Segir Netanjahú helstu fyrirstöðu friðar og kallar eftir kosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 18:37 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Getty/Caroline Brehman Chuch Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, kallaði í dag eftir þingkosningum í Ísrael. Hann segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hafa villst af leið. Þetta sagði Schumer í ræðu á þinginu í dag þegar hann kallaði eftir því við kollega sína að þeir samþykktu hernaðaraðstoð bæði við Úkraínu og Ísrael. Schumer er leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni og jafnframt titlaður valdamesti gyðingurinn í opinberri þjónustu í Bandaríkjunum í umfjöllun Guardian í um málið. Schumer sagði jafnframt að hann hefði lengi unnið með Netanjahú og þekki hann vel en trúi því að hann hafi „villst af leið með því að tefla pólitískri framtíð sinni fram fyrir hagsmuni Ísrael.“ Hann bætti því við að leiðinlegt væri að sjá að Netanjahú hefði hleypt stjórnmálamönnum lengst á hægri vængnum inn í ríkisstjórn sína. Þá væri Netanjahú sömuleiðis of viljugur til að lýða mannfall allmennra borgara á Gasa, sem hefði leitti til þess að stuðningur við Ísrael alþjóðlega er í sögulegu lágmarki. Ísrael, að mati Schumer, þyldi það ekki að hafa ímynd „vonda kallsins.“ Afstaða til Palestínu mýkst Margir stuðningsmenn Joe Bidens Bandaríkjaforseta hafa lýst yfir miklum áhyggjum af almennu mannfalli á Gasa eftir að heilbrigðisyfirvöld á ströndinni lýstu því yfir að meira en 30 þúsund almennir borgarar hefðu fallið frá upphafi átakanna. Biden hefur frá 7. október stutt við Ísrael, sem margir kjósendur Demókrata hafa gagnrýnt. Miklar áhyggjur eru meðal Demókrata að þeir sem styðja við Palestínumenn í átökunum muni kjósa gegn Demókrötum í forsetakosningum í haust, til þess eins að mótmæla afstöðu forsetans. Biden hefur undanfarnar vikur mýkt afstöðu sína nokkuð og talar nú opinberlega fyrir vopnahléi á Gasa, að því gefnu að Hamas sleppi úr haldi þeim gíslum sem þeir tóku 7. október síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar byrjuðu Bandaríkjamenn til að mynda að senda mannúðaraðstoð til Gasa, sem kastað er úr flugvélum sem fljúga yfir ströndina. Þá segir Biden bandaríska herinn vera að undirbúa flutning neyðarbirgða sjóleiðina til Gasa. Hugarfar stjórnvalda forneskjulegt Schumer hefur frá upphafi stríðsins verið dyggur stuðningsmaður Ísrael. Hann heimsótti landið til að mynda aðeins nokkrum dögum eftir árás Hamas í október en orð hans virðast merk um einhvers konar hugarfarsbreytingu. „Ríkisstjórn Netanjahú hentar ekki lengur hagsmunum Ísrael. Heimurinn hefur tekið dramatískum breytingum frá 7. október. Forneskjulegt hugarfar stjórnvalda heldur aftur af Ísraelsmönnum,“ sagði Schumer í ræðu sinni. Hann taldi upp fernt sem helst stæði í vegi fyrir friði og tveggja ríkja lausninni, sem Bandaríkin hafa lengi stutt. Það var Netanjahú, hægrisinnaðir Ísraelsmenn, Hamas og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. „Þetta er það fernt sem helst stendur í vegi fyrir friði. Ef okkur tekst ekki að komast fram hjá þessum hindrunum í vegi okkar þá munu Ísrael, Vesturbakkinn og Gasa sitja föst í hringrás þess ofbeldis sem ríkt hefur síðustu 75 ár.“ Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Þetta sagði Schumer í ræðu á þinginu í dag þegar hann kallaði eftir því við kollega sína að þeir samþykktu hernaðaraðstoð bæði við Úkraínu og Ísrael. Schumer er leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni og jafnframt titlaður valdamesti gyðingurinn í opinberri þjónustu í Bandaríkjunum í umfjöllun Guardian í um málið. Schumer sagði jafnframt að hann hefði lengi unnið með Netanjahú og þekki hann vel en trúi því að hann hafi „villst af leið með því að tefla pólitískri framtíð sinni fram fyrir hagsmuni Ísrael.“ Hann bætti því við að leiðinlegt væri að sjá að Netanjahú hefði hleypt stjórnmálamönnum lengst á hægri vængnum inn í ríkisstjórn sína. Þá væri Netanjahú sömuleiðis of viljugur til að lýða mannfall allmennra borgara á Gasa, sem hefði leitti til þess að stuðningur við Ísrael alþjóðlega er í sögulegu lágmarki. Ísrael, að mati Schumer, þyldi það ekki að hafa ímynd „vonda kallsins.“ Afstaða til Palestínu mýkst Margir stuðningsmenn Joe Bidens Bandaríkjaforseta hafa lýst yfir miklum áhyggjum af almennu mannfalli á Gasa eftir að heilbrigðisyfirvöld á ströndinni lýstu því yfir að meira en 30 þúsund almennir borgarar hefðu fallið frá upphafi átakanna. Biden hefur frá 7. október stutt við Ísrael, sem margir kjósendur Demókrata hafa gagnrýnt. Miklar áhyggjur eru meðal Demókrata að þeir sem styðja við Palestínumenn í átökunum muni kjósa gegn Demókrötum í forsetakosningum í haust, til þess eins að mótmæla afstöðu forsetans. Biden hefur undanfarnar vikur mýkt afstöðu sína nokkuð og talar nú opinberlega fyrir vopnahléi á Gasa, að því gefnu að Hamas sleppi úr haldi þeim gíslum sem þeir tóku 7. október síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar byrjuðu Bandaríkjamenn til að mynda að senda mannúðaraðstoð til Gasa, sem kastað er úr flugvélum sem fljúga yfir ströndina. Þá segir Biden bandaríska herinn vera að undirbúa flutning neyðarbirgða sjóleiðina til Gasa. Hugarfar stjórnvalda forneskjulegt Schumer hefur frá upphafi stríðsins verið dyggur stuðningsmaður Ísrael. Hann heimsótti landið til að mynda aðeins nokkrum dögum eftir árás Hamas í október en orð hans virðast merk um einhvers konar hugarfarsbreytingu. „Ríkisstjórn Netanjahú hentar ekki lengur hagsmunum Ísrael. Heimurinn hefur tekið dramatískum breytingum frá 7. október. Forneskjulegt hugarfar stjórnvalda heldur aftur af Ísraelsmönnum,“ sagði Schumer í ræðu sinni. Hann taldi upp fernt sem helst stæði í vegi fyrir friði og tveggja ríkja lausninni, sem Bandaríkin hafa lengi stutt. Það var Netanjahú, hægrisinnaðir Ísraelsmenn, Hamas og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. „Þetta er það fernt sem helst stendur í vegi fyrir friði. Ef okkur tekst ekki að komast fram hjá þessum hindrunum í vegi okkar þá munu Ísrael, Vesturbakkinn og Gasa sitja föst í hringrás þess ofbeldis sem ríkt hefur síðustu 75 ár.“
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11
Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent