„Ekki jákvætt fyrir Keflavík ef hann ætlar að láta einhvern pjakk æsa sig upp“ Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 14. mars 2024 21:39 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Það varð formlega ljóst í kvöld að Breiðablik á ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í Subway-deild karla þegar liðið tapaði gegn Keflavík. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eftir og með verri stöðu í innbyrðis viðureignum gegn Haukum sem sitja í síðasta örugga sætinu. Vísir og Stöð 2 Sport ræddi við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta hafi legið nokkuð ljóst fyrir [að við myndum falla] þegar við töpuðum leikjum sem við hefðum getað tekið í byrjun árs. Í þeim leikjum vorum við þó að sýna baráttu. Við þurfum að fara finna orku hjá okkur, þetta var frekar máttlaust hjá okkur núna. Við þurfum að finna smá gleði, reyna ljúka tímabilinu á jákvæðum nótum. Þetta var ekkert skemmtilegur leikur í kvöld.“ Ívar tekur lítið úr leiknum í kvöld. „Mér fannst við máttlausir, við ræddum um það inni í klefa að reyna ná smá gleði í þetta núna í lokin, ná smá baráttu og hafa smá gaman af þessu. Það er eins og þetta sé orðið þannig að menn vilji fara að ljúka þessu. Við þurfum að rífa okkur upp og sýna smá metnað. Það eru allir sammála því og vonandi skilar það sér inn á völlinn.“ „Við erum að spila á móti mjög vel mönnuðum liðum, atvinnumannaliðum, á meðan við spilum mikið á unglingum og strákum. Við vissum það fyrir og það er engin afsökun, bara staðreynd.“ Ein stærsta sögulína leiksins var glíma Sölva Ólasonar og Remy Martin. Sölvi virtist komast undir skinnið á bandaríska leikmanninum. „Remy byrjaði að vera eitthvað fúll og Sölvi náttúrulega hélt áfram að atast í honum, skiljanlega. Ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann nú verið frekar metnaðarlaus. Ef Remy ætlar að væla svona í úrslitakeppninni þá verður það ekki jákvætt fyrir þá, að láta einhvern pjakk æsa sig upp.“ „Keflavík er með gott lið, þeir eru með margfalt betur mannað lið heldur en við, og flest liðin. En það er ekki afsökun fyrir því að við séum ekki að hafa gaman af hlutunum og leggja okkur fram eins og raunin var í kvöld. Það er alveg ljóst að þetta „budget“ sem við erum með er ekki nóg til að vera í þessari deild. Til þess að vera með fínt lið þá þarftu örugglega tvöfalt eða þrefalt það sem við erum að setja í þetta. Við höfum bara því miður ekki peningana í þetta.“ Breiðablik á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Ívar staðfesti í viðtalinu að hann verður ekki hjá Breiðabliki á næsta tímabili. „Þetta verður mitt síðasta ár hér, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum að reyna ljúka þessu almennilega. Við erum með ungmennaflokkinn í efsta sæti, við þurfum að klára hann, klára titilinn saman. Við höfum nóg til að keppa að í augnablikinu, ætlum að reyna ljúka þessu tímabili á léttari nótum,“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Vísir og Stöð 2 Sport ræddi við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta hafi legið nokkuð ljóst fyrir [að við myndum falla] þegar við töpuðum leikjum sem við hefðum getað tekið í byrjun árs. Í þeim leikjum vorum við þó að sýna baráttu. Við þurfum að fara finna orku hjá okkur, þetta var frekar máttlaust hjá okkur núna. Við þurfum að finna smá gleði, reyna ljúka tímabilinu á jákvæðum nótum. Þetta var ekkert skemmtilegur leikur í kvöld.“ Ívar tekur lítið úr leiknum í kvöld. „Mér fannst við máttlausir, við ræddum um það inni í klefa að reyna ná smá gleði í þetta núna í lokin, ná smá baráttu og hafa smá gaman af þessu. Það er eins og þetta sé orðið þannig að menn vilji fara að ljúka þessu. Við þurfum að rífa okkur upp og sýna smá metnað. Það eru allir sammála því og vonandi skilar það sér inn á völlinn.“ „Við erum að spila á móti mjög vel mönnuðum liðum, atvinnumannaliðum, á meðan við spilum mikið á unglingum og strákum. Við vissum það fyrir og það er engin afsökun, bara staðreynd.“ Ein stærsta sögulína leiksins var glíma Sölva Ólasonar og Remy Martin. Sölvi virtist komast undir skinnið á bandaríska leikmanninum. „Remy byrjaði að vera eitthvað fúll og Sölvi náttúrulega hélt áfram að atast í honum, skiljanlega. Ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann nú verið frekar metnaðarlaus. Ef Remy ætlar að væla svona í úrslitakeppninni þá verður það ekki jákvætt fyrir þá, að láta einhvern pjakk æsa sig upp.“ „Keflavík er með gott lið, þeir eru með margfalt betur mannað lið heldur en við, og flest liðin. En það er ekki afsökun fyrir því að við séum ekki að hafa gaman af hlutunum og leggja okkur fram eins og raunin var í kvöld. Það er alveg ljóst að þetta „budget“ sem við erum með er ekki nóg til að vera í þessari deild. Til þess að vera með fínt lið þá þarftu örugglega tvöfalt eða þrefalt það sem við erum að setja í þetta. Við höfum bara því miður ekki peningana í þetta.“ Breiðablik á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Ívar staðfesti í viðtalinu að hann verður ekki hjá Breiðabliki á næsta tímabili. „Þetta verður mitt síðasta ár hér, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum að reyna ljúka þessu almennilega. Við erum með ungmennaflokkinn í efsta sæti, við þurfum að klára hann, klára titilinn saman. Við höfum nóg til að keppa að í augnablikinu, ætlum að reyna ljúka þessu tímabili á léttari nótum,“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira