Orri Steinn byrjaði þegar FCK skaut sér á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 17:00 Orri Steinn í baráttunni gegn Manchester City. Vísir/Getty Images Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar lögðu Íslendingalið Lyngby 4-0 í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði heimamanna á meðan Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Lyngby. Hvorugur framherjinn komst hins vegar á blað í dag. Eftir að hafa verið úti í kuldanum eftir að FCK hóf leik að nýju eftir jólafrí þá byrjaði Orri Steinn í tapinu gegn Manchester City í miðri viku. Þar lagði hann upp mark með glæsilegri hælsendingu og var því áfram í fremstu víglínu þegar meistararnir tóku á móti Lyngby. #fcklive #sldk pic.twitter.com/GGTguHIs7n— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Það var lítið sem benti til þess að mörk yrðu skoruð í fyrri hálfleik en staðan var í markalaus þegar tæpar 38 mínútur voru liðnar. Þá varð Dani hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lði Lyngby og flóðgáttirnar opnuðust í kjölfarið. Rasmus Falk tvöfaldaði forystuan tveimur mínútum síðar og norski landsliðsmaðurinn Mohamed Elyounoussi gerði endanlega út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks, staðan 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum hjá Lyngby á 59. mínútu en á sama tíma var Andri Lucas tekinn af velli. Skömmu síðar var Orri Steinn tekinn af velli. Það var svo á 68. mínútu sem varamaðurinn Diogo Gonçalves stráði salti í sár gestanna með fjórða marki FCK. Fleiri urðu mörkin ekki að þessu sinni og lokatölur 4-0. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson var í leikbanni hjá Lyngby. Solid sejr #fcklive #sldk pic.twitter.com/iQkMn0kdNm— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Fyrr í dag vann AGF 1-0 útisigur á Silkeborg. Mikael Neville Anderson spilaði svo gott sem allan leikinn fyrir AGF á meðan Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum hjá Silkeborg í síðari hálfleik. FCK er komið á topp deildarinnar með 42 stig. Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru með jafn mörg stig í 2. sæti en eiga leik til góða gegn Randers á morgun, mánudag. AgF er í 5. sæti með 33 stig og Silkeborg sæti neðar með 27 stig. Lyngby er í 10. sæti, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Eftir að hafa verið úti í kuldanum eftir að FCK hóf leik að nýju eftir jólafrí þá byrjaði Orri Steinn í tapinu gegn Manchester City í miðri viku. Þar lagði hann upp mark með glæsilegri hælsendingu og var því áfram í fremstu víglínu þegar meistararnir tóku á móti Lyngby. #fcklive #sldk pic.twitter.com/GGTguHIs7n— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Það var lítið sem benti til þess að mörk yrðu skoruð í fyrri hálfleik en staðan var í markalaus þegar tæpar 38 mínútur voru liðnar. Þá varð Dani hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lði Lyngby og flóðgáttirnar opnuðust í kjölfarið. Rasmus Falk tvöfaldaði forystuan tveimur mínútum síðar og norski landsliðsmaðurinn Mohamed Elyounoussi gerði endanlega út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks, staðan 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum hjá Lyngby á 59. mínútu en á sama tíma var Andri Lucas tekinn af velli. Skömmu síðar var Orri Steinn tekinn af velli. Það var svo á 68. mínútu sem varamaðurinn Diogo Gonçalves stráði salti í sár gestanna með fjórða marki FCK. Fleiri urðu mörkin ekki að þessu sinni og lokatölur 4-0. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson var í leikbanni hjá Lyngby. Solid sejr #fcklive #sldk pic.twitter.com/iQkMn0kdNm— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Fyrr í dag vann AGF 1-0 útisigur á Silkeborg. Mikael Neville Anderson spilaði svo gott sem allan leikinn fyrir AGF á meðan Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum hjá Silkeborg í síðari hálfleik. FCK er komið á topp deildarinnar með 42 stig. Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru með jafn mörg stig í 2. sæti en eiga leik til góða gegn Randers á morgun, mánudag. AgF er í 5. sæti með 33 stig og Silkeborg sæti neðar með 27 stig. Lyngby er í 10. sæti, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira