Stal senunni en vill meira Aron Guðmundsson skrifar 13. mars 2024 12:01 Bearman um síðastliðna helgi í Sádi-Arabíu með sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem mun aka fyrir Ferrari á næsta tímabili Vísir/Getty Þrátt fyrir að hafa ekki borið sigur úr býtum í Sádi-Arabíu kappaksturinum um síðastliðna helgi er óhætt að ungstirnið Oliver Bearman hafi komið, séð og sigrað á sinni fyrstu keppnishelgi í Formúlu 1. Með mjög skömmum fyrirvara, eftir að Carlos Sainz annar af ökumönnum Ferrari þurfti að fara í bráðaaðgerð vegna botnlangabólgu, settist Bearman undir stýri í bíl ítalska risans og sýndi mikla yfirvegun og færni á einni af mest krefjandi brautum hvers árs í Formúlu 1 í Sádi-Arabíu. Hinn 18 ára gamli Bearman, sem keppir einnig í Formúlu 2 mótaröðinni samhliða því að vera einn af varaökumönnum Ferrari í Formúlu 1, gerði gott mót í sínum fyrstu tímatökum og rétt missti af sæti í lokahluta þeirra. Hann ræsti í ellefta sæti þegar í kappaksturinn var komið og steig varla feilspor í keppninni sjálfri þar sem að hann endaði í sjöunda sæti og vann inn sín fyrstu stig á Formúlu 1 ferlinum. Frammistaða sem varpar á honum kastljósinu og er ljóst að þarna er um að ræða ökumann sem hafa þarf góðar gætur á í framtíðinni í Formúlu 1. Hafandi fengið smjörþefinn af mótaröðinni, vill Bearman bara meira og það fljótt. Bretinn ungi hefur auga á öðru af ökumannssætum hjá liði Haas, sem er eins konar systurlið Ferrari, fyrir næsta tímabil en nú þegar hefur Bearman tekið þátt í æfingum og prófunum með liðinu. „Ég hef kynnst liðinu aðeins í gegnum þessar æfingar og ég hlakka til að byggja upp sambönd mín við liðsmenn þess í framhaldinu og að fá vonandi fleiri tækifæri í bílnum innan brautar,“ segir Bearman í viðtali við Sky Sports.“ Með því opnast vonandi tækifæri á því að fá varanlegt sæti í Formúlu 1 fyrir tímabilið 2025. Það yrði frábært.“ Núverandi ökumenn Haas-liðsins, reynsluboltarnir Kevin Magnussen og Nico Hulkenberg, renna báðir út á samningi hjá liðinu eftir yfirstandandi tímabil. Takist Bearman að heilla forráðamenn liðsins er ljóst að möguleikar hans á sæti fyrir hann í Formúlu 1 á næsta ári. Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Með mjög skömmum fyrirvara, eftir að Carlos Sainz annar af ökumönnum Ferrari þurfti að fara í bráðaaðgerð vegna botnlangabólgu, settist Bearman undir stýri í bíl ítalska risans og sýndi mikla yfirvegun og færni á einni af mest krefjandi brautum hvers árs í Formúlu 1 í Sádi-Arabíu. Hinn 18 ára gamli Bearman, sem keppir einnig í Formúlu 2 mótaröðinni samhliða því að vera einn af varaökumönnum Ferrari í Formúlu 1, gerði gott mót í sínum fyrstu tímatökum og rétt missti af sæti í lokahluta þeirra. Hann ræsti í ellefta sæti þegar í kappaksturinn var komið og steig varla feilspor í keppninni sjálfri þar sem að hann endaði í sjöunda sæti og vann inn sín fyrstu stig á Formúlu 1 ferlinum. Frammistaða sem varpar á honum kastljósinu og er ljóst að þarna er um að ræða ökumann sem hafa þarf góðar gætur á í framtíðinni í Formúlu 1. Hafandi fengið smjörþefinn af mótaröðinni, vill Bearman bara meira og það fljótt. Bretinn ungi hefur auga á öðru af ökumannssætum hjá liði Haas, sem er eins konar systurlið Ferrari, fyrir næsta tímabil en nú þegar hefur Bearman tekið þátt í æfingum og prófunum með liðinu. „Ég hef kynnst liðinu aðeins í gegnum þessar æfingar og ég hlakka til að byggja upp sambönd mín við liðsmenn þess í framhaldinu og að fá vonandi fleiri tækifæri í bílnum innan brautar,“ segir Bearman í viðtali við Sky Sports.“ Með því opnast vonandi tækifæri á því að fá varanlegt sæti í Formúlu 1 fyrir tímabilið 2025. Það yrði frábært.“ Núverandi ökumenn Haas-liðsins, reynsluboltarnir Kevin Magnussen og Nico Hulkenberg, renna báðir út á samningi hjá liðinu eftir yfirstandandi tímabil. Takist Bearman að heilla forráðamenn liðsins er ljóst að möguleikar hans á sæti fyrir hann í Formúlu 1 á næsta ári.
Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira