Múrarinn sem fékk símtal og varð bruggari Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2024 09:08 Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar segir hlutina hafa gerst hratt eftir að hugmyndin að brugghúsinu kviknaði. Vísir/Einar Upphaf fyrsta brugghússins á Vestfjörðum má rekja til afdrifaríks símtals frá mági framkvæmdastjórans. Hann vann við að múra þegar símtalið kom en mánuði eftir það var brugghúsið orðið að veruleika. Aðeins eitt brugghús er starfrækt á Ísafirði en það er Dokkan. Hugmyndin að brugghúsinu kviknaði hinu megin á landinu. „Þetta var svona frekar óvænt. Mágur minn var á ferðalagi á Austurfjörðum á Breiðdalsvík í annarri vinnu og hann hringir í mig og spyr Hákon af hverju er ekki brugghús á Ísafirði og ég hugsaði bara svona ég veit það ekki og þá spyr hann getum við gert eitthvað í því. Ég segi bara já örugglega. Mánuði seinna vorum við búnir að stofna fyrirtæki,“ segir Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar. Hákon var sjálfur að gera allt aðra hluti þegar símtalið kom. „Ég var náttúrulega bara að vinna í múrverki á þessum tíma og þetta var ekkert á stefnuskránni. Þegar við stofnuðum þetta hugsaði ég okei ég brugga kannski einn tvo daga í viku og múra hina en svo hef ég ekkert farið út úr brugghúsinu.“ Hann segir fyrirtækið hafa vaxið hratt og starfið vera fjölbreytt. Þá hefur Hákon verið duglegur við að gera tilraunir og bruggar meðal annars þarabjór. Leyniefni er í öllum bjórunum en efnið er þó ekki meira leyndarmál en svo að Hákon er til í að deila því. „Við eigum náttúrulega besta vatn í heimi hérna á Vestfjörðum. Ég held að líka að við erum ástríðufullir og leggjum mikinn metnað í þetta. Þannig að ég held að góðmennskan og passionið fari út í bjórinn.“ Þá er nú verið að brugga sérstakan bjór í brugghúsinu líkt og síðustu ár fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður á Ísafirði um páskana. Hákon segir tónlistarmanninn Mugison, sem er einn af stofnendum hátíðarinnar, hafa verið með sérósk um að bjórinn í ár yrði glútenlaus. „Hann vildi að ég myndi skýra bjórinn múkki en múkki átti að vera tilvitnun í það að þegar hann drekkur glútenbjóra þá ælir hann eins og múkki þannig ég held að það sé tilvitnunin en ekki Mugison.“ Ísafjarðarbær Áfengi og tóbak Aldrei fór ég suður Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Aðeins eitt brugghús er starfrækt á Ísafirði en það er Dokkan. Hugmyndin að brugghúsinu kviknaði hinu megin á landinu. „Þetta var svona frekar óvænt. Mágur minn var á ferðalagi á Austurfjörðum á Breiðdalsvík í annarri vinnu og hann hringir í mig og spyr Hákon af hverju er ekki brugghús á Ísafirði og ég hugsaði bara svona ég veit það ekki og þá spyr hann getum við gert eitthvað í því. Ég segi bara já örugglega. Mánuði seinna vorum við búnir að stofna fyrirtæki,“ segir Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar. Hákon var sjálfur að gera allt aðra hluti þegar símtalið kom. „Ég var náttúrulega bara að vinna í múrverki á þessum tíma og þetta var ekkert á stefnuskránni. Þegar við stofnuðum þetta hugsaði ég okei ég brugga kannski einn tvo daga í viku og múra hina en svo hef ég ekkert farið út úr brugghúsinu.“ Hann segir fyrirtækið hafa vaxið hratt og starfið vera fjölbreytt. Þá hefur Hákon verið duglegur við að gera tilraunir og bruggar meðal annars þarabjór. Leyniefni er í öllum bjórunum en efnið er þó ekki meira leyndarmál en svo að Hákon er til í að deila því. „Við eigum náttúrulega besta vatn í heimi hérna á Vestfjörðum. Ég held að líka að við erum ástríðufullir og leggjum mikinn metnað í þetta. Þannig að ég held að góðmennskan og passionið fari út í bjórinn.“ Þá er nú verið að brugga sérstakan bjór í brugghúsinu líkt og síðustu ár fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður á Ísafirði um páskana. Hákon segir tónlistarmanninn Mugison, sem er einn af stofnendum hátíðarinnar, hafa verið með sérósk um að bjórinn í ár yrði glútenlaus. „Hann vildi að ég myndi skýra bjórinn múkki en múkki átti að vera tilvitnun í það að þegar hann drekkur glútenbjóra þá ælir hann eins og múkki þannig ég held að það sé tilvitnunin en ekki Mugison.“
Ísafjarðarbær Áfengi og tóbak Aldrei fór ég suður Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent