Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2024 10:30 Dominik Szoboszlai er nú orðinn fyrirliði ungverska landsliðsins. EPA-EFE/Tamas Kovacs Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. Íslensku strákarnir tryggðu sér hreinan úrslitaleik um EM-sætið haustið 2020 með 2-1 sigri á Rúmeníu í undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Liðið mætti í framhaldinu Ungverjum í Búdapest mánuði síðar. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á umspilið sem átti að fara fram í mars en fór ekki fram fyrr en í október og nóvember. Úrslitaleikurinn um EM-sætið fór fram 12. nóvember á Puskás Aréna í Búdapest. Íslenska liðið byrjaði frábærlega og komst í 1-0 með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu. Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu. Þannig var staðan þar til á 88. mínútu þegar íslenska þjóðin var farin að telja niður og sá annað Evrópumótið í röð í hyllingum. Dramatíkin í lokin Ísland var á leiðinni á EM þegar Ungverjar snéru við leiknum á lokamínútunum. Loic Négo jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok og þegar það voru komnar tvær mínútur af uppbótartíma þegar Dominik Szoboszlai skoraði sigurmarkið. Szoboszlai var þarna nýorðinn tvítugur og leikmaður austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Markið var glæsilegt og sýndi að þar var mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Það vita miklu fleiri hver Szoboszlai er í dag en enska stórliðið Liverpool keypti hann frá þýska liðinu RB Leipzig síðasta sumar. Ungverjinn hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool liðinu en reyndar verið mikið meiddur það sem af er nýju ári. Draumurinn um þriðja stórmótið dó þarna á lokasekúndunum á Puskás Aréna en nú er komið að skipta þessum minningum út í leiknum á móti Ísrael í vikunni. Aldrei verið jafn sorgmæddur „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var líka svekktur eftir tapið. „Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt. Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni,“ sagði Aron Einar. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Íslensku strákarnir tryggðu sér hreinan úrslitaleik um EM-sætið haustið 2020 með 2-1 sigri á Rúmeníu í undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Liðið mætti í framhaldinu Ungverjum í Búdapest mánuði síðar. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á umspilið sem átti að fara fram í mars en fór ekki fram fyrr en í október og nóvember. Úrslitaleikurinn um EM-sætið fór fram 12. nóvember á Puskás Aréna í Búdapest. Íslenska liðið byrjaði frábærlega og komst í 1-0 með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu. Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu. Þannig var staðan þar til á 88. mínútu þegar íslenska þjóðin var farin að telja niður og sá annað Evrópumótið í röð í hyllingum. Dramatíkin í lokin Ísland var á leiðinni á EM þegar Ungverjar snéru við leiknum á lokamínútunum. Loic Négo jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok og þegar það voru komnar tvær mínútur af uppbótartíma þegar Dominik Szoboszlai skoraði sigurmarkið. Szoboszlai var þarna nýorðinn tvítugur og leikmaður austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Markið var glæsilegt og sýndi að þar var mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Það vita miklu fleiri hver Szoboszlai er í dag en enska stórliðið Liverpool keypti hann frá þýska liðinu RB Leipzig síðasta sumar. Ungverjinn hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool liðinu en reyndar verið mikið meiddur það sem af er nýju ári. Draumurinn um þriðja stórmótið dó þarna á lokasekúndunum á Puskás Aréna en nú er komið að skipta þessum minningum út í leiknum á móti Ísrael í vikunni. Aldrei verið jafn sorgmæddur „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var líka svekktur eftir tapið. „Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt. Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni,“ sagði Aron Einar.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira