„Móðir allra úrslita er í frammistöðunni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 21:45 Þjálfarinn var gríðarlega sáttur með frammistöðuna í dag. EPA-EFE/ASH ALLEN Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var sammála fyrirliða sínum Virgil Van Dijk að lið þeirra hafi átt skilið sigurinn gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar. Það breytir því þó ekki að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. „Magnað. Við vorum að flýta okkur örlítið of mikið fyrstu tíu mínúturnar og Manchester City mætti til leiks. Síðari hálfleikurinn var án efa það besta sem við höfum sýnt gegn Mancheter City,“ sagði Klopp í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Þeir áttu skot í stöng en við hefðum átt að skora tvö til þrjú mörk. Magnaður fótboltaleikur. Rosalegt.“ „Fyrir mér sýndum við í fyrsta skipti að við erum 100 prósent nákvæmlega þar sem við eigum að vera Við munum berjast fyrir honum (enska meistaratitlinum) og svo sjáum við til hvað við getum gert.“ „Ég held ég hafi aldrei séð þá eiga jafn erfitt uppdráttar og í dag. Við vorum frábærir. Móðir allra úrslita er í frammistöðunni. Við verðum að halda áfram að gera hlutina vel.“ Klopp vildi fá vítaspyrnu þegar Jeremy Doku endaði með fótinn í bringunni á Alexis Mac Allister. „Þetta er 100 prósent vítaspyrna. Dómararnir munu finna útskýringu. Þetta var 100 prósent brot á öllum svæðum vallarins og líklega gult spjald.“ Yikes. pic.twitter.com/NCjYgkteTk— B/R Football (@brfootball) March 10, 2024 „Allt fólkið í spjaldtölvunum í kringum mig sagði „ vá, þetta er augljóst“ Kannski geta þeir falið sig á bakvið frasann að þetta hafi ekki verið augljós mistök,“ sagði pirraður Klopp að leik loknum. „Þetta er auðvitað vítaspyrna en við fengum hana ekki og það er allt í lagi. Það mikilvægasta fyrir mér er að við getum spilað fótbolta eins og verið gerðum í dag. Ég sá svo margar magnaðar frammistöðu í dag.“ Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. 10. mars 2024 19:35 „Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
„Magnað. Við vorum að flýta okkur örlítið of mikið fyrstu tíu mínúturnar og Manchester City mætti til leiks. Síðari hálfleikurinn var án efa það besta sem við höfum sýnt gegn Mancheter City,“ sagði Klopp í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Þeir áttu skot í stöng en við hefðum átt að skora tvö til þrjú mörk. Magnaður fótboltaleikur. Rosalegt.“ „Fyrir mér sýndum við í fyrsta skipti að við erum 100 prósent nákvæmlega þar sem við eigum að vera Við munum berjast fyrir honum (enska meistaratitlinum) og svo sjáum við til hvað við getum gert.“ „Ég held ég hafi aldrei séð þá eiga jafn erfitt uppdráttar og í dag. Við vorum frábærir. Móðir allra úrslita er í frammistöðunni. Við verðum að halda áfram að gera hlutina vel.“ Klopp vildi fá vítaspyrnu þegar Jeremy Doku endaði með fótinn í bringunni á Alexis Mac Allister. „Þetta er 100 prósent vítaspyrna. Dómararnir munu finna útskýringu. Þetta var 100 prósent brot á öllum svæðum vallarins og líklega gult spjald.“ Yikes. pic.twitter.com/NCjYgkteTk— B/R Football (@brfootball) March 10, 2024 „Allt fólkið í spjaldtölvunum í kringum mig sagði „ vá, þetta er augljóst“ Kannski geta þeir falið sig á bakvið frasann að þetta hafi ekki verið augljós mistök,“ sagði pirraður Klopp að leik loknum. „Þetta er auðvitað vítaspyrna en við fengum hana ekki og það er allt í lagi. Það mikilvægasta fyrir mér er að við getum spilað fótbolta eins og verið gerðum í dag. Ég sá svo margar magnaðar frammistöðu í dag.“ Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. 10. mars 2024 19:35 „Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. 10. mars 2024 19:35
„Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti