Héraðsdómur segir Sindra mögulega hafa haft illvirki í huga Jón Þór Stefánsson skrifar 12. mars 2024 16:39 Sindri Snær Birgisson var sýknaður af ákæru um hryðjverk í dag en sakfelldur fyrir vopnalagabrot. Vísir/Hulda Margrét Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur eru einhverjar líkur á því að Sindri Snær Birgisson, sakborningur í hryðjuverkamálinu svokallaða, hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki liggi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hafi einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk Þetta kemur fram í dómi málsins sem telur 85 blaðsíður, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Þar segir meðal annars að ekki hafi legið fyrir í gögnum málsins hvert meint skotmark Sindra Snæs væri, og hvar og hvenær illvirki hans hefði átt að eiga sér stað. Líkt og greint var frá í dag hlaut Sindri tveggja ára fangelsisdóm og Ísidór átján mánaða dóm í héraðsdómi í dag. En þeir voru báðir sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir höfðu játað að hluta. Sindri var ákærður fyrir tilraun til að skipuleggja hryðjuverk, en hinn sakborningur málsins Ísidór Nathansson var ákærður fyrir hlutdeild í því. Þar sem að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sanna að Sindri hafi ætlað að fremja hryðjuverk telur hann rétt að sýkna Ísidór líka. Sá hluti dómsins þar sem hryðjuverkaþáttur málsins er tekinn fyrir varðar því fyrst og fremst Sindra. Engan veginn einfaldlega ósmekklegur húmor eða blaður Á meðal þess sem er tekið fyrir er orðfæri Sindra. Í málinu lágu fyrir ýmiss ummæli sem ákæruvaldinu þóttu benda til þess að sakborningarnir væru að skipuleggja hryðjuverk. Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hefðu verið að grínast, þeir væru með svartan húmor. Dómurinn segist geta fallist á það að viss ummæli þeirra hafi litast af gríni, en þó segir að það hafi einungis átt við í fáeinum tilvikum. „Þvert á móti er þar oftast nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkynhneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður.“ Þrátt fyrir það segir héraðsdómur að ummælin geti ekki talist sem undirbúningsathafnir til hryðjuverka ein og sér. Í ákærunni sagði meðal annars að Sindri hefði sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta hryðjuverkamenn líkt og Anders Berhring Breivik. Sindri játaði að hafa verið með efni um hryðjuverkamenn í tölvu sinni, en neitaði því að hann hafi tileinkað sér það. Dómurinn segir að gögn málsins sýni fram á að Breivik og hryðjuverkamenn yfir höfuð séu Sindra afar hugleiknir og að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að Sindri hafi að einhverju marki tileinkað sér umrætt efni. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi málsins sem telur 85 blaðsíður, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Þar segir meðal annars að ekki hafi legið fyrir í gögnum málsins hvert meint skotmark Sindra Snæs væri, og hvar og hvenær illvirki hans hefði átt að eiga sér stað. Líkt og greint var frá í dag hlaut Sindri tveggja ára fangelsisdóm og Ísidór átján mánaða dóm í héraðsdómi í dag. En þeir voru báðir sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir höfðu játað að hluta. Sindri var ákærður fyrir tilraun til að skipuleggja hryðjuverk, en hinn sakborningur málsins Ísidór Nathansson var ákærður fyrir hlutdeild í því. Þar sem að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sanna að Sindri hafi ætlað að fremja hryðjuverk telur hann rétt að sýkna Ísidór líka. Sá hluti dómsins þar sem hryðjuverkaþáttur málsins er tekinn fyrir varðar því fyrst og fremst Sindra. Engan veginn einfaldlega ósmekklegur húmor eða blaður Á meðal þess sem er tekið fyrir er orðfæri Sindra. Í málinu lágu fyrir ýmiss ummæli sem ákæruvaldinu þóttu benda til þess að sakborningarnir væru að skipuleggja hryðjuverk. Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hefðu verið að grínast, þeir væru með svartan húmor. Dómurinn segist geta fallist á það að viss ummæli þeirra hafi litast af gríni, en þó segir að það hafi einungis átt við í fáeinum tilvikum. „Þvert á móti er þar oftast nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkynhneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður.“ Þrátt fyrir það segir héraðsdómur að ummælin geti ekki talist sem undirbúningsathafnir til hryðjuverka ein og sér. Í ákærunni sagði meðal annars að Sindri hefði sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta hryðjuverkamenn líkt og Anders Berhring Breivik. Sindri játaði að hafa verið með efni um hryðjuverkamenn í tölvu sinni, en neitaði því að hann hafi tileinkað sér það. Dómurinn segir að gögn málsins sýni fram á að Breivik og hryðjuverkamenn yfir höfuð séu Sindra afar hugleiknir og að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að Sindri hafi að einhverju marki tileinkað sér umrætt efni.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40
Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52