Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á fimmtudag að Bandaríkjamenn myndu leiða mannúðaraðgerðir á svæðinu og hefja byggingu hafnar þar sem stór skip gætu lagt að með vatn, matvæli, lyf og tímabundið skjól. Forsetinn hét því að hermenn Bandaríkjanna myndu ekki fara inn á svæðið.
Bandaríkjaher greindi frá því á Twitter í nótt að herskip væri þegar lagt af stað til Palestínu. Um borð í skipinu séu efniviður og tæki til þess að smíða tímabundna bryggju, sem muni gera hjálparsamtökum og öðrum kleift að koma hjálpargögnum sjóleiðina til Gasa.