao. Klippa: Óttast fordóma Hún segir algengt að fólk frá Víetnam flytji til annarra landa og sendi pening heim. Hún hefur þó ekki heyrt af mansali eins og eigandi Vy-þrifa, Davíð Viðarsson, er sakaður um. Hún óttast að atvikið geti ýtt undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. „Það er alltaf eitthvað um fordóma. Og þegar svona mál kemur upp gefur það fólki meiri afsökun til að vera með fordóma gegn Víetnömum. En þetta rosalega neikvæða mál er mjög góð afsökun fyrir fólk með fordóma til að bæta við þá,“ segir Anh-Dao.
Víetnam Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Innflytjendamál Mansal Tengdar fréttir Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10
Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“