Finnur Freyr: Fengum á baukinn í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 15. mars 2024 21:29 Finnur tók tapi sinna manna af miklu æðruleysi Vísir / Pawel Cieslikiewicz Toppið Vals í Subway deild karla í körfubolta mátti þola sitt fyrsta tap síðan í október síðastliðnum þegar Grindvíkingar tóku þá í karphúsið í kvöld í Smáranum. Leikar enduðu 98-67 og sáu Valsarar aldrei til sólar. Þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson var að öllum líkindum búinn að jafna sig á reiðinni þegar hann hitti blaðamann eftir leik. Finnur var hinn rólegasti og var spurður að því hvort þessi leikur og niðurstaða hans hafi ekki verið hrikalega erfið. „Það er hundfúlt að tapa. Við vorum bara daufir frá byrjun en það voru móment þarna í leiknum þar sem hefði verið hægt að taka leikinn og gera eitthvað.“ Þegar hér var komið við sögu þá gerðist eitthvað við bekk Valsmanna en Joshua Jefferson og Deandre Kane lentu í orðaskiptum sem dómararnir skoðuðu í skjánum. Það virðist ekkert hafa verið dæmt og líklega ekkert sett í skýrslu dómara eftir leik. Finnur gat þá haldið áfram eftir að vera spurður að því hvort hann vissi hvað væri í gangi. „Það er bara hiti í þessu. Ég fíla áruna yfir þessu Grindavíkur liði. Það er dólgur í þeim og það er kjaftur í þeim og réttilega. Þetta er hörkulið. Það gerist eitthvað í upphafi annars leikhluta þar sem þeir taka af skarið á meðan við erum enn þá sofandi og eftir það áttum við ekki séns. Körfubolti er svo þannig eins og aðrar íþróttir að það er ekki hægt að kveikja allt í einu á sér. Við vorum ekki með kveikt á perunni, við fengum tækifæri í upphafi til að gera eitthvað en eftir það var þetta aldrei spurning.“ Sóknarleikur Valsmanna var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik á löngum köflum en í seinni hálfleik þá var hann upp á enga fiska. Þeir skoruðu 27 stig í seinni hálfleik og Grindvíkingar læstu sínum varnarleik algjörlega. Var það meira upp á Valsara að klaga eða gerðu Grindvíkingar vel? „Þeir voru góðir og við vorum lélegir. Komum illa inn í leikinn, frammistaðan slök og það kemur fyrir. Þetta sýnir okkur það að við getum unnið einhverja leiki í röð og ef við förum að hugsa um það eitthvað mikið færðu á baukinn. Eins og við vitum þá eru þetta 22 leikir og ef þú mætir ekki hvern einasta þá færðu á baukinn og við fengum á baukinn í kvöld.“ Meiðslavandræði Valsmanna eru öllum kunn en Taiwo Badmus fékk væna byltu í lok leiks og þurfti að fara útaf og virkaði sárþjáður. Finnur var spurður að því hvort hann vissi hvort meiðslin væru alvarleg. „Hann datt á bakið. Við þekkjum það ekki en hann er mikið í háloftunum og þegar maður hoppar hátt þá getur fallið verið hátt en ég held að þetta verði allt í lagi.“ Að lokum var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona leik. „Bara að læra af reynslunni. Áfram gakk. Við verðum að nýta bikarhléið vel, það er langt í næsta leik og það er fúlt að bíða lengi eftir næsta leik. Við verðum að nýta tilfinningarnar sem við finnum eftir þennan leik til að verða betri og vonandi fáum við að mæta þessu Grindavíkurliði í úrslitakeppninni, sama á hvaða tímapunkti það verður.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Finnur var hinn rólegasti og var spurður að því hvort þessi leikur og niðurstaða hans hafi ekki verið hrikalega erfið. „Það er hundfúlt að tapa. Við vorum bara daufir frá byrjun en það voru móment þarna í leiknum þar sem hefði verið hægt að taka leikinn og gera eitthvað.“ Þegar hér var komið við sögu þá gerðist eitthvað við bekk Valsmanna en Joshua Jefferson og Deandre Kane lentu í orðaskiptum sem dómararnir skoðuðu í skjánum. Það virðist ekkert hafa verið dæmt og líklega ekkert sett í skýrslu dómara eftir leik. Finnur gat þá haldið áfram eftir að vera spurður að því hvort hann vissi hvað væri í gangi. „Það er bara hiti í þessu. Ég fíla áruna yfir þessu Grindavíkur liði. Það er dólgur í þeim og það er kjaftur í þeim og réttilega. Þetta er hörkulið. Það gerist eitthvað í upphafi annars leikhluta þar sem þeir taka af skarið á meðan við erum enn þá sofandi og eftir það áttum við ekki séns. Körfubolti er svo þannig eins og aðrar íþróttir að það er ekki hægt að kveikja allt í einu á sér. Við vorum ekki með kveikt á perunni, við fengum tækifæri í upphafi til að gera eitthvað en eftir það var þetta aldrei spurning.“ Sóknarleikur Valsmanna var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik á löngum köflum en í seinni hálfleik þá var hann upp á enga fiska. Þeir skoruðu 27 stig í seinni hálfleik og Grindvíkingar læstu sínum varnarleik algjörlega. Var það meira upp á Valsara að klaga eða gerðu Grindvíkingar vel? „Þeir voru góðir og við vorum lélegir. Komum illa inn í leikinn, frammistaðan slök og það kemur fyrir. Þetta sýnir okkur það að við getum unnið einhverja leiki í röð og ef við förum að hugsa um það eitthvað mikið færðu á baukinn. Eins og við vitum þá eru þetta 22 leikir og ef þú mætir ekki hvern einasta þá færðu á baukinn og við fengum á baukinn í kvöld.“ Meiðslavandræði Valsmanna eru öllum kunn en Taiwo Badmus fékk væna byltu í lok leiks og þurfti að fara útaf og virkaði sárþjáður. Finnur var spurður að því hvort hann vissi hvort meiðslin væru alvarleg. „Hann datt á bakið. Við þekkjum það ekki en hann er mikið í háloftunum og þegar maður hoppar hátt þá getur fallið verið hátt en ég held að þetta verði allt í lagi.“ Að lokum var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona leik. „Bara að læra af reynslunni. Áfram gakk. Við verðum að nýta bikarhléið vel, það er langt í næsta leik og það er fúlt að bíða lengi eftir næsta leik. Við verðum að nýta tilfinningarnar sem við finnum eftir þennan leik til að verða betri og vonandi fáum við að mæta þessu Grindavíkurliði í úrslitakeppninni, sama á hvaða tímapunkti það verður.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti