Bjartsýn á að þeim takist að koma öllum dvalarleyfishöfum í skjól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2024 13:00 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er stödd í Kaíró þar sem hún heldur áfram að aðstoða palestínskt fólk með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að komast út af Gasa. Vísir/Vilhelm/Vísir/Getty Tvær íslenskar konur, sem eru úti í Kaíró í sjálfboðaliðastarfi, eru bjartsýnar á að þeim takist á næstu dögum að bjarga þeim sem hafa dvalarleyfi á Íslandi, og enn eru fastir á Gasa, út af svæðinu. Þær hafi í dag komið öllum 49 dvalarleyfishöfunum á svokallaðan landamæralista. Síðastliðinn föstudag lenti hópur 72 Palestínumanna á Keflavíkurflugvelli en þriggja manna sendinefnd utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra tókst með diplómatískum leiðum í síðustu viku að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærastöðina og voru miklir fagnaðarfundir þegar fjölskyldur sameinuðust í Reykjavík fyrir helgi. Gleðin réði ríkjum þegar fjölskyldur sameinuðustu síðastliðin föstudag.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld lögðu fram lista með nöfnum dvalarleyfishafanna í febrúar en frá því sá listi var lagður fram hefur þeim fjölgað sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en það er einkum vegna þeirra sem tvær íslenskar konur eru enn í sjálfboðavinnu úti í Kaíró í Egyptalandi. „Við erum svona að fara að huga að því ljúka okkar aðkomu að þessu verkefni í ljósi þess að þessir dvalarleyfishafar eru nú flestir komnir. Íslensk stjórnvöld skildu eftir hluta af þeim hópi og það er nú ástæðan fyrir því að við erum hér enn en okkur hefur tekist núna með þeim sem komust á lista í dag að ná 49 einstaklingum sem voru utan þessa lista íslenskra stjórnvalda,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sjálfboðaliði. Hún er bjartsýn á að á næstu dögum komist fólkið yfir landamærin en hún segir að vanalega taki það um viku til tíu daga fyrir fólk að fá leyfi til að komast yfir landamærin frá því nöfn þeirra komast á lista. Hún segist fegin að stór hópur hafi komist til Íslands á dögunum en skilur ekki hvers vegna stjórnvöld hafi ekki hjálpað öllum. „Það er náttúrulega stórkostlega ámælisvert að íslensk stjórnvöld hafi farið heim án þess að tryggja öryggi þessa fólks, og þessa hóps og án þess að gefa nokkuð út um það hvort þau hafi í hyggju að snúa til baka eða stuðla með einhverum hætti að því að þau kæmust í öruggt skjól.“ Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Síðastliðinn föstudag lenti hópur 72 Palestínumanna á Keflavíkurflugvelli en þriggja manna sendinefnd utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra tókst með diplómatískum leiðum í síðustu viku að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærastöðina og voru miklir fagnaðarfundir þegar fjölskyldur sameinuðust í Reykjavík fyrir helgi. Gleðin réði ríkjum þegar fjölskyldur sameinuðustu síðastliðin föstudag.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld lögðu fram lista með nöfnum dvalarleyfishafanna í febrúar en frá því sá listi var lagður fram hefur þeim fjölgað sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en það er einkum vegna þeirra sem tvær íslenskar konur eru enn í sjálfboðavinnu úti í Kaíró í Egyptalandi. „Við erum svona að fara að huga að því ljúka okkar aðkomu að þessu verkefni í ljósi þess að þessir dvalarleyfishafar eru nú flestir komnir. Íslensk stjórnvöld skildu eftir hluta af þeim hópi og það er nú ástæðan fyrir því að við erum hér enn en okkur hefur tekist núna með þeim sem komust á lista í dag að ná 49 einstaklingum sem voru utan þessa lista íslenskra stjórnvalda,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sjálfboðaliði. Hún er bjartsýn á að á næstu dögum komist fólkið yfir landamærin en hún segir að vanalega taki það um viku til tíu daga fyrir fólk að fá leyfi til að komast yfir landamærin frá því nöfn þeirra komast á lista. Hún segist fegin að stór hópur hafi komist til Íslands á dögunum en skilur ekki hvers vegna stjórnvöld hafi ekki hjálpað öllum. „Það er náttúrulega stórkostlega ámælisvert að íslensk stjórnvöld hafi farið heim án þess að tryggja öryggi þessa fólks, og þessa hóps og án þess að gefa nokkuð út um það hvort þau hafi í hyggju að snúa til baka eða stuðla með einhverum hætti að því að þau kæmust í öruggt skjól.“
Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32
Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01