Keppni tafðist eftir að býflugur gerðu atlögu að Alcaraz Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2024 07:30 Ef vel er að gáð má sjá nokkrar býflugur valda usla. Clive Brunskill/Getty Images Heldur óvænt atvik átti sér stað í viðureign Carlos Alcaraz og Alexander Zverez í Indan Wells-mótinu í tennis sem fram fer í Kaliforníu. Býflugur töfðu keppni um tæplega tvær klukkustundir og var Alcaraz stunginn í ennið. Dómari leiksins, Mohamed Lahyani, neyddist til að tefja leik þeirra Alcaraz og Zverez í áttaa manna úrslitum Indan Wells þegar býflugur trufluðu keppendur. Eftir að hlé hafði verið gert í klukkustund og 40 mínútur sneru keppendurnir til baka í leik sem Alcaraz vann sannfærandi, 6-3 og 6-1. You cannot BEE serious, man @BNPPARIBASOPEN | #TennisParadise pic.twitter.com/bcahPY3ROg— ATP Tour (@atptour) March 14, 2024 „Án efa undarlegasti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli. Ég sá býflugur og hélt þær væru nokkrar, horfði svo upp og sá þúsundir í loftinu. Þær voru út um allt. Þetta var bilað, ég reyndi að halda mig frá þeim en það var ekki hægt,“ sagði Alcaraz eftir leik. „Ég er frekar hræddur við býflugur. Ég þurfti að komast í öruggt skjól og var hlaupandi út um allt,“ bætti sigurvegari Wimbledon við. Myndavélin sem um er ræðir.Matthew Stockman/Getty Images Samkvæmt frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið virtust býflugurnar einkar hrifnar af köngulóar-myndavélinni (e. Spidercam). Um er að ræða myndavél sem er fyrir ofan keppendur og getur færst í allar áttir sem og nær vellinum ef þarf. Eftir að býflugna sérfræðingur hafði fjarlægt flest allar býflugurnar gat leikur haldið áfram. Nokkrar voru þó enn að trufla Alcaraz svo sérfræðingurinn sneri til baka við dynjandi lófaklapp og spreyjaði efni sem ætti að vera fráhrindandi fyrir býflugur á stigatöfluna. It s time to BEE the main character Welcome, legend, icon, Lance Davis @BNPPARIBASOPEN | #IndianWells pic.twitter.com/sSyRC9Q0Qh— ATP Tour (@atptour) March 15, 2024 Alcaraz mætir Jannik Sinner í undanúrslitum Indan Wells en sá síðarnefndi vann Opna ástralska fyrr á þessu ári. Að sama skapi hefur Sinner ekki tapað í 19 leikjum í röð. Hver veit nema býflugurnar hafi gefið Alcaraz kraft til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Sinner. Tennis Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Dómari leiksins, Mohamed Lahyani, neyddist til að tefja leik þeirra Alcaraz og Zverez í áttaa manna úrslitum Indan Wells þegar býflugur trufluðu keppendur. Eftir að hlé hafði verið gert í klukkustund og 40 mínútur sneru keppendurnir til baka í leik sem Alcaraz vann sannfærandi, 6-3 og 6-1. You cannot BEE serious, man @BNPPARIBASOPEN | #TennisParadise pic.twitter.com/bcahPY3ROg— ATP Tour (@atptour) March 14, 2024 „Án efa undarlegasti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli. Ég sá býflugur og hélt þær væru nokkrar, horfði svo upp og sá þúsundir í loftinu. Þær voru út um allt. Þetta var bilað, ég reyndi að halda mig frá þeim en það var ekki hægt,“ sagði Alcaraz eftir leik. „Ég er frekar hræddur við býflugur. Ég þurfti að komast í öruggt skjól og var hlaupandi út um allt,“ bætti sigurvegari Wimbledon við. Myndavélin sem um er ræðir.Matthew Stockman/Getty Images Samkvæmt frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið virtust býflugurnar einkar hrifnar af köngulóar-myndavélinni (e. Spidercam). Um er að ræða myndavél sem er fyrir ofan keppendur og getur færst í allar áttir sem og nær vellinum ef þarf. Eftir að býflugna sérfræðingur hafði fjarlægt flest allar býflugurnar gat leikur haldið áfram. Nokkrar voru þó enn að trufla Alcaraz svo sérfræðingurinn sneri til baka við dynjandi lófaklapp og spreyjaði efni sem ætti að vera fráhrindandi fyrir býflugur á stigatöfluna. It s time to BEE the main character Welcome, legend, icon, Lance Davis @BNPPARIBASOPEN | #IndianWells pic.twitter.com/sSyRC9Q0Qh— ATP Tour (@atptour) March 15, 2024 Alcaraz mætir Jannik Sinner í undanúrslitum Indan Wells en sá síðarnefndi vann Opna ástralska fyrr á þessu ári. Að sama skapi hefur Sinner ekki tapað í 19 leikjum í röð. Hver veit nema býflugurnar hafi gefið Alcaraz kraft til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Sinner.
Tennis Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira