Liverpool náði forystunni með marki Alexis Mac Allisters af vítapunktinum en Darwin Núñez skoraði tvö góð mörk fyrir hlé en heimamenn í Spörtu hefðu hæglega getað skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleiknum.
Conor Bradley kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði sjálfsmark með sinni fyrstu snertingu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks en Luis Díaz og Dominik Szoboszlai innsigluðu 5-1 sigur Púllara.
Mohamed Salah spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og tókst að skora seint í leiknum en það mark dæmt af vegna rangstöðu.
Mörkin sex úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan í lýsingu Guðmundar Benediktssonar.