BKG aftur efstur í CrossFit Open en handboltadómari í öðru sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 07:00 Sigurður Hjörtur Þrastarson er kominn alla leið upp í annað sætið með íslensku strákanna. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl Guðmundsson er langefstur meðal íslensku CrossFit karlanna eftir fyrstu tvær vikurnar af opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. The Open hélt áfram í þessari viku og nú er bara ein vika eftir áður en kemur í ljós hverjir fá að keppa í fjórðungsúrslitunum. Sæti á heimsleikanna eru síðan í boði fyrir þá sem ná efstu sætunum í undanúrslitunum og það er því mikið eftir enn af baráttunni um lausu heimsleikasætin. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur verið yfirburðamaður á Íslandi í rúman áratug, var óvænt ekki í efsta sæti eftir fyrstu vikuna. Hann var hins vegar fljótur að breyta því. Björgvin Karl náði 39. besta árangrinum í heiminum í 24.2 og situr eftir það í 37. sæti á heimsvísu. Hann varð í 139. sæti eftir fyrstu vikuna. Næstur Íslendinga er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson sem er í 323. sæti. Hann sat í þúsundasta sæti eftir 24.1 en náði 138. besta árangrinum í 24.2. Sigurður æfir hjá CrossFit Norður á Akureyri. Það er enginn vafi á því að Sigurður Hjörtur er hraustasti dómarinn á Íslandi í dag. Lini Linason, sem keppir undir dulnafni og með mynd af Ólafi Ragnari í Næturvaktinni í prófílmyndinni sinni, náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri fyrstu viku. Lini varð í 38. sæti í 24.1 en aðeins í 9634. sæti í 24.2. Eftir það situr Lini í 3656. sæti á heimsvísu og aðeins í 23. sæti með íslensku karlanna. Þriðji efsti meðal íslensku strákanna er aftur á móti Bergur Sverrisson, Tryggvi Logason er fjórði og Ragnar Ingi Klemenzon er fimmti. Tryggvi æfir hjá CrossFit Reykjavík en Ragnar Ingi hjá CrossFit Sport. Enginn inn á topp tíu er yngri en 25 ára en efstur af táningunum er Tindur Elíasen í 11. sætinu en hann bara nítján ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir efstu íslensku karlanna. CrossFit games CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
The Open hélt áfram í þessari viku og nú er bara ein vika eftir áður en kemur í ljós hverjir fá að keppa í fjórðungsúrslitunum. Sæti á heimsleikanna eru síðan í boði fyrir þá sem ná efstu sætunum í undanúrslitunum og það er því mikið eftir enn af baráttunni um lausu heimsleikasætin. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur verið yfirburðamaður á Íslandi í rúman áratug, var óvænt ekki í efsta sæti eftir fyrstu vikuna. Hann var hins vegar fljótur að breyta því. Björgvin Karl náði 39. besta árangrinum í heiminum í 24.2 og situr eftir það í 37. sæti á heimsvísu. Hann varð í 139. sæti eftir fyrstu vikuna. Næstur Íslendinga er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson sem er í 323. sæti. Hann sat í þúsundasta sæti eftir 24.1 en náði 138. besta árangrinum í 24.2. Sigurður æfir hjá CrossFit Norður á Akureyri. Það er enginn vafi á því að Sigurður Hjörtur er hraustasti dómarinn á Íslandi í dag. Lini Linason, sem keppir undir dulnafni og með mynd af Ólafi Ragnari í Næturvaktinni í prófílmyndinni sinni, náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri fyrstu viku. Lini varð í 38. sæti í 24.1 en aðeins í 9634. sæti í 24.2. Eftir það situr Lini í 3656. sæti á heimsvísu og aðeins í 23. sæti með íslensku karlanna. Þriðji efsti meðal íslensku strákanna er aftur á móti Bergur Sverrisson, Tryggvi Logason er fjórði og Ragnar Ingi Klemenzon er fimmti. Tryggvi æfir hjá CrossFit Reykjavík en Ragnar Ingi hjá CrossFit Sport. Enginn inn á topp tíu er yngri en 25 ára en efstur af táningunum er Tindur Elíasen í 11. sætinu en hann bara nítján ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir efstu íslensku karlanna. CrossFit games
CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira