Haukur Helgi: Búið að vera þungt en gott að vinna grannaslag og koma okkur í gírinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. mars 2024 22:05 Haukar var lurkum laminn eftir æfingu á mánudaginn og spilaði með nokkra sauma fyrir ofan augað vísir / anton brink Eftir langa fjarveru átti Haukur Helgi Pálsson frábæra endurkomu í lið Álftaness sem lagði Stjörnuna að velli í Forsetahöllinni í kvöld. Haukur endaði stigahæstur með 23 stig, þar af fimm þriggja stiga skot, auk þess greip hann 8 fráköst og stal einum bolta. „Algjörlega, búið að vera svolítið þungt hjá okkur. Alltaf gott að vinna svona grannaslag og koma okkur í gírinn“ sagði Haukur Helgi sáttur á svip strax að leik loknum. Haukur hefur verið ansi óheppinn upp á síðkastið, hann lenti í bílslysi og var frá í nokkrar vikur, þegar hann sneri svo aftur til æfinga á mánudag hlaut hann harkalegt höfuðhögg sem endaði með slæmu glóðuraugu og skurði í augabrún. Þó hann hafi líklega oft litið betur út var ekki að sjá að þetta hefði einhver áhrif á hann inni á vellinum. „Ég vona að þú sért ekki að kalla mig ljótan, neinei þetta var bara gott. Ég hafði eiginlega bara 20 mínútur í mér samt, var alveg búinn í seinni hálfleik og held að það hafi alveg komið í ljós. Tók allan kraftinn í fyrri hálfleik og svo tók bara Dúi við keflinu.“ Talið barst einmitt að Dúa Jónssyni, sem tók við keflinu þegar þreytan fór að segja til sín hjá Hauki. Dúi steig upp á stórri stundu fyrir liðið í kvöld, setti niður fimm stig í röð þegar rúm mínúta og átti mikilvægar stöðvanir í vörninni. „Hann er hörku leikmaður og búinn að sýna það í vetur. Við erum bara svona lið þar sem sumir taka af skarið meðan aðrir eru í baksætinu, svo kemur bara næsti inn. Í svona leikjum er hann bara ótrúlega seigur, er að brjóta upp varnirnar og spila hörkuvörn, ótrúlega flottur eins og bara flest allir í liðinu.“ Álftanes fór með þessum sigri langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Næsta verkefni sem bíður þeirra er undanúrslitaleikur VÍS bikarsins gegn Tindastól. „Ég hef ekki pælt mikið í því. Bara búinn að vera að vinna í því að koma mér til baka og einbeita mér að þessum leik, þetta var einn stærsti leikur tímabilsins og erum nánast búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Getum núna farið að einbeita okkur að Tindastól, það verður hörkuviðureign og bara gaman“ sagði Haukur að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
„Algjörlega, búið að vera svolítið þungt hjá okkur. Alltaf gott að vinna svona grannaslag og koma okkur í gírinn“ sagði Haukur Helgi sáttur á svip strax að leik loknum. Haukur hefur verið ansi óheppinn upp á síðkastið, hann lenti í bílslysi og var frá í nokkrar vikur, þegar hann sneri svo aftur til æfinga á mánudag hlaut hann harkalegt höfuðhögg sem endaði með slæmu glóðuraugu og skurði í augabrún. Þó hann hafi líklega oft litið betur út var ekki að sjá að þetta hefði einhver áhrif á hann inni á vellinum. „Ég vona að þú sért ekki að kalla mig ljótan, neinei þetta var bara gott. Ég hafði eiginlega bara 20 mínútur í mér samt, var alveg búinn í seinni hálfleik og held að það hafi alveg komið í ljós. Tók allan kraftinn í fyrri hálfleik og svo tók bara Dúi við keflinu.“ Talið barst einmitt að Dúa Jónssyni, sem tók við keflinu þegar þreytan fór að segja til sín hjá Hauki. Dúi steig upp á stórri stundu fyrir liðið í kvöld, setti niður fimm stig í röð þegar rúm mínúta og átti mikilvægar stöðvanir í vörninni. „Hann er hörku leikmaður og búinn að sýna það í vetur. Við erum bara svona lið þar sem sumir taka af skarið meðan aðrir eru í baksætinu, svo kemur bara næsti inn. Í svona leikjum er hann bara ótrúlega seigur, er að brjóta upp varnirnar og spila hörkuvörn, ótrúlega flottur eins og bara flest allir í liðinu.“ Álftanes fór með þessum sigri langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Næsta verkefni sem bíður þeirra er undanúrslitaleikur VÍS bikarsins gegn Tindastól. „Ég hef ekki pælt mikið í því. Bara búinn að vera að vinna í því að koma mér til baka og einbeita mér að þessum leik, þetta var einn stærsti leikur tímabilsins og erum nánast búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Getum núna farið að einbeita okkur að Tindastól, það verður hörkuviðureign og bara gaman“ sagði Haukur að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga