„Töluvert skemmtilegra að vinna heldur en að tapa“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. mars 2024 21:20 Rúnar Ingi Erlingsson var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Njarðvík komst aftur á sigurbraut eftir 27 stiga sigur gegn Stjörnunni 99-72. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur var ansi ánægður með að fjögurra leikja taphrinu liðsins sé lokið. „Það er töluvert skemmtilegra að vinna heldur en að tapa. Þetta var flott frammistaða í kvöld og þær svöruðu kallinu,“ sagði Rúnar Ingi ánægður með sigurinn og hélt áfram. „Sóknarlega létum við boltann vinna vel fyrir okkur. Við vorum með sautján stoðsendingar og þrjá tapaða bolta. Við trúðum á okkur, vorum jákvæð og gerðum við þetta saman.“ „Varnarlega var ég heilt yfir sáttur við það sem við vorum að gera í kvöld. Við hefðum átt að vera sneggri að bregðast við þegar þær komu með lausnir til að komast að hringnum. Gamli góði krókur á móti bragði.“ Stjarnan kom til baka í þriðja leikhluta og náði að minnka forskot Njarðvíkur undir tíu stig en það var allt og sumt. „Við þurftum ekkert að breyta til og gera eitthvað öðruvísi. Það er eðlilegt í körfu að þær komi með áhlaup. Við þurftum að taka á því andlega með ró og trú. Um leið og skotin fóru að detta þá bættum við aftur í forystuna.“ „Körfubolti er þannig íþrótt að þetta eru 20 sekúndur og sveiflan gæti verið sex stig upp eða niður. Við héldum einbeitingu og bjuggum til þriggja stiga körfu. Við komum síðan af krafti inn í síðasta leikhlutann og bjuggum til þriggja stiga skot fyrir Angelu Strize með frábærri boltahreyfingu og liðið var að vinna saman sem ég er ánægðastur með,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira
„Það er töluvert skemmtilegra að vinna heldur en að tapa. Þetta var flott frammistaða í kvöld og þær svöruðu kallinu,“ sagði Rúnar Ingi ánægður með sigurinn og hélt áfram. „Sóknarlega létum við boltann vinna vel fyrir okkur. Við vorum með sautján stoðsendingar og þrjá tapaða bolta. Við trúðum á okkur, vorum jákvæð og gerðum við þetta saman.“ „Varnarlega var ég heilt yfir sáttur við það sem við vorum að gera í kvöld. Við hefðum átt að vera sneggri að bregðast við þegar þær komu með lausnir til að komast að hringnum. Gamli góði krókur á móti bragði.“ Stjarnan kom til baka í þriðja leikhluta og náði að minnka forskot Njarðvíkur undir tíu stig en það var allt og sumt. „Við þurftum ekkert að breyta til og gera eitthvað öðruvísi. Það er eðlilegt í körfu að þær komi með áhlaup. Við þurftum að taka á því andlega með ró og trú. Um leið og skotin fóru að detta þá bættum við aftur í forystuna.“ „Körfubolti er þannig íþrótt að þetta eru 20 sekúndur og sveiflan gæti verið sex stig upp eða niður. Við héldum einbeitingu og bjuggum til þriggja stiga körfu. Við komum síðan af krafti inn í síðasta leikhlutann og bjuggum til þriggja stiga skot fyrir Angelu Strize með frábærri boltahreyfingu og liðið var að vinna saman sem ég er ánægðastur með,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira