Kæru Maríu Lilju á hendur Mbl vísað frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2024 10:58 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er stödd í Kaíró þar sem hún heldur áfram að aðstoða palestínskt fólk með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að komast út af Gasa. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp á hendur Mbl.is og Árvakri fyrir brot á siðareglum í frétt miðilsins. Ástæðan var sú að María Lilja var hvorki til umfjöllunar í fréttinni né hafði bein tengsl við umfjöllunarefnið. María Lilja kærði til siðanefndar frétt Mbl frá 20. janúar síðastliðnum þar sem fjallað var um kæru ónefnds lögmanns á hendur palestínskum mótmælendur á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir. Í fréttinni kom fram að lögmaður, sem ekki var nafngreindur í fréttinni, hefði lagt fram kæru sem beindist aðallega að einum nafngreindum mótmælanda sem sagði á Facebook: „Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá [og] lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá að við hlið Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Zíons [gyðingum], sonum apa og svína.“ Fram kom í frétt Mbl að lögmaðurinn óskaði eftir flýtimeðferð hjá dómstólum vegna þess að hinir kærðu hefðu meðal annars birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum. María Lilja taldi umfjöllunina ekki setta fram af heiðarleika og fela í sér órökstuddar ásakanir á hendur stórum hópi fólks í viðkvæmri stöðu. Ætla mætti að vinnubrögðin væru til þess fallin að kynda undir hatur og óvild í garð ákveðins hóps. Þá var gerð athugasemd við myndaval með fréttinni en myndin var af palestínsku fólki á Austurvelli. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem María Lilja væri ekki til umfjöllunar í fréttinni og hefði ekki bein tengsl við umfjöllunarefnið þá uppfyllti aðild hennar ekki málsmeðferðarreglur siðanefndarinnar. Var kærunni því vísað frá. Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26 Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
María Lilja kærði til siðanefndar frétt Mbl frá 20. janúar síðastliðnum þar sem fjallað var um kæru ónefnds lögmanns á hendur palestínskum mótmælendur á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir. Í fréttinni kom fram að lögmaður, sem ekki var nafngreindur í fréttinni, hefði lagt fram kæru sem beindist aðallega að einum nafngreindum mótmælanda sem sagði á Facebook: „Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá [og] lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá að við hlið Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Zíons [gyðingum], sonum apa og svína.“ Fram kom í frétt Mbl að lögmaðurinn óskaði eftir flýtimeðferð hjá dómstólum vegna þess að hinir kærðu hefðu meðal annars birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum. María Lilja taldi umfjöllunina ekki setta fram af heiðarleika og fela í sér órökstuddar ásakanir á hendur stórum hópi fólks í viðkvæmri stöðu. Ætla mætti að vinnubrögðin væru til þess fallin að kynda undir hatur og óvild í garð ákveðins hóps. Þá var gerð athugasemd við myndaval með fréttinni en myndin var af palestínsku fólki á Austurvelli. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem María Lilja væri ekki til umfjöllunar í fréttinni og hefði ekki bein tengsl við umfjöllunarefnið þá uppfyllti aðild hennar ekki málsmeðferðarreglur siðanefndarinnar. Var kærunni því vísað frá.
Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26 Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26
Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43