„Ekki jákvætt fyrir Keflavík ef hann ætlar að láta einhvern pjakk æsa sig upp“ Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 14. mars 2024 21:39 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Það varð formlega ljóst í kvöld að Breiðablik á ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í Subway-deild karla þegar liðið tapaði gegn Keflavík. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eftir og með verri stöðu í innbyrðis viðureignum gegn Haukum sem sitja í síðasta örugga sætinu. Vísir og Stöð 2 Sport ræddi við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta hafi legið nokkuð ljóst fyrir [að við myndum falla] þegar við töpuðum leikjum sem við hefðum getað tekið í byrjun árs. Í þeim leikjum vorum við þó að sýna baráttu. Við þurfum að fara finna orku hjá okkur, þetta var frekar máttlaust hjá okkur núna. Við þurfum að finna smá gleði, reyna ljúka tímabilinu á jákvæðum nótum. Þetta var ekkert skemmtilegur leikur í kvöld.“ Ívar tekur lítið úr leiknum í kvöld. „Mér fannst við máttlausir, við ræddum um það inni í klefa að reyna ná smá gleði í þetta núna í lokin, ná smá baráttu og hafa smá gaman af þessu. Það er eins og þetta sé orðið þannig að menn vilji fara að ljúka þessu. Við þurfum að rífa okkur upp og sýna smá metnað. Það eru allir sammála því og vonandi skilar það sér inn á völlinn.“ „Við erum að spila á móti mjög vel mönnuðum liðum, atvinnumannaliðum, á meðan við spilum mikið á unglingum og strákum. Við vissum það fyrir og það er engin afsökun, bara staðreynd.“ Ein stærsta sögulína leiksins var glíma Sölva Ólasonar og Remy Martin. Sölvi virtist komast undir skinnið á bandaríska leikmanninum. „Remy byrjaði að vera eitthvað fúll og Sölvi náttúrulega hélt áfram að atast í honum, skiljanlega. Ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann nú verið frekar metnaðarlaus. Ef Remy ætlar að væla svona í úrslitakeppninni þá verður það ekki jákvætt fyrir þá, að láta einhvern pjakk æsa sig upp.“ „Keflavík er með gott lið, þeir eru með margfalt betur mannað lið heldur en við, og flest liðin. En það er ekki afsökun fyrir því að við séum ekki að hafa gaman af hlutunum og leggja okkur fram eins og raunin var í kvöld. Það er alveg ljóst að þetta „budget“ sem við erum með er ekki nóg til að vera í þessari deild. Til þess að vera með fínt lið þá þarftu örugglega tvöfalt eða þrefalt það sem við erum að setja í þetta. Við höfum bara því miður ekki peningana í þetta.“ Breiðablik á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Ívar staðfesti í viðtalinu að hann verður ekki hjá Breiðabliki á næsta tímabili. „Þetta verður mitt síðasta ár hér, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum að reyna ljúka þessu almennilega. Við erum með ungmennaflokkinn í efsta sæti, við þurfum að klára hann, klára titilinn saman. Við höfum nóg til að keppa að í augnablikinu, ætlum að reyna ljúka þessu tímabili á léttari nótum,“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira
Vísir og Stöð 2 Sport ræddi við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta hafi legið nokkuð ljóst fyrir [að við myndum falla] þegar við töpuðum leikjum sem við hefðum getað tekið í byrjun árs. Í þeim leikjum vorum við þó að sýna baráttu. Við þurfum að fara finna orku hjá okkur, þetta var frekar máttlaust hjá okkur núna. Við þurfum að finna smá gleði, reyna ljúka tímabilinu á jákvæðum nótum. Þetta var ekkert skemmtilegur leikur í kvöld.“ Ívar tekur lítið úr leiknum í kvöld. „Mér fannst við máttlausir, við ræddum um það inni í klefa að reyna ná smá gleði í þetta núna í lokin, ná smá baráttu og hafa smá gaman af þessu. Það er eins og þetta sé orðið þannig að menn vilji fara að ljúka þessu. Við þurfum að rífa okkur upp og sýna smá metnað. Það eru allir sammála því og vonandi skilar það sér inn á völlinn.“ „Við erum að spila á móti mjög vel mönnuðum liðum, atvinnumannaliðum, á meðan við spilum mikið á unglingum og strákum. Við vissum það fyrir og það er engin afsökun, bara staðreynd.“ Ein stærsta sögulína leiksins var glíma Sölva Ólasonar og Remy Martin. Sölvi virtist komast undir skinnið á bandaríska leikmanninum. „Remy byrjaði að vera eitthvað fúll og Sölvi náttúrulega hélt áfram að atast í honum, skiljanlega. Ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann nú verið frekar metnaðarlaus. Ef Remy ætlar að væla svona í úrslitakeppninni þá verður það ekki jákvætt fyrir þá, að láta einhvern pjakk æsa sig upp.“ „Keflavík er með gott lið, þeir eru með margfalt betur mannað lið heldur en við, og flest liðin. En það er ekki afsökun fyrir því að við séum ekki að hafa gaman af hlutunum og leggja okkur fram eins og raunin var í kvöld. Það er alveg ljóst að þetta „budget“ sem við erum með er ekki nóg til að vera í þessari deild. Til þess að vera með fínt lið þá þarftu örugglega tvöfalt eða þrefalt það sem við erum að setja í þetta. Við höfum bara því miður ekki peningana í þetta.“ Breiðablik á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Ívar staðfesti í viðtalinu að hann verður ekki hjá Breiðabliki á næsta tímabili. „Þetta verður mitt síðasta ár hér, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum að reyna ljúka þessu almennilega. Við erum með ungmennaflokkinn í efsta sæti, við þurfum að klára hann, klára titilinn saman. Við höfum nóg til að keppa að í augnablikinu, ætlum að reyna ljúka þessu tímabili á léttari nótum,“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira