Kastast í kekki milli Carragher og kærastans Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. mars 2024 09:01 Kate Abdo og Malik Scott opinberuðu samband sitt fyrr í mánuðinum en Jamie Carragher grínaðist með tryggð skömmu síðar. Netverjar telja það næsta víst að Henry sé ástfanginn af Abdo. Getty Óviðeigandi brandari Jamie Carragher um samband Kate Abdo og Malik Scott vakti athygli nýverið. Scott varaði Carragher við því að grínast með ástarlíf annarra. Netverjar telja sambandinu frekar standa ógn af Thierry Henry, öðrum kollega Abdo. Spurningin er, hvenær rýnir maður um of í hlutina, hvenær teygir maður sig of langt og hvenær byrjar maður að skálda? Fótboltaþátturinn UEFA Champions League Today á CBS hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár vegna óbeislaðrar gleði sparkspekinga og góðrar kemistríu milli fjórmenninga þáttarins. Þættinum stýrir sjónvarpskonan Kate Abdo og henni til halds og trausts eru fyrrverandi fótboltamennirnir Thierry Henry, Jamie Carragher og Micah Richards. Í gegnum tíðina hafa klippur úr þættinum reglulega ratað á samfélagsmiðla vegna fíflagangs fjórmenninganna eða tryllingslegs hláturs Micah Richards sem gleður suma en pirrar aðra. Fjórmenningarnir sem sjá um meistaradeildarumfjöllun CBS. Abdo, Henry, Carragher og Richards.Getty „Not to Malik?“ Þátturinn komst í fréttirnar fyrr í mánuðinum þegar Jamie Carragher sagði heldur óviðeigandi brandara um tryggð Kate Abdo við kærasta hennar, Malik Scott. Jamie, sem er Liverpool-goðsögn, var kominn í Arsenal-treyju í tilefni af Meistaradeildareinvígi Arsenal og Porto. Hann sagði við Abdo að hún þyrfti á endanum að fara í treyjuna og svaraði hún „Ég er trygg.“ „Trygg hverjum?“ spurði Jamie og Abdo sem er frá Manchester-borg svaraði „Manchester United, takk fyrir.“ „Ekki Malik?“ spurði Jamie og hló tryllingslegum kreistum hlátri. Brandarinn vakti hins vegar afar litla hrifningu hinna þriggja og spurði Abdo hann „Hvernig geturðu sagt það?“ „Það hefur ekki enn verið minnst á hann í þættinum,“ sagði Carragher og umræðunni var í kjölfarið eytt. Abdo gerði sjálf lítið úr atvikinu og grínuðust fjórmenningarnir með það í næsta þætti þegar hún líkti Carragher við pirrandi fjölskyldumeðlim. Hins vegar virtist ekki öllum skemmt yfir gríninu, sérstaklega ekki Malik. Varaði Carragher við því að grínast með sambönd fólks Malik Scott, sem er bandarískur boxari og hnefaleikaþjálfari Deontay Wilder, tjáði sig um málið í gegnum veðmálasíðuna Lord Ping þar sem hann varaði Carragher við því að vera með ósmekklegt grín um sambönd annarra. „Ég er mjög ástfanginn af henni og ætla að giftast henni. Þetta sem gerðist með Jamie er hluti af starfinu en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann segir eitthvað óviðeigandi. En þetta er í fyrsta skiptið sem hann segir eitthvað sem ýjar að röskun á heimilishaldi og sambandi pars,“ sagði Scott. Malik Scott og Kate Abdo birtu mynd af sér að kela fyrr í marsmánuði.Instagram/Getty „Þetta var smávægilegur hlutur en að þetta hafi pirrað hana er eitthvað sem fór virkilega í mig. Að hann skuli segja þetta og sé alltaf að segja þessa stríðnis-brandara er ekki stórmál fyrir mér,“ sagði hann. „Ef hún er ósátt er það stórmál fyrir mér og þá hringi ég í hann. Og ef hann svarar mér ekki þá mæti ég á staðinn svo við getum rætt málinn eins og karlmenn. Svo þetta er ekki eitthvað sem hann ætti að halda áfram að gera,“ sagði Malik. Hins vegar hefði Carragher beðið Abdo afsökunar. Það væri ekki hægt að gera lítið úr því og sagðist Scott bera virðingu fyrir Carragher vegna þess. Netverjar telja hins vegar að Scott ætti frekar að beina orðum sínum að öðrum sparkspekingi. Going after the wrong pundit son. pic.twitter.com/r7OrmyA46S https://t.co/6VSNr6wyd6— (@ibzsmo3k) March 26, 2024 Leyna viðbrögðin á sér? Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Abdo og Thierry Henry í þættinum og mikið gert úr hegðun Henry. Netverjar hafa sér til stuðnings tínt til augngotur kollegana, daðurslega hegðun þeirra og undarleg viðbrögð Henry við ýmsum yfirlýsingum Abdo. Til að kanna betur þessar kenningar um hrifningu Henry þarf að spóla aðeins aftur í tímann eða til október 2023. Abdo sagði að von væri á stórri tilkynningu frá þættinum og spurði Carragher þá hvort Abdo væri að trúlofa sig. Hún játaði því en viðurkenndi að unnustinn vissi ekki af því. Greinilega var um grín að ræða. Carragher og Richards hlógu að djókinu en Henry virtist ekki skemmt og varð hann óvenjualvarlegur þegar trúlofunin barst á góma. Henry s face when he heard Kate and engaged pic.twitter.com/MSqR7qhICf— abdi (@abditrm) October 24, 2023 Í febrúar á þessu ári rifjuðu fjórmenningarnir upp hvernig þau litu út árið sem Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, fæddist en hann er fæddur 2007. Dregnar voru upp myndir af sparkspekingunum sem spiluðu allir enn fótbolta og myndskeið af Abdo þar sem hún var að stíga sín fyrstu skref í fréttamennsku. Myndskeiðin vöktu mikla kátínu en Henry gapti af undrun yfir sextán árum yngri Abdo. Þótti einhverjum hann ekki ná að halda aftur af hrifningu sinni. Where were you in 2007! @kate_abdo unrecognisable in appearance & accent #ChampionsLeague pic.twitter.com/K3A9WsBdFT— Jamie Carragher (@Carra23) February 21, 2024 Snemma í marsmánuði á þessu ári greindi Abdo frá því að hún væri í sambandi með hnefaleikaþjálfaranum Malik Scott. Parið birti mynd af sér á Instagram af því tilefni þar sem Abdo sat í fangi Malik. Sambandið virðist þó þróast hratt af því það leið ekki vika frá tilkynningunni þar til Carragher spurði Abdo hvort þeim þremur yrði boðið í brúðkaup hennar. henry s head goneee pic.twitter.com/cFBPcdbfxS— k (@klvuii) March 5, 2024 Abdo sagðist hafa verið að bíða eftir spurningunni en á meðan hallaði Henry sér aftur í stólnum eins og hann væri í losti. Abdo spurði Henry þá hvort hann vildi ekki fá boðskort. „Ætlarðu að gifta þig Kate?“ spurði Micah Richards í kjölfarið. „Malik vill giftast mér get ég sagt þér, geturðu álasað manninum fyrir það?“ sagði Abdo. Thierry Henry on her wedding day: pic.twitter.com/8mSjRHkbqo https://t.co/dfGnyDLLc8— Sk (@Sulleyk_) March 6, 2024 Hvað gerist næst í sögunni spyr maður sig. Heldur Carragher sig á mottunni og heldur Malik ró sinni? Er Henry bara að þykjast eða er hann skotinn í Abdo? Verður af brúðkaupinu og mæta þremenningarnir? Hvenær ganga netverjar of langt í krufningunni? Hafa þeir kannski þegar gengið of langt? Ástin og lífið Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira
Fótboltaþátturinn UEFA Champions League Today á CBS hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár vegna óbeislaðrar gleði sparkspekinga og góðrar kemistríu milli fjórmenninga þáttarins. Þættinum stýrir sjónvarpskonan Kate Abdo og henni til halds og trausts eru fyrrverandi fótboltamennirnir Thierry Henry, Jamie Carragher og Micah Richards. Í gegnum tíðina hafa klippur úr þættinum reglulega ratað á samfélagsmiðla vegna fíflagangs fjórmenninganna eða tryllingslegs hláturs Micah Richards sem gleður suma en pirrar aðra. Fjórmenningarnir sem sjá um meistaradeildarumfjöllun CBS. Abdo, Henry, Carragher og Richards.Getty „Not to Malik?“ Þátturinn komst í fréttirnar fyrr í mánuðinum þegar Jamie Carragher sagði heldur óviðeigandi brandara um tryggð Kate Abdo við kærasta hennar, Malik Scott. Jamie, sem er Liverpool-goðsögn, var kominn í Arsenal-treyju í tilefni af Meistaradeildareinvígi Arsenal og Porto. Hann sagði við Abdo að hún þyrfti á endanum að fara í treyjuna og svaraði hún „Ég er trygg.“ „Trygg hverjum?“ spurði Jamie og Abdo sem er frá Manchester-borg svaraði „Manchester United, takk fyrir.“ „Ekki Malik?“ spurði Jamie og hló tryllingslegum kreistum hlátri. Brandarinn vakti hins vegar afar litla hrifningu hinna þriggja og spurði Abdo hann „Hvernig geturðu sagt það?“ „Það hefur ekki enn verið minnst á hann í þættinum,“ sagði Carragher og umræðunni var í kjölfarið eytt. Abdo gerði sjálf lítið úr atvikinu og grínuðust fjórmenningarnir með það í næsta þætti þegar hún líkti Carragher við pirrandi fjölskyldumeðlim. Hins vegar virtist ekki öllum skemmt yfir gríninu, sérstaklega ekki Malik. Varaði Carragher við því að grínast með sambönd fólks Malik Scott, sem er bandarískur boxari og hnefaleikaþjálfari Deontay Wilder, tjáði sig um málið í gegnum veðmálasíðuna Lord Ping þar sem hann varaði Carragher við því að vera með ósmekklegt grín um sambönd annarra. „Ég er mjög ástfanginn af henni og ætla að giftast henni. Þetta sem gerðist með Jamie er hluti af starfinu en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann segir eitthvað óviðeigandi. En þetta er í fyrsta skiptið sem hann segir eitthvað sem ýjar að röskun á heimilishaldi og sambandi pars,“ sagði Scott. Malik Scott og Kate Abdo birtu mynd af sér að kela fyrr í marsmánuði.Instagram/Getty „Þetta var smávægilegur hlutur en að þetta hafi pirrað hana er eitthvað sem fór virkilega í mig. Að hann skuli segja þetta og sé alltaf að segja þessa stríðnis-brandara er ekki stórmál fyrir mér,“ sagði hann. „Ef hún er ósátt er það stórmál fyrir mér og þá hringi ég í hann. Og ef hann svarar mér ekki þá mæti ég á staðinn svo við getum rætt málinn eins og karlmenn. Svo þetta er ekki eitthvað sem hann ætti að halda áfram að gera,“ sagði Malik. Hins vegar hefði Carragher beðið Abdo afsökunar. Það væri ekki hægt að gera lítið úr því og sagðist Scott bera virðingu fyrir Carragher vegna þess. Netverjar telja hins vegar að Scott ætti frekar að beina orðum sínum að öðrum sparkspekingi. Going after the wrong pundit son. pic.twitter.com/r7OrmyA46S https://t.co/6VSNr6wyd6— (@ibzsmo3k) March 26, 2024 Leyna viðbrögðin á sér? Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Abdo og Thierry Henry í þættinum og mikið gert úr hegðun Henry. Netverjar hafa sér til stuðnings tínt til augngotur kollegana, daðurslega hegðun þeirra og undarleg viðbrögð Henry við ýmsum yfirlýsingum Abdo. Til að kanna betur þessar kenningar um hrifningu Henry þarf að spóla aðeins aftur í tímann eða til október 2023. Abdo sagði að von væri á stórri tilkynningu frá þættinum og spurði Carragher þá hvort Abdo væri að trúlofa sig. Hún játaði því en viðurkenndi að unnustinn vissi ekki af því. Greinilega var um grín að ræða. Carragher og Richards hlógu að djókinu en Henry virtist ekki skemmt og varð hann óvenjualvarlegur þegar trúlofunin barst á góma. Henry s face when he heard Kate and engaged pic.twitter.com/MSqR7qhICf— abdi (@abditrm) October 24, 2023 Í febrúar á þessu ári rifjuðu fjórmenningarnir upp hvernig þau litu út árið sem Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, fæddist en hann er fæddur 2007. Dregnar voru upp myndir af sparkspekingunum sem spiluðu allir enn fótbolta og myndskeið af Abdo þar sem hún var að stíga sín fyrstu skref í fréttamennsku. Myndskeiðin vöktu mikla kátínu en Henry gapti af undrun yfir sextán árum yngri Abdo. Þótti einhverjum hann ekki ná að halda aftur af hrifningu sinni. Where were you in 2007! @kate_abdo unrecognisable in appearance & accent #ChampionsLeague pic.twitter.com/K3A9WsBdFT— Jamie Carragher (@Carra23) February 21, 2024 Snemma í marsmánuði á þessu ári greindi Abdo frá því að hún væri í sambandi með hnefaleikaþjálfaranum Malik Scott. Parið birti mynd af sér á Instagram af því tilefni þar sem Abdo sat í fangi Malik. Sambandið virðist þó þróast hratt af því það leið ekki vika frá tilkynningunni þar til Carragher spurði Abdo hvort þeim þremur yrði boðið í brúðkaup hennar. henry s head goneee pic.twitter.com/cFBPcdbfxS— k (@klvuii) March 5, 2024 Abdo sagðist hafa verið að bíða eftir spurningunni en á meðan hallaði Henry sér aftur í stólnum eins og hann væri í losti. Abdo spurði Henry þá hvort hann vildi ekki fá boðskort. „Ætlarðu að gifta þig Kate?“ spurði Micah Richards í kjölfarið. „Malik vill giftast mér get ég sagt þér, geturðu álasað manninum fyrir það?“ sagði Abdo. Thierry Henry on her wedding day: pic.twitter.com/8mSjRHkbqo https://t.co/dfGnyDLLc8— Sk (@Sulleyk_) March 6, 2024 Hvað gerist næst í sögunni spyr maður sig. Heldur Carragher sig á mottunni og heldur Malik ró sinni? Er Henry bara að þykjast eða er hann skotinn í Abdo? Verður af brúðkaupinu og mæta þremenningarnir? Hvenær ganga netverjar of langt í krufningunni? Hafa þeir kannski þegar gengið of langt?
Ástin og lífið Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira