Klopp varði Trent en Guardiola hleypti brúnum Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 22:44 Jürgen Klopp segir ekkert út á ummæli Trents Alexander-Arnold að setja. Getty/Chris Brunskill Jürgen Klopp úskýrði og varði ummæli lærisveins síns, Trents Alexander-Arnold, á blaðamannafundi í dag í aðdraganda uppgjörsins við Manchester City á sunnudaginn. Trent fullyrti í viðtali í vikunni að titlar þýddu meira fyrir Liverpool-fólk en City-fólk og sagði það vera vegna fjárhagslegrar stöðu félaganna. Erling Haaland svaraði þessu meðal annars með því að skjóta á Trent og segja að hann þekkti ekki þá tilfinningu að vinna þrennu. Klopp og Pep Guardiola voru svo að sjálfsögðu spurðir út í þetta mál á blaðamannafundi í dag, og var ljóst að Guardiola hafði lítinn áhuga á því að svara. Hann lét nægja að óska Trent skjóts bata en bakvörðurinn hefur átt við meiðsli að stríða. Klopp undirstrikaði hins vegar að Liverpool-menn bæru mikla virðingu fyrir keppinautum sínum, sjálfsagt í von um að ummæli Trents yrðu ekki til þess að gíra City-menn sérstaklega upp á sunnudaginn. Agree to disagree? (Wait 'til the end...)#BBCFootball pic.twitter.com/DQcZLfCP6Q— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2024 „Ég veit ekki hversu oft við höfum sagt hve mikla virðingu við berum fyrir City. Pep er besti stjóri í heimi. Þeir eru með ótrúlega leikmenn. Í augnablikinu eru þeir með bestu níuna, Haaland, sem skorar þegar hann vill. Kevin De Bruyne fer í sögubækurnar með mönnum eins og Steven Gerrard. Phil Foden er besti enski leikmaðurinn í dag. Við sýnum því allir virðingu. Trent sýnir þessu virðingu. En hann er fæddur í Liverpool. Hann stóð á ruslatunnunum [fyrir utan Melwood-æfingasvæðið til að horfa á leikmenn æfa þegar hann var strákur]. Hvað finnst manni í slíkri stöðu? Eitt af slagorðum okkar, sem ég elska, er „þetta hefur meiri þýðingu“. Þetta hefur meiri þýðingu fyrir okkur. Þetta félag er okkur sérstakt. Ef okkur líður þannig, af hverju ættum við ekki að segja það? Svona líður honum bara. Svona líður okkur og ég hef ekkert út á það að setja. Ég er viss um að hann sýndi líka mikla virðingu. Síðastliðinn áratug er Manchester City sigursælasta lið Englands og jafnvel Evrópu. Þeir eru með rosalega afrekaskrá. Það hefur mikla þýðingu fyrir þeirra fólk. Við megum samt halda það sem við viljum. Það var ekkert að því sem Trent sagði,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Trent fullyrti í viðtali í vikunni að titlar þýddu meira fyrir Liverpool-fólk en City-fólk og sagði það vera vegna fjárhagslegrar stöðu félaganna. Erling Haaland svaraði þessu meðal annars með því að skjóta á Trent og segja að hann þekkti ekki þá tilfinningu að vinna þrennu. Klopp og Pep Guardiola voru svo að sjálfsögðu spurðir út í þetta mál á blaðamannafundi í dag, og var ljóst að Guardiola hafði lítinn áhuga á því að svara. Hann lét nægja að óska Trent skjóts bata en bakvörðurinn hefur átt við meiðsli að stríða. Klopp undirstrikaði hins vegar að Liverpool-menn bæru mikla virðingu fyrir keppinautum sínum, sjálfsagt í von um að ummæli Trents yrðu ekki til þess að gíra City-menn sérstaklega upp á sunnudaginn. Agree to disagree? (Wait 'til the end...)#BBCFootball pic.twitter.com/DQcZLfCP6Q— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2024 „Ég veit ekki hversu oft við höfum sagt hve mikla virðingu við berum fyrir City. Pep er besti stjóri í heimi. Þeir eru með ótrúlega leikmenn. Í augnablikinu eru þeir með bestu níuna, Haaland, sem skorar þegar hann vill. Kevin De Bruyne fer í sögubækurnar með mönnum eins og Steven Gerrard. Phil Foden er besti enski leikmaðurinn í dag. Við sýnum því allir virðingu. Trent sýnir þessu virðingu. En hann er fæddur í Liverpool. Hann stóð á ruslatunnunum [fyrir utan Melwood-æfingasvæðið til að horfa á leikmenn æfa þegar hann var strákur]. Hvað finnst manni í slíkri stöðu? Eitt af slagorðum okkar, sem ég elska, er „þetta hefur meiri þýðingu“. Þetta hefur meiri þýðingu fyrir okkur. Þetta félag er okkur sérstakt. Ef okkur líður þannig, af hverju ættum við ekki að segja það? Svona líður honum bara. Svona líður okkur og ég hef ekkert út á það að setja. Ég er viss um að hann sýndi líka mikla virðingu. Síðastliðinn áratug er Manchester City sigursælasta lið Englands og jafnvel Evrópu. Þeir eru með rosalega afrekaskrá. Það hefur mikla þýðingu fyrir þeirra fólk. Við megum samt halda það sem við viljum. Það var ekkert að því sem Trent sagði,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira