Fótboltafélagið úr NWSL-deildinni verður selt á 113 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt heimildum ESPN en það jafngildir fimmtán og hálfum milljarði íslenskra króna.
Milljarðamæringurinn Ron Burkle er að selja Kaliforníufélagið til Levine Leichtman fjölskyldunnar. Söluverðið gæti hækkað upp í 120 milljónir dala.
Burkle er búinn að græða mikið á félaginu síðan að hann keypti það á tvær miljónir dollara fyrir tveimur árum síðan. San Diego Wave bættist við NWSL-deildina árið 2022.
Þetta verður metfé fyrir kvennafótboltafélag í Bandaríkjunum en gamla metið eru 63 milljónir Bandaríkjadala sem fengust fyrir Portland Thorns fyrr á þessu ári.
Burkle mun halda áfram sem eigandi félagsins út 2024 tímabilið.
Rekstur Wave hefur gengið vel en frægasti leikmaður liðsins er bandaríska landsliðskonan og goðsögnin Alex Morgan.