Kjartan Atli: Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka úr þessum leik Árni Jóhannsson skrifar 7. mars 2024 21:23 Kjartan Atli Kjartansson gat ekki verið sáttur með sitt lið í kvöld. vísir / hulda margrét Leikur Álftaness og Vals á Hlíðarenda var í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik og var staðan 46-42 fyrir heimamönnum en það skildi heldur betur á milli liðanna í þeim seinni. Lokatölur urðu 89-71 fyrir Val og það var augljóst að Kjartan Atli þjálfari Álftaness var hundfúll með kvöldið. Hvað var það sem gerðist hjá Álftanesi í kvöld? „Valsmenn náðu að þrýsta okkur inn í ákveðnar sóknir og stöður sem þeim leið vel með. Þeir voru að taka í burtu það sem okkur gekk vel með í fyrri hálfleik. Við urðum svo bara staðir og einhæfir.“ Kjartan var lengi inn í klefa að ræða við sína menn og valdi orð sín gaumgæfilega í viðtalinu og augljóst að honum lá mikið á hjarta. Hann var spurður hreint út í ósætti hans með frammistöðu kvöldins. „Ég er ekki sáttu með það hvernig við spiluðum þennan leik. Það vantaði áræðni, ég held að það sé orðið sem ég er að leita að.“ Var ekkert sem hægt var að segja við hans menn í leikhléum til að kveikja eldinn. „Jú við reyndum það og reyndum að finna lausnir. Stundum er það bara þannig að leikurinn er hraður og maður er að reyna að finna lausnir í rauntíma og fanga slagkraft leiksins en við náðum því ekki. Valsmenn eru svo bara reyndir og góðir og fengu flotta frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. Voru svo að hitta úr skotum þar sem við héldum að við værum með þá en þá komu þristar í andlitið á okkur. Þeir bara spiluðu þennan leik fantavel og við verðum að hrósa þeim.“ Eitthvað jákvætt sem Kjartan gat tekið út úr þessum leik? „Á þessum tímapuntki þá nei. Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka út úr þessum leik. Við horfum svo bara á vídeó og reynum að finna lausnir. Það er ekkert annað hægt í þessu.“ Haukur Helgi Pálsson er enn á sjúkralistanum eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í vetur og var spurt út í stöðuna á honum. „Þetta er svo snúin meiðsli eftir bílslys þannig að við bara vitum það ekki. Við tökum þetta bara dag frá degi og við verðum bara að sjá til. Við söknum hans augljóslega, það sjá það allir, en við leggjum áherslu á það að hann verði heill þegar hann kemur til baka. Þetta eru þannig meiðsli að við erum ekki að flýta okkur með hann.“ Róbert Sean Birmingham, sonur goðsagnarinnar Brentons Birmingham, er kominn til liðs við Álftnesinga en það vakti athygli þegar hann sagðist ætla að spila fyrir Álftanes það sem eftir lifir vetrar. Kjartan var spurður að því hvernig honum fannst Róbert koma inn í liðið. „Hann er að koma inn á erfiðum tímapunkti. Kemur seint inn og er að aðlagast lífinu gegn fullorðnum leikmönnum. Hann er með marga flotta eiginleika og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann kemur inn í þetta. Hann þarf bara að fá mínútur á gólfinu að sanna sig og ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að vera flottur fyrir okkur.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Hvað var það sem gerðist hjá Álftanesi í kvöld? „Valsmenn náðu að þrýsta okkur inn í ákveðnar sóknir og stöður sem þeim leið vel með. Þeir voru að taka í burtu það sem okkur gekk vel með í fyrri hálfleik. Við urðum svo bara staðir og einhæfir.“ Kjartan var lengi inn í klefa að ræða við sína menn og valdi orð sín gaumgæfilega í viðtalinu og augljóst að honum lá mikið á hjarta. Hann var spurður hreint út í ósætti hans með frammistöðu kvöldins. „Ég er ekki sáttu með það hvernig við spiluðum þennan leik. Það vantaði áræðni, ég held að það sé orðið sem ég er að leita að.“ Var ekkert sem hægt var að segja við hans menn í leikhléum til að kveikja eldinn. „Jú við reyndum það og reyndum að finna lausnir. Stundum er það bara þannig að leikurinn er hraður og maður er að reyna að finna lausnir í rauntíma og fanga slagkraft leiksins en við náðum því ekki. Valsmenn eru svo bara reyndir og góðir og fengu flotta frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. Voru svo að hitta úr skotum þar sem við héldum að við værum með þá en þá komu þristar í andlitið á okkur. Þeir bara spiluðu þennan leik fantavel og við verðum að hrósa þeim.“ Eitthvað jákvætt sem Kjartan gat tekið út úr þessum leik? „Á þessum tímapuntki þá nei. Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka út úr þessum leik. Við horfum svo bara á vídeó og reynum að finna lausnir. Það er ekkert annað hægt í þessu.“ Haukur Helgi Pálsson er enn á sjúkralistanum eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í vetur og var spurt út í stöðuna á honum. „Þetta er svo snúin meiðsli eftir bílslys þannig að við bara vitum það ekki. Við tökum þetta bara dag frá degi og við verðum bara að sjá til. Við söknum hans augljóslega, það sjá það allir, en við leggjum áherslu á það að hann verði heill þegar hann kemur til baka. Þetta eru þannig meiðsli að við erum ekki að flýta okkur með hann.“ Róbert Sean Birmingham, sonur goðsagnarinnar Brentons Birmingham, er kominn til liðs við Álftnesinga en það vakti athygli þegar hann sagðist ætla að spila fyrir Álftanes það sem eftir lifir vetrar. Kjartan var spurður að því hvernig honum fannst Róbert koma inn í liðið. „Hann er að koma inn á erfiðum tímapunkti. Kemur seint inn og er að aðlagast lífinu gegn fullorðnum leikmönnum. Hann er með marga flotta eiginleika og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann kemur inn í þetta. Hann þarf bara að fá mínútur á gólfinu að sanna sig og ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að vera flottur fyrir okkur.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30