Raðaði niður 14 þristum í 15 tilraunum og slátraði fréttamanni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. mars 2024 09:01 Thelma Dís Ágústsdóttir, Steph Curry Íslands. Vísir/Einar Keppendur á Nettó-mótinu í körfubolta urðu vitni að skotsýningu þegar lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu fór hamförum í þriggja stiga keppni. Um er að ræða eina bestu skyttu landsins. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í þriggja stiga keppninni á Nettó-mótinu á dögunum þar sem hún setti niður 14 þriggja stiga skot í 15 tilraunum. Hún mætti Igor Maric, leikmanni karlaliðs Keflavíkur, í úrslitum keppninnar og vann með nokkrum yfirburðum. Thelma var þó nokkuð hógvær þegar hún ræddi málið við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er bara æfingin skapar meistarann og allt það held ég,“ sagði Thelma, en hún segist ekki vera með sérstaka æfingarútínu til að æfa þriggja stiga skotin sérstaklega. Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Einar „Þetta er svolítið öðruvísi eftir að maður kom heim úr háskólanum. Maður reynir að vera eitthvað eftir æfingar þegar maður getur en það er engin ákveðin tala,“ bætti Thelma við. Þá segist hún einnig hafa fundið fyrir töluverðu stressi í keppninni, enda fullt hús af fólki að fylgjast með. „Ég fann það alveg, sérstaklega í fyrri umferðinni, að ég var smá stressuð. En svo í seinni var þetta bara ég og karfan.“ Ekki fyrsta þriggja stiga keppnin Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thelma tekur þátt í þriggja stiga keppni. Í mars á síðasta ári var hún valin til að taka þátt í slíkri keppni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fram fór í Houston í Texas. „Ég var valin eftir tímabilið okkar í fyrra. Þetta eru einhverjar átta í Bandaríkjunum, í öllum háskólaboltanum, sem eru valdar til að taka þátt í þessu. Það var náttúrulega bara ógeðslega skemmtilegt og þvílík upplifun. Þetta var í Houston í Texas og bara sýnt á ESPN 2 í sjónvarpi allra landsmanna í Bandaríkjunum, þannig að þetta var mjög stórt dæmi og bara heiður að fá að taka þátt í því.“ Að lokum fékk Stefán Árni svo að spreyta sig í þriggja stiga keppni gegn Thelmu og óhætt er að segja að hann hafi ekki veitt henni jafn mikla mótspyrnu og Igor Maric gerði. Keppni þeirra Stefáns og Thelmu, sem og innslagið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fór hamförum í þriggja stiga keppni Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í þriggja stiga keppninni á Nettó-mótinu á dögunum þar sem hún setti niður 14 þriggja stiga skot í 15 tilraunum. Hún mætti Igor Maric, leikmanni karlaliðs Keflavíkur, í úrslitum keppninnar og vann með nokkrum yfirburðum. Thelma var þó nokkuð hógvær þegar hún ræddi málið við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er bara æfingin skapar meistarann og allt það held ég,“ sagði Thelma, en hún segist ekki vera með sérstaka æfingarútínu til að æfa þriggja stiga skotin sérstaklega. Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Einar „Þetta er svolítið öðruvísi eftir að maður kom heim úr háskólanum. Maður reynir að vera eitthvað eftir æfingar þegar maður getur en það er engin ákveðin tala,“ bætti Thelma við. Þá segist hún einnig hafa fundið fyrir töluverðu stressi í keppninni, enda fullt hús af fólki að fylgjast með. „Ég fann það alveg, sérstaklega í fyrri umferðinni, að ég var smá stressuð. En svo í seinni var þetta bara ég og karfan.“ Ekki fyrsta þriggja stiga keppnin Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thelma tekur þátt í þriggja stiga keppni. Í mars á síðasta ári var hún valin til að taka þátt í slíkri keppni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fram fór í Houston í Texas. „Ég var valin eftir tímabilið okkar í fyrra. Þetta eru einhverjar átta í Bandaríkjunum, í öllum háskólaboltanum, sem eru valdar til að taka þátt í þessu. Það var náttúrulega bara ógeðslega skemmtilegt og þvílík upplifun. Þetta var í Houston í Texas og bara sýnt á ESPN 2 í sjónvarpi allra landsmanna í Bandaríkjunum, þannig að þetta var mjög stórt dæmi og bara heiður að fá að taka þátt í því.“ Að lokum fékk Stefán Árni svo að spreyta sig í þriggja stiga keppni gegn Thelmu og óhætt er að segja að hann hafi ekki veitt henni jafn mikla mótspyrnu og Igor Maric gerði. Keppni þeirra Stefáns og Thelmu, sem og innslagið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fór hamförum í þriggja stiga keppni
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira