„Ég gat labbað og þá getur maður hlaupið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 09:00 Alexander Petersson varð bikarmeistari með Val um helgina og fær nú kærkomna hvíld, að minnsta kosti út þessa viku. Vísir/Dúi Alexander Petersson gat varla gengið, vegna ökklameiðsla, dagana fyrir bikarúrslitaleikinn í handbolta um helgina. Hann lét það ekki stöðva sig og stóð uppi sem sigurvegari með liði Vals. Alexander, sem er 43 ára gamall, tók fram skóna síðasta haust til að spila með Val og sér ekki eftir því. Eftir mörg verðlaun sem atvinnu- og landsliðsmaður, var bikarinn sem hann vann á laugardag sá fyrsti sem hann vinnur á Íslandi. „Ég er ekki búinn að sleppa honum [bikarnum] frá því á laugardaginn. Hann er alltaf hjá mér,“ segir Alexander. Útlitið ekki bjart eftir undanúrslitin Alexander meiddist í undanúrslitum bikarsins síðasta miðvikudag, og í raun með ólíkindum að hann hafi getað spilað á laugardaginn. Alexander, sem hafði auk þess skömmu áður meiðst í hné í Evrópuleik, hefur hins vegar fyrir löngu sannað fyrir þjóðinni að hann er mun harðari af sér en flestir. „Þetta leit ekki mjög vel út eftir leikinn á móti Stjörnunni. En svo hafði ég tvo daga á milli til að jafna mig. Ég tók pásu á fimmtudeginum en prófaði aðeins að hlaupa á föstudeginum. Svo tók ég bara þá ákvörðun að spila leikinn og gefa allt í það, og þetta virkað.“ En kom aldrei til greina að hætta við að spila? „Ef ég hefði ekki getað labbað, þá já. En ég gat labbað og þá getur maður hlaupið,“ segir Alexander sem kom þeim skilaboðum því til Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, að á ökklann skyldi reynt þegar leikurinn hæfist. Alexander bruddi verkjatöflur fyrir úrslitaleikinn en segist ekki óttast að líkaminn verði ónýtur þegar ferlinum lýkur. „Nei, nei. Ég gef bara allt í þetta sem ég er að gera. Allt sem kemur á eftir, það kemur bara á eftir. Ég fékk smá af verkjatöflum en svo byrja bara spennan og adrenalínið að kikka inn. Þá gleymir maður meiðslum og hugsar bara um leikinn og bikarinn.“ Meira með þjálfurunum í sigurpartýinu Alexander hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og EM, og á löngum ferli sem atvinnumaður í Þýskalandi, eftir að hafa spilað með Gróttu/KR hér á landi í kringum aldamótin þegar ferillinn var að hefjast. En hvernig var að vinna fyrsta titilinn hér á landi? „Þetta var svakalegt, eins og með alla bikara sem maður hefur unnið. Maður leggur mjög mikið á sig fyrir þá og á endanum, ef maður vinnur, þá er maður bara í skýjunum,“ en gat Alexander tekið þátt í sigurpartýi Valsara? „Já, að sjálfsögðu. Ég var nú meira með þjálfarateyminu, en þetta var mjög gaman og skemmtilegt að geta fagnað með kvennaflokknum líka og öllum hinum,“ sagði Alexander, sem er líklega nær þjálfurum Vals í aldri en mörgum samherja sinna. Benedikt getur komist mjög langt Besti maður Vals á laugardaginn var Benedikt Gunnar Óskarsson, sem skoraði sautján mörk, en það kom Alexander ekki á óvart. „Þetta er frábær leikmaður, og hann er bara á uppleið. Þessi strákur hefur alla möguleika á að komast mjög langt. Hann er með rétt hugarfar og er bara flottur. Ég óska honum góðs gengis í öllu sem hann gerir, og úti í atvinnumennskunni,“ segir Alexander, en Benedikt er einnig nýliði í landsliðshópnum sem spilar brátt tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra: „Hann er alveg tilbúinn í að prófa þetta aðeins, finna lyktina. Svo fer hann út til Noregs [til Kolstad í atvinnumennsku] sem mér finnst rétt skref fyrir hann, í stað þess að byrja strax í þýsku bundesligunni, á toppnum. Hann getur farið mjög langt.“ Valur Handbolti Powerade-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Alexander, sem er 43 ára gamall, tók fram skóna síðasta haust til að spila með Val og sér ekki eftir því. Eftir mörg verðlaun sem atvinnu- og landsliðsmaður, var bikarinn sem hann vann á laugardag sá fyrsti sem hann vinnur á Íslandi. „Ég er ekki búinn að sleppa honum [bikarnum] frá því á laugardaginn. Hann er alltaf hjá mér,“ segir Alexander. Útlitið ekki bjart eftir undanúrslitin Alexander meiddist í undanúrslitum bikarsins síðasta miðvikudag, og í raun með ólíkindum að hann hafi getað spilað á laugardaginn. Alexander, sem hafði auk þess skömmu áður meiðst í hné í Evrópuleik, hefur hins vegar fyrir löngu sannað fyrir þjóðinni að hann er mun harðari af sér en flestir. „Þetta leit ekki mjög vel út eftir leikinn á móti Stjörnunni. En svo hafði ég tvo daga á milli til að jafna mig. Ég tók pásu á fimmtudeginum en prófaði aðeins að hlaupa á föstudeginum. Svo tók ég bara þá ákvörðun að spila leikinn og gefa allt í það, og þetta virkað.“ En kom aldrei til greina að hætta við að spila? „Ef ég hefði ekki getað labbað, þá já. En ég gat labbað og þá getur maður hlaupið,“ segir Alexander sem kom þeim skilaboðum því til Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, að á ökklann skyldi reynt þegar leikurinn hæfist. Alexander bruddi verkjatöflur fyrir úrslitaleikinn en segist ekki óttast að líkaminn verði ónýtur þegar ferlinum lýkur. „Nei, nei. Ég gef bara allt í þetta sem ég er að gera. Allt sem kemur á eftir, það kemur bara á eftir. Ég fékk smá af verkjatöflum en svo byrja bara spennan og adrenalínið að kikka inn. Þá gleymir maður meiðslum og hugsar bara um leikinn og bikarinn.“ Meira með þjálfurunum í sigurpartýinu Alexander hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og EM, og á löngum ferli sem atvinnumaður í Þýskalandi, eftir að hafa spilað með Gróttu/KR hér á landi í kringum aldamótin þegar ferillinn var að hefjast. En hvernig var að vinna fyrsta titilinn hér á landi? „Þetta var svakalegt, eins og með alla bikara sem maður hefur unnið. Maður leggur mjög mikið á sig fyrir þá og á endanum, ef maður vinnur, þá er maður bara í skýjunum,“ en gat Alexander tekið þátt í sigurpartýi Valsara? „Já, að sjálfsögðu. Ég var nú meira með þjálfarateyminu, en þetta var mjög gaman og skemmtilegt að geta fagnað með kvennaflokknum líka og öllum hinum,“ sagði Alexander, sem er líklega nær þjálfurum Vals í aldri en mörgum samherja sinna. Benedikt getur komist mjög langt Besti maður Vals á laugardaginn var Benedikt Gunnar Óskarsson, sem skoraði sautján mörk, en það kom Alexander ekki á óvart. „Þetta er frábær leikmaður, og hann er bara á uppleið. Þessi strákur hefur alla möguleika á að komast mjög langt. Hann er með rétt hugarfar og er bara flottur. Ég óska honum góðs gengis í öllu sem hann gerir, og úti í atvinnumennskunni,“ segir Alexander, en Benedikt er einnig nýliði í landsliðshópnum sem spilar brátt tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra: „Hann er alveg tilbúinn í að prófa þetta aðeins, finna lyktina. Svo fer hann út til Noregs [til Kolstad í atvinnumennsku] sem mér finnst rétt skref fyrir hann, í stað þess að byrja strax í þýsku bundesligunni, á toppnum. Hann getur farið mjög langt.“
Valur Handbolti Powerade-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti