Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Stjarnan 86-77 | Dúi kláraði uppeldisfélagið og tryggði sæti í úrslitakeppninni Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. mars 2024 20:56 Dúi fékk verðskuldaða vatnsgusu frá félögunum eftir leik vísir / anton brink Dúi Þór Jónsson var frábær á lokamínútnum á móti uppeldisfélagi sínu þegar Álftanes vann níu stiga sigur á nágrönnum sínum Stjörnunni, 86-77, og tryggði sér sæti í úrslitakeppni Subway deild karla í körfubolta. Þetta var ekki bara grannaslagur af bestu gerð, leikurinn í kvöld skipti bæði lið gríðarlega máli í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Tveimur stigum munaði milli liðanna fyrir leik og bæði höfðu þau átt erfitt uppdráttar undanfarið með fjögur töp í síðustu fimm leikjum sínum. Antti Kanervo #9 var stigahæstur hjá Stjörnunni með 23 stig. vísir / anton brink Forsetahöllin var smekkfull löngu fyrir leik, lætin voru hreint út sagt ærandi, spennan gríðarleg og eftirvæntingin ljómaði úr andlitum allra í húsinu. Fyrstu mínúturnar var leikurinn í járnum, bæði lið fóru vel af stað og keyrðu hraðar sóknir. Stjörnumenn læstu undir lok fyrsta leikhluta og spiluðu sniðugan sóknarleik, á rúmum tveimur mínútum unnu þeir sér inn tíu stiga forskot. Dúi er alls óhræddur við að keyra á körfunavísir / anton brink Það féll því á hendur Álftaness að elta gestina, sem þeir gerðu afar illa fyrst um sinn og hleyptu Stjörnunni 16 stigum yfir snemma í öðrum leikhluta. Fljótlega tókst heimamönnum hins vegar að rétta úr kútnum og spila á pari við gestina. Aðallega var það varnarleikurinn sem batnaði, þeir þvinguðu Stjörnuna í erfið skot og sóknin hélt áfram að skila sínu. Fimm stigum munaði milli liðanna þegar flautað var til hálfleiks, 46-51. Róbert Birmingham, einn efnilegasti leikmaður landsins er nýgenginn til liðs við Álftanes. vísir / anton brink Stjarnan byrjaði seinna hálfleikinn illa, eftir körfu í fyrstu sókn skoraði liðið ekkert í tæpar fimm mínútur. Álftnesingar nýttu sér það ágætlega, hefðu vel getað gert betur og komist yfir en önduðu allavega alveg ofan í hálsmál gestanna. vísir / anton brink Það gerðist loks um miðjan fjórða leikhluta að Álftanes jafnaði leikinn, en þegar þar var að komið var í raun aldrei spurning hvort liðið myndi vinna. Allur skriðþungi, öll stemning og öll stóru skotin virtust komu frá Álftanesi. Leikurinn hélst jafn þar til Dúi Jónsson tók málin í eigin hendur og kláraði leikinn. Hann skoraði sjö stig í röð fyrir Álftanes og átti gríðarmikilvægar stöðvanir í vörninni á hinum helmingnum. Lokatölur 84-77 Álftanessigur eftir æsispennandi leik. vísir / anton brink Hvað gerist næst? Bæði lið keppa í undanúrslitum VÍS bikarsins næsta þriðjudag, þar mætir Álftanes - Tindastól og Stjarnan - Keflavík. Aðeins tvær umferðir eru eftir í deildinni. Álftanes á eftir leiki gegn Haukum og Hetti. Stjarnan á eftir leiki gegn Grindavík og Breiðabliki. Kjartan Atli: Úrslitakeppnin byrjaði í kvöld vísir / anton brink „Þessi leikur snerist mest um það fyrir okkur að enduruppgötva hverjir við höfum verið á leiktíðinni. Höfum auðvitað verið að ganga í gegnum meiðslabras en við vorum búnir að finna liðseinkenni sem við höfum verið að reyna að fanga aftur í síðustu leikjum. Ég tek undir það að þetta var karaktersigur“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Það hlýtur að gefa liðinu heilmikið, eftir að hafa elt allan leikinn, að sækja sigurinn svona undir lokin? „Algjörlega, þetta gefur trú. Það voru margir að stíga upp á mörgum sviðum körfuboltans, fremstur í flokki var næstyngsti maðurinn í liðinu sem átti stórkostlegar lokamínútur á báðum endum vallarins.“ Næstyngsti maðurinn sem Kjartan talar um er að sjálfsögðu Dúi Jónsson, sem átti stórkostlegan leik í kvöld. Annar aðili átti frábæran leik, Haukur Helgi Pálsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í rúman einn og hálfan mánuð. „Rosalega margt af því sem við gerum, Haukur límir það saman. Hann er límið í heildinni, einn allra, allra besti leikmaður sem við höfum átt. Það sem hann gerir á báðum endum vallarins er algjörlega magnað, þegar við vorum að ströggla þá dróg hann liðið áfram. Við höfum saknað hans, frábært framlag hjá honum eins og mjög mörgum.“ Álftanes tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum í kvöld. Deildarleikirnir tveir sem eftir eru skipta þó enn einhverju máli upp á sætaskipan. Áður en að því kemur á Álftanes leik í undanúrslitum VÍS bikarsins Tindastól. „Úrslitakeppnin byrjaði í kvöld. Þessi leikur var þannig, hann skipti miklu máli. Bikarinn er svo partur af því, nú erum við bara komnir í úrslitakeppnis gírinn. Það þýðir meiri áhersla á nudd, meðhöndlun, stutt á milli leikja núna. Það var allur fókus á þennan leik en nú er stutt í næsta og við erum bara komnir í úrslitakeppnisgírinn strax“ sagði Kjartan Atli að lokum. Arnar Guðjónsson: Sóknarleikurinn okkur var ömurlegur vísir / anton brink „Mjög svekktur, sóknarleikurinn okkar ömurlegur, það er bara þar sem þetta fer. Álftanes gerir vel, Haukur Helgi frábær, Dúi var stórkostlegur. Vel gert hjá þeim og ég óska þeim til hamingju með sigurinn.“ Til þess að eiga möguleika á úrslitakeppni þarf Stjarnan að vinna næstu tvo leiki sína gegn Grindavík og Breiðablik. Þá þurfa þeir einnig að treysta á að Höttur tapi sínum leikjum gegn Tindastól og Álftanesi. Áður en að því kemur bíður Stjörnunnar undanúrslitaleikur í VÍS bikarnum, næsta þriðjudag gegn Keflavík. „Vann Höttur? Þá þurfum við allavega að vinna næstu tvo. Ég veit ekki hvað ég get sagt akkúrat núna, bara ógeðslega svekktur. Reynum eitthvað að finna útúr því á morgun en þetta er ömurlegt“ sagði Arnar að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Stjarnan
Dúi Þór Jónsson var frábær á lokamínútnum á móti uppeldisfélagi sínu þegar Álftanes vann níu stiga sigur á nágrönnum sínum Stjörnunni, 86-77, og tryggði sér sæti í úrslitakeppni Subway deild karla í körfubolta. Þetta var ekki bara grannaslagur af bestu gerð, leikurinn í kvöld skipti bæði lið gríðarlega máli í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Tveimur stigum munaði milli liðanna fyrir leik og bæði höfðu þau átt erfitt uppdráttar undanfarið með fjögur töp í síðustu fimm leikjum sínum. Antti Kanervo #9 var stigahæstur hjá Stjörnunni með 23 stig. vísir / anton brink Forsetahöllin var smekkfull löngu fyrir leik, lætin voru hreint út sagt ærandi, spennan gríðarleg og eftirvæntingin ljómaði úr andlitum allra í húsinu. Fyrstu mínúturnar var leikurinn í járnum, bæði lið fóru vel af stað og keyrðu hraðar sóknir. Stjörnumenn læstu undir lok fyrsta leikhluta og spiluðu sniðugan sóknarleik, á rúmum tveimur mínútum unnu þeir sér inn tíu stiga forskot. Dúi er alls óhræddur við að keyra á körfunavísir / anton brink Það féll því á hendur Álftaness að elta gestina, sem þeir gerðu afar illa fyrst um sinn og hleyptu Stjörnunni 16 stigum yfir snemma í öðrum leikhluta. Fljótlega tókst heimamönnum hins vegar að rétta úr kútnum og spila á pari við gestina. Aðallega var það varnarleikurinn sem batnaði, þeir þvinguðu Stjörnuna í erfið skot og sóknin hélt áfram að skila sínu. Fimm stigum munaði milli liðanna þegar flautað var til hálfleiks, 46-51. Róbert Birmingham, einn efnilegasti leikmaður landsins er nýgenginn til liðs við Álftanes. vísir / anton brink Stjarnan byrjaði seinna hálfleikinn illa, eftir körfu í fyrstu sókn skoraði liðið ekkert í tæpar fimm mínútur. Álftnesingar nýttu sér það ágætlega, hefðu vel getað gert betur og komist yfir en önduðu allavega alveg ofan í hálsmál gestanna. vísir / anton brink Það gerðist loks um miðjan fjórða leikhluta að Álftanes jafnaði leikinn, en þegar þar var að komið var í raun aldrei spurning hvort liðið myndi vinna. Allur skriðþungi, öll stemning og öll stóru skotin virtust komu frá Álftanesi. Leikurinn hélst jafn þar til Dúi Jónsson tók málin í eigin hendur og kláraði leikinn. Hann skoraði sjö stig í röð fyrir Álftanes og átti gríðarmikilvægar stöðvanir í vörninni á hinum helmingnum. Lokatölur 84-77 Álftanessigur eftir æsispennandi leik. vísir / anton brink Hvað gerist næst? Bæði lið keppa í undanúrslitum VÍS bikarsins næsta þriðjudag, þar mætir Álftanes - Tindastól og Stjarnan - Keflavík. Aðeins tvær umferðir eru eftir í deildinni. Álftanes á eftir leiki gegn Haukum og Hetti. Stjarnan á eftir leiki gegn Grindavík og Breiðabliki. Kjartan Atli: Úrslitakeppnin byrjaði í kvöld vísir / anton brink „Þessi leikur snerist mest um það fyrir okkur að enduruppgötva hverjir við höfum verið á leiktíðinni. Höfum auðvitað verið að ganga í gegnum meiðslabras en við vorum búnir að finna liðseinkenni sem við höfum verið að reyna að fanga aftur í síðustu leikjum. Ég tek undir það að þetta var karaktersigur“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Það hlýtur að gefa liðinu heilmikið, eftir að hafa elt allan leikinn, að sækja sigurinn svona undir lokin? „Algjörlega, þetta gefur trú. Það voru margir að stíga upp á mörgum sviðum körfuboltans, fremstur í flokki var næstyngsti maðurinn í liðinu sem átti stórkostlegar lokamínútur á báðum endum vallarins.“ Næstyngsti maðurinn sem Kjartan talar um er að sjálfsögðu Dúi Jónsson, sem átti stórkostlegan leik í kvöld. Annar aðili átti frábæran leik, Haukur Helgi Pálsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í rúman einn og hálfan mánuð. „Rosalega margt af því sem við gerum, Haukur límir það saman. Hann er límið í heildinni, einn allra, allra besti leikmaður sem við höfum átt. Það sem hann gerir á báðum endum vallarins er algjörlega magnað, þegar við vorum að ströggla þá dróg hann liðið áfram. Við höfum saknað hans, frábært framlag hjá honum eins og mjög mörgum.“ Álftanes tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum í kvöld. Deildarleikirnir tveir sem eftir eru skipta þó enn einhverju máli upp á sætaskipan. Áður en að því kemur á Álftanes leik í undanúrslitum VÍS bikarsins Tindastól. „Úrslitakeppnin byrjaði í kvöld. Þessi leikur var þannig, hann skipti miklu máli. Bikarinn er svo partur af því, nú erum við bara komnir í úrslitakeppnis gírinn. Það þýðir meiri áhersla á nudd, meðhöndlun, stutt á milli leikja núna. Það var allur fókus á þennan leik en nú er stutt í næsta og við erum bara komnir í úrslitakeppnisgírinn strax“ sagði Kjartan Atli að lokum. Arnar Guðjónsson: Sóknarleikurinn okkur var ömurlegur vísir / anton brink „Mjög svekktur, sóknarleikurinn okkar ömurlegur, það er bara þar sem þetta fer. Álftanes gerir vel, Haukur Helgi frábær, Dúi var stórkostlegur. Vel gert hjá þeim og ég óska þeim til hamingju með sigurinn.“ Til þess að eiga möguleika á úrslitakeppni þarf Stjarnan að vinna næstu tvo leiki sína gegn Grindavík og Breiðablik. Þá þurfa þeir einnig að treysta á að Höttur tapi sínum leikjum gegn Tindastól og Álftanesi. Áður en að því kemur bíður Stjörnunnar undanúrslitaleikur í VÍS bikarnum, næsta þriðjudag gegn Keflavík. „Vann Höttur? Þá þurfum við allavega að vinna næstu tvo. Ég veit ekki hvað ég get sagt akkúrat núna, bara ógeðslega svekktur. Reynum eitthvað að finna útúr því á morgun en þetta er ömurlegt“ sagði Arnar að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti