Matthías Johannessen er látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 07:15 Matthías Johanenssen tók við stöðu ritstjóra Morgunblaðsins árið 1959, þegar hann var 29 ára gamall. Bókmenntaborgin Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Matthías ritstýrði blaðinu í rúm fjörutíu ár, frá árinu 1959 til 2000. Matthías fæddist 3. janúar 1930 og var sonur hjónanna Haraldar Johannessen, aðalféhirðis Landsbankans, og Önnu Jóhannesdóttur Johannessen húsmóður. Hann lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands í íslenskum fræðum og hóf fyrst störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu samhliða námi árið 1951 þegar hann var 21 árs að aldri. Hann var svo ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins við hlið Valtýs Stefánssonar, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Bjarnasonar árið 1959, þá einungis 29 ára að aldri. Hann gegndi á ritstjóraferli sínum einnig stöðu ritstjóra við hlið Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Styrmis Gunnarssonar. Auk þess að starfa sem ritstjóri skrifaði Matthías einnig tugi bóka, ljóðabækur, leikrit og viðtalsbækur. Hann hlaut fjölda verðlauna á ferli sínum meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Kjarval árið 2005. Þá var Matthías einnig virkur í félagsmálum og sat meðal annars í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags, í menntamálaráði, í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins, stjórn Krabbameinsfélagsins og Hjartaverndar, auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Matthías giftist Hönnu Ingólfsdóttur árið 1953 og eignuðust þau tvo syni, þá Harald, lögfræðing og fyrrverandi ríkislögreglustjóra, og Ingólf, lækni og lektor við Edinborgarháskóla. Hanna lést árið 2009. Andlát Fjölmiðlar Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Matthías ritstýrði blaðinu í rúm fjörutíu ár, frá árinu 1959 til 2000. Matthías fæddist 3. janúar 1930 og var sonur hjónanna Haraldar Johannessen, aðalféhirðis Landsbankans, og Önnu Jóhannesdóttur Johannessen húsmóður. Hann lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands í íslenskum fræðum og hóf fyrst störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu samhliða námi árið 1951 þegar hann var 21 árs að aldri. Hann var svo ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins við hlið Valtýs Stefánssonar, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Bjarnasonar árið 1959, þá einungis 29 ára að aldri. Hann gegndi á ritstjóraferli sínum einnig stöðu ritstjóra við hlið Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Styrmis Gunnarssonar. Auk þess að starfa sem ritstjóri skrifaði Matthías einnig tugi bóka, ljóðabækur, leikrit og viðtalsbækur. Hann hlaut fjölda verðlauna á ferli sínum meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Kjarval árið 2005. Þá var Matthías einnig virkur í félagsmálum og sat meðal annars í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags, í menntamálaráði, í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins, stjórn Krabbameinsfélagsins og Hjartaverndar, auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Matthías giftist Hönnu Ingólfsdóttur árið 1953 og eignuðust þau tvo syni, þá Harald, lögfræðing og fyrrverandi ríkislögreglustjóra, og Ingólf, lækni og lektor við Edinborgarháskóla. Hanna lést árið 2009.
Andlát Fjölmiðlar Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði