Hyggst breyta lögum svo hægt verði að afturkalla dvalarleyfi síbrotafólks Bjarki Sigurðsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. mars 2024 18:30 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist vilja breyta lögum svo hægt sé að vísa burt fólki sem fengið hefur hér hæli en brýtur lög ítrekað. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra hyggst breyta lögum þannig hægt verði að afturkalla dvalarleyfi fólks með alþjóðlega vernd brjóti það af sér hér á landi. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að senda mann úr landi sem hefur framið stunguárás og hótað vararíkissaksóknara ítrekað. Fréttastofa hefur síðustu daga fjallað um mann sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar sem hann framdi í verslun OK Market í Valshverfinu fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði áreitt og hótað manninum sem hann stakk um árabil, að sögn fórnarlambsins vegna þess að hann túlkaði fyrir mann sem var að kæra árásarmanninn. Og sá er ekki einn um að sæta hótunum af hálfu mannsins, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig í nokkur ár ítrekað lent í því að maðurinn hóti honum og fjölskyldu hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær velti hann því fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að senda manninn úr landi vegna brota sinna, sem eru tæplega hundrað talsins, en maðurinn kom hingað árið 2018 frá Sýrlandi og er með alþjóðlega vernd. „Í þessu tiltekna máli er það svo að það er ekki heimild í íslenskum lögum og ekki heldur samkvæmt meginrétti þjóðarréttar að senda fólk úr landi enda hefur það hlotið vernd hér vegna þess að það hefur verið ofsótt eða lífi þess ógnað í heimaríkinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að á Norðurlöndunum séu heimildir í lögum til þess að afturkalla dvalarleyfi einstaklinga sem hafa brotið af sér. „Ég tel fulla ástæðu til að við tökum það til skoðunar hér á landi enda hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að eftir að ég kom í embætti hef ég lagt mjög miklar áherslu á það að við samræmum löggjöf okkar og regluverk við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Er þetta eitthvað sem þú hugsar með þér að fara með á borð ríkisstjórnar og endurskoða? „Já,“ segir Guðrún. Heimildin misjöfn milli hópa Annmarkar á löggjöf vegna þessa máls voru til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar lýsti Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, þessum lögum. „Það er heimild í lögum um útlendinga til að afturkalla dvalarleyfi og brottvísa einstaklingum sem fremja glæpi. Þessi heimild er mjög misjöfn eftir því hvers konar dvalarleyfishafa er um að ræða. Það má segja það að þeir einstaklingar sem eru hafa að vera stutt hér á landi og eru ekki komnir með ótímabundin leyfi það eru víðari heimildir til að afturkalla slík leyfi,“ sagði Íris. „En þegar við erum komin með einstakling sem er annað hvort með ótímabundið leyfi hér á landi eða einstakling sem er með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þá eru í raun heimildirnar tæmandi taldar í lögum um útlendinga.“ Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mál Mohamad Kourani Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Fréttastofa hefur síðustu daga fjallað um mann sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar sem hann framdi í verslun OK Market í Valshverfinu fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði áreitt og hótað manninum sem hann stakk um árabil, að sögn fórnarlambsins vegna þess að hann túlkaði fyrir mann sem var að kæra árásarmanninn. Og sá er ekki einn um að sæta hótunum af hálfu mannsins, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig í nokkur ár ítrekað lent í því að maðurinn hóti honum og fjölskyldu hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær velti hann því fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að senda manninn úr landi vegna brota sinna, sem eru tæplega hundrað talsins, en maðurinn kom hingað árið 2018 frá Sýrlandi og er með alþjóðlega vernd. „Í þessu tiltekna máli er það svo að það er ekki heimild í íslenskum lögum og ekki heldur samkvæmt meginrétti þjóðarréttar að senda fólk úr landi enda hefur það hlotið vernd hér vegna þess að það hefur verið ofsótt eða lífi þess ógnað í heimaríkinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að á Norðurlöndunum séu heimildir í lögum til þess að afturkalla dvalarleyfi einstaklinga sem hafa brotið af sér. „Ég tel fulla ástæðu til að við tökum það til skoðunar hér á landi enda hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að eftir að ég kom í embætti hef ég lagt mjög miklar áherslu á það að við samræmum löggjöf okkar og regluverk við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Er þetta eitthvað sem þú hugsar með þér að fara með á borð ríkisstjórnar og endurskoða? „Já,“ segir Guðrún. Heimildin misjöfn milli hópa Annmarkar á löggjöf vegna þessa máls voru til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar lýsti Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, þessum lögum. „Það er heimild í lögum um útlendinga til að afturkalla dvalarleyfi og brottvísa einstaklingum sem fremja glæpi. Þessi heimild er mjög misjöfn eftir því hvers konar dvalarleyfishafa er um að ræða. Það má segja það að þeir einstaklingar sem eru hafa að vera stutt hér á landi og eru ekki komnir með ótímabundin leyfi það eru víðari heimildir til að afturkalla slík leyfi,“ sagði Íris. „En þegar við erum komin með einstakling sem er annað hvort með ótímabundið leyfi hér á landi eða einstakling sem er með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þá eru í raun heimildirnar tæmandi taldar í lögum um útlendinga.“ Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mál Mohamad Kourani Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira